Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

48. fundur 04. apríl 2024 kl. 10:00 - 14:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason varaformaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Fjöldahjálparstöð á Djúpavogi

Málsnúmer 202311317Vakta málsnúmer

Heimastjórn samþykkir fyrir sitt leyti færslu á fjöldarhjálparstöð RKÍ úr grunnskólanum yfir í íþróttamiðstöð.

Samþykkt samhljóða.

2.Fiskeldissjóður, umsóknir 2024

Málsnúmer 202402192Vakta málsnúmer

Heimastjórn fagnar frumkvæði forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar Djúpavogs en telur mikilvægt að allar umsóknir í Fiskeldissjóð sem og aðra sjóði séu unnar tímanlega í samráði við heimastjórn og viðeigandi fastanefndir.

Samþykkt samhljóða.

3.Steinar 1, framkvæmdir, gamla kirkjan á Djúpavogi

Málsnúmer 202106143Vakta málsnúmer

Rúnar Matthíasson, verkefnastjóri framkvæmda, fer yfir stöðu mála í Steinum 1 (Gömlu kirkjunni).

Umhverfis- og framkvæmdaráð fól heimastjórn Djúpavogs að taka ákvörðun um framtíðarnýtingu hússins.

Heimastjórn felur starfsmanni að útbúa auglýsingu í samræmi við umræður á fundinum þar sem auglýst er eftir áhugasömum aðilum um nýtingu og/eða rekstur í húsnæðinu.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Rúnar Matthíasson - mæting: 11:00

4.Samfélagsverkefni heimastjórna 2024

Málsnúmer 202401014Vakta málsnúmer

Heimastjórn fór yfir kostnaðarmat á nokkrum innsendum hugmyndum og fól starfsmanni að ganga frá kaupum á "aparólu" til uppsetningar á leiksvæðinu í Blánni.

Samþykkt samhljóða.

5.Menningarstyrkur SSA til jaðarbyggða árið 2024

Málsnúmer 202403222Vakta málsnúmer

Sérstakt fjármagn er ætlað í menningarverkefni, svo kölluð jaðarverkefni á Djúpavogi og Vopnafirði í gegnum Sóknaráætlun Austurlands. Á hvoru svæði fyrir sig er áætlað árlega 500.000 kr. og sama upphæð á móti frá sveitarfélaginu.

Margar góðar menningartengdar hugmyndir voru sendar inn í tengslum við samfélagsverkefni heimastjórna.

Heimastjórn samþykkir að setja fjármagnið í tvö verkefni; Að breyta fjalli (700þ) og Minnismerki um sjómenn (300þ).

Starfsmanni falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

6.Björgunarmiðstöð á Djúpavogi

Málsnúmer 202012171Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála varðandi húsnæðismál slökkviliðs, þjónustumiðstöðvar, hafna og björgunarsveitar.

Heimastjórn telur mikilvægt að framtíðaruppbygging, skipulag og fjárfestingar á vegum sveitarfélagsins á Djúpvogi komi til umfjöllunar í heimastjórn áður en ákvarðanir eru teknar.

Heimastjórn felur starfmanni að koma á fundi með hlutaðeigandi aðilum.

Samþykkt samhljóða.

7.Faktorshúsið Djúpavogi

Málsnúmer 202103213Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála í Faktorshúsinu.
Framkvæmdum miðar vel og reiknar leigutaki með því að opna í kringum sumardaginn fyrsta.

8.Íbúafundur Heimastjórnar Djúpavogs.

Málsnúmer 202202045Vakta málsnúmer

Íbúafundur heimastjórnar verður haldinn á Djúpavogi, fimmtudaginn 2. maí kl. 17:00 - 19:00.

Starfsmanni falið að staðsetja og auglýsa fundinn.

Samþykkt samhljóða.

9.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, Ný vegtenging, athafna- og hafnarsvæði

Málsnúmer 202110146Vakta málsnúmer

Heimastjórn telur að skoða þurfi betur vegtengingar þjóðvegarins við þéttbýlið á Djúpavogi. Ný vegtenging til norðurs er til bóta en einnig þyrfti að skoða vegtengingu til suðurs sem er ekki nógu örugg.
Einnig ætti að huga að mögulegum lóðum við þessar vegtengingar fyrir þjónustu sem gæti átt þar heima.

Samþykkt samhljóða.

10.Heilsársvegur um Öxi

Málsnúmer 202304027Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs beinir því til sveitarstjórnar að þess verði farið á leit við innviðaráðherra að taka vegaframkvæmdir við Öxi af lista PPP verkefna og að ríkið fjármagni framkvæmdina. Mikilvægt er að framkvæmdir hefjist strax á næsta ári og gerist þess þörf þá verði verkefninu áfangaskipt þannig að hægt verði að ljúka því á að hámarki þremur árum.

Heimastjórn bendir á að Axarvegur sé sá vegkafli á landinu sem fellur hvað best að markmiðum samgönguáætlunar um aukið öryggi, styttingu vegalengda, tengingu byggða og umhverfismál og því eðlilegt að fjármunum verði forgangsraðað í anda þess.

Samþykkt samhljóða

11.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Víkurland: Búið er að grjótverja ströndina og ganga frá. Nú á einungis eftir að leggja göngustíg, setja frárennslisrör á nokkrum stöðum og lýsingu.

Hitaveita: Borun gengur hægt og er núna í um 770 metrum. Hitamælingar hafa valdið vonbrigðum og ekki hefur tekist að skera þá vatnsæð sem stefnt var að.

Grunnskólinn: Langt komið með að klæða húsið að utan, næst eru þakkantar og einnig þarf að endurnýja þök á hluta af skólabyggingunni.

Borgarland: Fyrsta áfanga er lokið fyrir utan jöfnunarlag og malbik, verktaki gerir ráð fyrir að taka næsta áfanga þegar frost er farið úr jörðu.12.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur heimastjórnar á Djúpavogi verður haldinn miðvikudaginn 8. maí nk kl. 10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast starfsmanni heimastjórnar fyrir kl. 16:00 föstudaginn 3. maí á netfangið eiður.ragnarsson@mulathing.is

Fundi slitið - kl. 14:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?