Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

63. fundur 04. desember 2025 kl. 09:00 - 11:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202208012Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mætir Dagmar Ýr sveitarstjóri.
Eftirfarandi bókun lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar harmar þann málflutning forsætisráðherra að Fjarðarheiðargöng séu of kostnaðarsöm ekki síst í ljósi þess hörmulega banaslyss sem þar varð í gær. Fjarðarheiðargöng eru öryggismál!
Heimastjórn Seyðisfjarðar tekur heilshugar undir bókun byggðaráðs þar sem fram kemur:
"Byggðaráð Múlaþings lýsir yfir gífurlegum vonbrigðum með forgangsröðun jarðganga í tillögu að nýrri samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti á blaðamannafundi í dag. Þar kom fram að Fjarðarheiðargöng verða ekki næstu jarðgöng á Íslandi né eru þau á lista yfir jarðgöng næstu áratuga. Lengi hefur legið fyrir að rjúfa þurfi vetrareinangrun á Seyðisfirði með jarðgöngum ekki síst vegna ofanflóðahættu. Þegar hafa um 600 milljónir farið í rannsóknir og hönnun Fjarðarheiðarganga sem eru fullhönnuð og tilbúin til útboðs.
Kjörnir fulltrúar á Austurlandi hafa sameinast um stefnu varðandi uppbygginu samgönguinnviða í gegnum Svæðisskipulag Austurlands og með ítrekuðum bókunum SSA allt frá árinu 2013. Eingöngu með hringtengingu öruggra heilsárs samgangna, þar sem Fjarðarheiðargöng eru fyrsti áfanginn, verður fjölkjarnasamfélagið Austurland að einu atvinnu- og þjónustusvæði sem getur vaxið áfram á eigin forsendum og verðleikum. Ljóst er að Fjarðagöng, sem innviðaráðherra leggur til að verði númer 2-3 á jarðgangalista, munu ekki ein og sér skapa örugga hringtengingu á Austurlandi því áfram verða Fjarðarheiði og Fagridalur farartálmar milli Héraðs og Fjarða vegna ófærðar og snjóflóðahættu á Fagradal.
Ein aðalforsendan fyrir tilurð Múlaþings voru bættar samgöngur innan sveitarfélagsins um Fjarðarheiðargöng og Öxi. Samgöngubætur hafa bein áhrif á byggðaþróun og atvinnulíf, styrkja ferðaþjónustu og skapa traustari forsendur fyrir framtíðaruppbyggingu á svæðinu.
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins sem allra fyrst"

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2026 til 2029

Málsnúmer 202504066Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fjárhagsáætlun Múlaþings 2026 til 2029.
Lagt fram til kynningar.

3.Húsnæðisáætlun Múlaþings 2026

Málsnúmer 202510065Vakta málsnúmer

Fyrirhuguð er endurskoðun á 10 ára húsnæðisáætlun sveitarfélagsins og liggur fyrir minnisblað með helstu breytingum sem áætlaðar eru á henni.
Málinu frestað

4.Vetraþjónusta á Seyðisfirði

Málsnúmer 202511291Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Margréti Guðjónsdóttur fulltrúa heimastjórnar að taka til umræðu verklag vetrarþjónustunnar í þéttbýli og dreifbýli Seyðisfjarðar. Inn á fundinn undir þessum lið komu Hugrún Hjálmarsdóttir umhverfis-og framkvæmdamálastjóri og Sveinn Ágúst Þórsson, verkstjóri þjónustumiðstöðar á Seyðisfirði.
Málinu frestað.

5.Umhverfishönnun, Seyðisfjörður, nýtt tjaldsvæði

Málsnúmer 202404034Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið koma Hugrún Hjálmarsdóttir umhverfis- og framkvæmdamálastjóri og Stefán Aspar Stefánsson verkefnastjóri umhverfismála sem fara yfir og kynna fyrir heimastjórn m.a. frumhönnun og skipulag á nýja tjaldsvæðinu við Ránargötu.
Málinu frestað.

6.Aðstaða fyrir víkingagarð á Seyðisfirði

Málsnúmer 202510043Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn liggur að taka afstöðu til verkefnis "Víkingagarðurinn" sem óskað hefur verið eftir að setja upp í Hafnargarðinum. Eggert Már Sigtryggsson þjónustufulltrúi á framkvæmda- og umhverfismálasviði kemur inn og fer yfir stöðu mála.
Málinu frestað.

7.Fundir sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna janúar til maí 2026

Málsnúmer 202511037Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að fundadagatali sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna tímabilið janúar til maí 2026.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögur að fundardagatali sveitarstjórnar og fastanefnda Múlaþings janúar til og með maí 2026.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Framtíðaruppbygging atvinnulífs á Seyðisfirði

Málsnúmer 202310203Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá byggðaráði dags.02.12.sl. þar sem beint er til heimastjórnar, að skipa að nýju einn fulltrúa úr heimastjórn Seyðisfjarðar, í samráðshóp um framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði. Einnig liggur fyrir nýtt samþykkt erindisbréf.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir að skipa Margréti Guðjónsdóttur í samráðshóp um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?