Fara í efni

Fjárfestingaráætlun 2026

Málsnúmer 202508196

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 159. fundur - 01.09.2025

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir drög að að fjárfestingaráætlun Múlaþings fyrir árið 2026.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi drögum að 10 ára fjárfestingaráætlun til umsagnar hjá ungmennaráði, öldungaráði, samráðshópi um málefni fatlaðs fólks, byggðaráði, fjölskylduráði og heimastjórnum. Áætlunin verður tekin fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 60. fundur - 04.09.2025

Fyrir lágu drög að fjárfestingaráætlun 2026. Eftirfarandi var bókað a fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 1.sept sl.
" Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi drögum að 10 ára fjárfestingaráætlun til umsagnar hjá ungmennaráði, öldungaráði, samráðshópi um málefni fatlaðs fólks, byggðaráði, fjölskylduráði og heimastjórnum. Áætlunin verður tekin fyrir að nýju."
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn gerir alvarlegar athugsemdir við framkomna fjárfestingaáætlun 2026 um seinkun byggingar Seyðisfjarðarskóla með því að lækka fjárfestingarframlag úr 225 milljónum í 65 milljónir á árinu 2026. Mikilvægt er að framkvæmdin dragist ekki enn frekar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 62. fundur - 04.09.2025

Fyrir liggja drög að fjárfestingaráætlun Múlaþings fyrir árið 2026.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 1.9.2025 var gerð eftirfarandi bókun:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi drögum að 10 ára fjárfestingaráætlun til umsagnar hjá ungmennaráði, öldungaráði, samráðshópi um málefni fatlaðs fólks, byggðaráði, fjölskylduráði og heimastjórnum. Áætlunin verður tekin fyrir að nýju.

Eftirfarandi bókun lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs óskar eftir því að inn á næsta fund heimastjórnar mæti framkvæmda- og umhverfismálastjóri og fræðslustjóri til að fjalla um forgangsröðun verkefna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 63. fundur - 04.09.2025

Lögð fram til kynningar fjárfestingaáætlun 2026
Heimastjórn bendir á að þrátt fyrir fyrri ábendingar um endurbætur á líkasmræktaraðstöðu og útisvæði, sé ekki gert ráð fyrir fjárfestingu í íþróttamiðstöð Djúpavogs. Æskilegt væri að koma inn á áætlun yfirbyggingu á sparkvelli við íþróttamiðstöðina, ásamt því endurbæta aðstöðu við Neistavöll, þar sem engin búningsaðstaða né geymsla sé fyrir áhöld og búnað sé til staðar.

Heimastjórn treystir því að þessi atriði komi inn á áætlun þegar vinna við fjárhagsáætlunargerð fer af stað í haust.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 62. fundur - 15.09.2025

Fyrir liggja drög að fjárfestingaráætlun Múlaþings fyrir árið 2026.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 1.9.2025 var gerð eftirfarandi bókun:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi drögum að 10 ára fjárfestingaráætlun til umsagnar hjá ungmennaráði, öldungaráði, samráðshópi um málefni fatlaðs fólks, byggðaráði, fjölskylduráði og heimastjórnum. Áætlunin verður tekin fyrir að nýju.

Hugrún Hjálmarsdóttir kom inn á fundinn og fjallaði um áætlunina.

Heimastjórn Borgarfjarðar gerir ekki athugasemdir við drögin en bendir þó á að í stefnu Múlaþings um þjónustustig í byggðum þess kemur fram að á árunum 2026-2028 er stefnt á að leggja til stofnframlög til húsbygginga á Borgarfirði. Hvetur heimastjórn sveitarfélagið til að setja þá framkvæmd á fjárfestingaáætlun ef þurfa þykir.

Samþykkt samhljóða án handauppréttingar.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 13:45

Byggðaráð Múlaþings - 164. fundur - 16.09.2025

Fyrir liggja drög að endurskoðaðri 10 ára fjárfestingaráætlun sem umhverfis- og framkvæmdaráð vísaði m.a. til byggðaráðs til umsagnar.
Frestað til næsta fundar.

Öldungaráð Múlaþings - 11. fundur - 25.09.2025

Fyrir fundinum liggur fjárfestingaráætlun ársins 2026.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 163. fundur - 06.10.2025

Tekin eru fyrir að nýju drög að endurskoðaðri fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins auk umsagna frá þeim ráðum og nefndum sem tekið hafa hana til umfjöllunar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tíu ára fjárfestingaráætlun 2026-2035 fyrir Múlaþing og vísar henni til byggðaráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 166. fundur - 07.10.2025

Fyrir liggja drög að endurskoðaðri 10 ára fjárfestingaráætlun sem um umhverfis-og framkvæmdaráð vísaði m.a. til byggðaráðs til umsagna. Hugrún Hjálmarsdóttir umhverfis- og framkvæmdamálastjóri kom inn á fundinn undir þessum lið.
Málið áfram í vinnslu.


Fjölskylduráð Múlaþings - 142. fundur - 07.10.2025

Samkvæmt verklagi skal fjárfestingaráætlun tekin til endurskoðunar á hverju ári.
Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri, kynnti fjárfestingaáætlun sveitarfélagsins.

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti fjárfestingaáætlun 2026 með einni breytingu sem snýr að því að færa viðbyggingu við Bjarkatún ofar í forgangsröðun þannig að báðar framkvæmdir við Bjarkatún séu samliggjandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 63. fundur - 09.10.2025

Fyrir liggja drög að fjárfestingaráætlun Múlaþings fyrir árið 2026.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við áætlunina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 167. fundur - 21.10.2025

Fyrir liggur bókun umhverfis-og framkvæmdaráð dagsett 06.10.2025 þar sem hún vísar fyrirliggjandi tíu ára fjárfestingaráætlun 2026-2035 til afgreiðslu hjá byggðaráði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að vísa fjárfestingaráætlun 2026-2035 til endanlegrar afgreiðslu með fjárhagsáætlun hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 169. fundur - 01.12.2025

Fyrir liggja að nýju, drög 4, að endurskoðaðri 10 ára fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tíu ára fjárfestingaráætlun og vísar henni til staðfestingar hjá sveitarstjórn samhliða fjárhagsáætlun.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?