Fara í efni

Íbúðarlóðir í Múlaþingi, heildarsýn og framtíðaruppbygging

Málsnúmer 202105281

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 24. fundur - 02.06.2021

Fyrir ráðinu liggur að ræða um framboð lóða undir íbúðarhúsnæði á Egilsstöðum og Fellabæ með sérstakri áherslu á þéttingu byggðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir tillögum frá íbúum um svæði sem hægt væri að þétta byggð á Egilsstöðum og í Fellabæ. Hugmyndum skal skilað til framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings fyrir 21. júní næstkomandi.

Umhverfis og framkvæmdaráð beinir því til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs að láta hefja vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi í Votahvammi þar sem áhersla verður lögð á virkt samráð við íbúa og verktaka. Ráðið telur mikilvægt að horfa til þess að við gerð nýs skipulags verði horft til gildandi húsnæðisáætlunar Fljótsdalshéraðs en þar er talin þörf á húsnæði fyrir eldri borgara, byggingu minni og meðalstórra íbúða í minni fjölbýlishúsum til blands við byggingu félagslegs húsnæðis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 10. fundur - 21.06.2021

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 2.6. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir tillögum frá íbúum um svæði sem hægt væri að þétta byggð á Egilsstöðum og í Fellabæ. Hugmyndum skal skilað til framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings fyrir 21. júní næstkomandi.

Umhverfis og framkvæmdaráð beinir því til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs að láta hefja vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi í Votahvammi þar sem áhersla verður lögð á virkt samráð við íbúa og verktaka. Ráðið telur mikilvægt að horfa til þess að við gerð nýs skipulags verði horft til gildandi húsnæðisáætlunar Fljótsdalshéraðs en þar er talin þörf á húsnæði fyrir eldri borgara, byggingu minni og meðalstórra íbúða í minni fjölbýlishúsum til blands við byggingu félagslegs húsnæðis.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs um að hafin verði vinna við endurskoðun á deiliskipulagi í Votahvammi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 26. fundur - 23.06.2021

Frestur til að skila inn hugmyndum að þéttingu byggðar á Egilsstöðum rann út þann 21. júní en auglýsing þess efnis var birt á heimasíðu sveitarfélagsins 3. júní. Fyrir ráðinu liggur að fjalla um tillögurnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir innsendar tillögur og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna áfram að málinu sem verður tekið fyrir að nýju þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 27. fundur - 30.06.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til næstu skrefa varðandi hugmynda um þéttingu byggðar á Egilsstöðum.

Frestað.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 29. fundur - 25.08.2021

Málið var áður á dagskrá umhverfis- og framkvæmdaráðs á fundi 2.6.2021. Þá óskaði ráðið eftir tillögum að mögulegri þéttingu byggðar á Egilsstöðum. Tvær tillögur bárust, annarsvegar í Einbúablá og hinsvegar norðan Ranavaðs. Jafnframt voru ræddar hugmyndir að fjölgun lóða við Selbrekku og Mánatröð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að farið verði í breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 til stækkunar íbúasvæða í Einbúablá, Mánatröð og norðan Ranavaðs. Jafnframt leggur ráðið til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hafin verði vinna við breytingu á deiliskipulagi vegna lóða við Einbúablá og Selbrekku, og að unnið verði deiliskipulag fyrir nýjar lóðir við Mánatröð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 17. fundur - 01.09.2021

Heimastjórn leggur til að farið verði í deiliskipulagsvinnu á þeim svæðum innan þéttbýlis á Djúpavogi sem nú þegar eru merkt sem íbúðasvæði og gert verði ráð fyrir þeirri vinnu á fjárhagsáætlun næsta árs. Sérstaklega þarf að skoða framboð á hentugum lóðum fyrir parhús og raðhús.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 13. fundur - 06.09.2021

Málið var áður á dagskrá umhverfis- og framkvæmdaráðs á fundi 2.6.2021. Þá óskaði ráðið eftir tillögum að mögulegri þéttingu byggðar á Egilsstöðum. Tvær tillögur bárust, annarsvegar í Einbúablá og hinsvegar norðan Ranavaðs. Jafnframt voru ræddar hugmyndir að fjölgun lóða við Selbrekku og Mánatröð.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 25.8. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að farið verði í breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 til stækkunar íbúasvæða í Einbúablá, Mánatröð og norðan Ranavaðs. Jafnframt leggur ráðið til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hafin verði vinna við breytingu á deiliskipulagi vegna lóða við Einbúablá og Selbrekku, og að unnið verði deiliskipulag fyrir nýjar lóðir við Mánatröð.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á deiliskipulagi vegna lóða við Einbúablá og Selbrekku, og að unnið verði deiliskipulag fyrir nýjar lóðir við Mánatröð.

