Fara í efni

Steinar 1 . framkvæmdir . Gamla kirkjan . Djúpavogi

Málsnúmer 202106143

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 19. fundur - 28.10.2021

Uppbygging og notkun gömlu kirkjunar rædd.

Í óformlegri könnun meðal íbúa komu m.a. fram hugmyndir um menningartengda starfsemi í húsinu.

Heimastjórn leggur á það áherslu að framkvæmdum verði lokið sem fyrst utandyra.

Heimastjórn leggur til við byggðarráð að stofnaður verði sameiginlegur starfshópur, fyrir gömlu kirkjuna og Faktorshúsið til að fara yfir uppbyggingu og mögulega framtíðarnotkun húsanna.

Gestir

  • Jónína Brá Árnadóttir - mæting: 10:00
  • Steingrímur Jónsson - mæting: 10:00

Heimastjórn Djúpavogs - 34. fundur - 02.02.2023

Fyrir fundinum lá erindi frá Þórdísi Sævarsdóttur varðandi lífsgæða- og velferðarsetur í gömlu kirkjunni á Djúpavogi.

Heimastjórn Djúpavogs þakkar Þórdísi fyrir frumkvæðið og þann áhuga sem hún sýnir uppbyggingu og starfsemi í gömlu kirkjunni. Erindi Þórdísar ásamt fleiri hugmyndum verður tekið til frekari skoðunar í þeirri vinnu sem framundan er varðandi skilgreiningu á framtíðarnotkun kirkjunnar.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 39. fundur - 06.07.2023

Fyrir fundinum lá minnisblað frá Rúnari Matthíassyni umsjónarmanni fasteigna.

Heimastjórn á Djúpavogi leggur áherslu á að gert sé ráð fyrir fjármagni til framkvæmda við gömlu kirkjuna í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins vegna ársins 2023.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 109. fundur - 26.02.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur minnisblað frá verkefnastjóra framkvæmdamála varðandi framtíðarhlutverk gömlu kirkjunnar á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur heimastjórn Djúpavogs að taka ákvörðun um framtíðarnýtingu gömlu kirkjunnar svo hægt sé að ljúka framkvæmdum við húsið í samræmi við notkun þess.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Rúnar Matthíasson, verkefnastjóri framkvæmdamála - mæting: 10:35

Heimastjórn Djúpavogs - 47. fundur - 06.03.2024

Á fundi sínum þann 26.02.2024 fól Umhverfis- og framkvæmdaráð heimastjórn Djúpavogs að taka ákvörðun um framtíðarnýtingu gömlu kirkjunnar svo hægt sé að ljúka framkvæmdum við húsið í samræmi við notkun þess.

Heimastjórn fór yfir þau erindi sem hafa borist og þær tillögur sem hafa verið til umræðu um nýtingu kirkjunnar undanfarin misseri og mun vinna áfram með þær tillögur og ákveða með hvaða hætti eigi að komast að niðurstöðu.

Heimastjórn bendir á að mikilvægt sé að klára framkvæmdir að utan þó svo að ekki sé búið að ákveða húsinu hlutverk.
Getum við bætt efni þessarar síðu?