Fara í efni

Deiliskipulag, Djúpivogur, athafnalóðir

Málsnúmer 202109084

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 24. fundur - 07.03.2022

Aðalskipulagsbreyting er í vinnslu, ekki er hægt að auglýsa deiliskipulag fyrr en að Aðalskipulagsbreyting liggur fyrir. Heimastjórn leggur á það áherslu við umhverfis og framkvæmdasvið að vinnu við skipulagsbreytingarnar verði hraðað eins og kostur er, til að mæta aukinni eftirspurn eftir athafnalóðum.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 79. fundur - 06.03.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að vinnslutillögu nýs deiliskipulags fyrir athafna- og hafnarsvæðis við Innri Gleðivík á Djúpavogi. Tillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti, dagsett 1. mars 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Djúpavogs að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 35. fundur - 09.03.2023

Heimastjórn á Djúpavogi fagnar því að nú skuli vinnslutillaga nýs deiliskipulag fyrir athafna- og hafnarsvæðið við Innri Gleðivík liggja fyrir og samþykkir að fyrirliggjandi tillaga verði kynnt í samræmi við 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Djúpavogs - 36. fundur - 05.04.2023

Fyrir fundinum lá auglýsing um vinnslutillögu nýs deiliskipulags fyrir athafna- og hafnasvæði við Innri Gleðivík.

Heimastjórn leggur áherslu á að gert verði ráð fyrir móttökustöð fyrir úrgang og flokkun á svæðinu. Jafnframt að svæðið á Haurum, þar sem móttökustöðin er nú, verði breytt í geymslusvæði. Einnig leggst heimastjórn gegn því að lóðir 9b og 9c verði geymslulóðir vegna staðsetningar og áhrifa á ásýnd svæðisins.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 83. fundur - 24.04.2023

Vinnslutillaga nýs deiliskipulags athafna- og hafnarsvæðis við Innri-Gleðivík á Djúpavogi var kynnt í mars og athugasemdafrestur til og með 14. apríl 2023. Lagðar eru fram til kynningar þær umsagnir og athugasemdir sem hafa borist við tillöguna.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 85. fundur - 22.05.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um drög að tillögu að deiliskipulagi athafna- og hafnarsvæðis við Innri Gleðivík og hvernig bregðast skuli við athugasemdum sem bárust við kynningu vinnslutillögu.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum sem gerðar voru við vinnslutillögu. Ráðið vísar því til heimastjórnar Djúpavogs að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 38. fundur - 01.06.2023

Fyrir fundinum lá skipulagstillaga vegna athafna- og hafnarsvæðis við Innri Gleðivík þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum sem gerðar voru við vinnslutillögu.

Heimastjórn á Djúpavogi hefur farið yfir athugasemdir sem bárust m.a. umsögn Vegagerðarinnar um deiliskipulagstillögu fyrir nýtt athafnasvæði fyrir ofan bræðsluna á Djúpavogi. Með því að sveitarstjórn hefur ákveðið að nýr stofnvegur að þéttbýlinu á Djúpavogi fari ekki um þetta svæði eins og áður var ráðgert heldur færist norðar og tengist inn á nýtt athafnasvæði norðan við Innri Gleðivík telur heimastjórn að athugasemdir Vegagerðarinnar eigi ekki lengur við. Gert er ráð fyrir að breytingar á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 þar sem ný tenging stofnbrautar kemur inn verði gerð samhliða breytingu sem rúmi fyrirhugaða uppbyggingu hafnarsvæðisins í Innri Gleðivík ásamt stækkun á athafnasvæðinu til norðurs.
Heimastjórn á Djúpavogi beinir þeim tilmælum til umhverfis- og framkvæmdaráðs að í ljósi aðstæðna, með vísan til fordæmis og þess að ólíklegt er að gerð gatna og gangstétta ljúki í bráð, verði veittur tímabundinn afsláttur á gatnagerðargjöldum á svæðinu og þannig stuðlað að frekari uppbyggingu.

Heimastjórn á Djúpavogi samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 91. fundur - 21.08.2023

Auglýsingu á tillögu vegna nýs deiliskipulags athafna- og hafnarsvæðis við Innri Gleðivík á Djúpavogi lauk 27. júlí síðast liðinn. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni auk þess sem Ice Fish Farm AS/Laxar fiskeldi ehf. sendi inn athugasemd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Ráðið fór yfir umsagnirnar og samþykkir að gerðar verði breytingar á tillögunni svo hægt verði að koma fyrir lögn fyrir Búlandstind sem gert er ráð fyrir að liggi áfram yfir í Hundavog. Umsögn MÍ gefur ekki tilefni til að gerðar verði breytingar á tillögunni. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn um athugasemdir sem fram koma í umsögn Vegagerðarinnar en felur jafnframt skipulagsfulltrúa að funda með Vegagerðinni um málið. Málinu er vísað til afgreiðslu heimastjórnar Djúpavogs.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 41. fundur - 07.09.2023

Fyrir fundinum lá eftirfarandi bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21.8.2023: "Ráðið fór yfir umsagnirnar og samþykkir að gerðar verði breytingar á tillögunni svo hægt verði að koma fyrir lögn fyrir Búlandstind sem gert er ráð fyrir að liggi áfram yfir í Hundavog. Umsögn MÍ gefur ekki tilefni til að gerðar verði breytingar á tillögunni. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn um athugasemdir sem fram koma í umsögn Vegagerðarinnar en felur jafnframt skipulagsfulltrúa að funda með Vegagerðinni um málið. Málinu er vísað til afgreiðslu heimastjórnar Djúpavogs."

Heimastjórn á Djúpavogi tekur undir bókun umhverfis og framkvæmdaráðs og staðfestir nýtt deiliskipulag athafnasvæðis við Innri Gleðivík á Djúpavogi. Jafnframt samþykkir heimastjórn fyrirliggjandi drög að umsögn um athugasemdir Vegagerðarinnar

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?