Samþykkt smhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 15. fundur - 08.09.2021

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 25.08.2021, þar sem lagt er til við sveitarstjórn að farið verði í breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 til stækkunar íbúðasvæða í Einbúablá, Mánatröð og norðan Ranavaðs.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson,Helgi Hlynur Ásgrímsson og Stefán B.Sveinsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs um að farið verði í breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 til stækkunar íbúðasvæða í Einbúablá, Mánatröð og norðan Ranavaðs. Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir jafnframt að fela skipulagsfulltrúa að setja málið í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 45. fundur - 02.02.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja tillögur að þéttingu byggðar með stofnun nýrra lóða í þegar byggðum hverfum. Um er að ræða Austurveg 24 á Seyðisfirði og Vallnaholt 6 á Eiðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi lóðablöð og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta stofna lóðirnar og færa þær á lista yfir lausar lóðir í Múlaþingi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 47. fundur - 23.02.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur nýtt lóðablað vegna nýrrar lóðar við Austurveg 24 á Seyðisfirði ásamt drögum að byggingarskilmálum lóðarinnar.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 48. fundur - 02.03.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju lóðablað vegna nýrrar lóðar við Austurveg 24 á Seyðisfirði ásamt uppfærðum byggingarskilmálum lóðarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir fyrirliggjandi drög að byggingarskilmálum lóðarinnar og felur skipulagsfulltrúa að færa þá inn og ganga frá lóðarblaði að öðru leyti.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 var á móti (OBD).

Fulltrúi D-lista (OBD) lagði fram eftirfarandi bókun:
Þeir skilmálar sem settir eru varðandi lóð á Austurvegi 24 eru til þess fallnir að vera hamlandi. Sú hugmynd að viðhalda einhverri ákveðinni götumynd, m.a. með tiltekinni þakgerð, á ekki við þar sem þau hús sem við Austurveg standa eru þegar að öllum gerðum og stærðum. Skilmálarnir eru of þröngir, sér í lagi ef til þess er litið að ákveðin húsgerð er tiltekin (tvær hæðir). Þar með geta skilmálarnir talist fráhrindandi og ef ætlunin er að hægt sé að sækja um undanþágu eru skilmálarnir aðeins til að tefja umsóknarferli.
Störf nefnda og stjórnsýslu Múlaþings ætti að vera í eðli sínu að leysa og auðvelda málefni íbúa en ekki að leggja stein í götu þeirra með óþarfa forræðishyggju.

Heimastjórn Djúpavogs - 24. fundur - 07.03.2022

Heimastjórn óskar eftir því við Umhverfis og skipulagsráð að farið verði í vinnu við breytingar á Aðalskipulagi við Hammersminni með það í huga að hægt verði að deiliskipuleggja raðhúsa og parhúsalóðir. Einnig verði hugað að einbýlishúsalóðum austan við Hammersminni sunnan við Eyjaland.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 49. fundur - 16.03.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til afsláttar vegna nýrrar lóðar við Hlíð 11 á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til samþykktar ráðsins um afslátt af öðrum tilgreindum íbúðalóðum á Djúpavogi og með þeim skilmálum sem þar eru tilgreindir, samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að veittur verði 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum vegna lóðarinnar að Hlíð 11 á Djúpavogi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 63. fundur - 19.09.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga, ásamt lóðablaði, að stofnun nýrrar parhúsalóðar við Hamrafell 1 í Fellabæ. Lóðin er innan skilgreinds íbúðarsvæðis samkvæmt Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.
Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta grenndarkynna nýja lóð fyrir fasteignaeigendum við Hamrafell 2, 3, 4 og Lagarfell 3.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 68. fundur - 14.11.2022

Grenndarkynning vegna stofnun nýrrar lóðar við Hamrafell 1 í Fellabæ lauk þann 20. október sl. Ein athugasemd barst þar sem gerðar voru athugasemdir við lóðamörk milli Hamrafells 1 og 3. Undir athugasemdina undirrita íbúar að Hamrafelli 2 og 3, Lagarfelli 3 og 7. Brugðist hefur verið við athugasemdum og breytingar gerðar á lóðablaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi lóðablað þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda sem bárust í grenndarkynningu og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að stofna lóðina. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir jafn framt að um lóðaúthlutun fari samkvæmt lið a) í 3. grein reglna um úthlutun lóða hjá Múlaþingi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?