Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

47. fundur 06. maí 2024 kl. 08:15 - 10:45 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarson fulltrúi sveitarstjóra

1.Staða fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði

Málsnúmer 202404291Vakta málsnúmer

Inn á fund heimastjórnar kom Björn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings og fór yfir starfsauglýsingu um starf fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfjarðar.

Um er að ræða 100% starf eins og verið hefur. Heimastjórn hvetur áhugasama til að sækja um.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Björn Ingimarsson - mæting: 09:00

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 - 2028

Málsnúmer 202404017Vakta málsnúmer

Á fundi byggðaráðs 23.4.2024 var samþykkt að beina því til heimastjórna að þær taki til umfjöllunar þeirra áherslur vegna fjárhagsáætlunargerðar 2025-2028 á fundum sínum í byrjun maí og komi á framfæri til viðkomandi fagráða.

Hingað til hafa ekki verið skil á milli fjárhags leik- og grunnskóla á Borgarfirði og telur heimastjórn til bóta að aðgreina þar á milli. Veruleg viðhaldsþörf og vöntun á nýjum búnaði er í Leikskóla Borgarfjarðar m.a. vegna fjölgunar barna.

Framkvæmdir í Fjarðarborg hafa verið fjárfrekari en gert var ráð fyrir einkum vegna ófyrirséðra atvika sem kröfðust meira viðhalds en gert var ráð fyrir. Mikilvægt er að tryggja fjármögnun verkefnisins í Fjarðarborg svo sómi verði að lokahnykk framkvæmda.

Heimastjórn óskar eftir að gert verði ráð fyrir tekjum vegna Hafnarhólma 2025. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu fóru um 50.000 manns í hólmann á síðasta ári og m.v. 500 kr. gjald í hólmann væru tekjurnar um 25.000.000 kr. Tekjurnar sem kæmu inn væru notaðar til uppbyggingar staðarins m.a. landvörslu, upplýsingagjöf og rannsóknir og setja upp rafræna upplýsingagjöf sem á að vera staðsett á 3. hæð Hafnarhúss.

Gera þarf ráðstafanir til að reyna draga úr umferðarhraða í þéttbýli Borgarfjarðar. Í nágrenni skólans þarf að merkja með skiltum að börn séu að leik. Merkja þarf gangbraut með upphækkun til móts við Fjarðarborg og í nágrenni Lindarbakka. Gera þarf frekari ráðstafanir til að draga úr umferðarhraða á Bökkunum og þorpsgötunni t.d. með uppsetningu hraðahindrana eða þrengingum.

Götulýsingu á Borgarfirði þarf að koma í nútímalegt horf. Ljósastaurar eru strjálir og lýsa illa eða ekkert.

Koma þarf sorpmálum á Borgarfirði í enn betra horf með því að gera ráðstafanir til að íbúar geti skilað lífrænu sorpi með viðeigandi hætti.

Gera þarf bragarbót á útisvæði kringum Heiðina svo þar sé hreint m.a. með því að koma upp gámasvæði.

Heimastjórn vill að Múlaþing setji það í fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 að byggja parhús á Borgarfirði. Hugsanlega mætti fjármagna það að hluta með sölu eigna t.d. Þórshamars.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á svæði 12, eyjar og sker

Málsnúmer 202402224Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tilkynning frá Óbyggðanefnd um málsmeðferð vegna eyja og skerja, dagsett 11.4.2024. Þar kemur m.a. fram að "Óbyggðanefnd hefur framlengt kröfulýsingarfrest landeigenda á svæði 12 (eyjar og sker) til 2. september 2024. Framlengingunni er ætlað að gefa fjármála- og efnahagsráðherra færi á að ljúka endurskoðun sem ráðherra hefur boðað á kröfugerð ríkisins, sem og kortagerð vegna hennar, og tryggja að landeigendur hafi síðan nægan tíma að því loknu til að bregðast við endurskoðuðum kröfum ríkisins og eftir atvikum lýsa gagnkröfum.

Verði endurskoðun á kröfum ríkisins ekki lokið innan hæfilegs tíma fyrir 2. september kemur til greina af hálfu nefndarinnar að framlengja frestinn frekar til að tryggja að landeigendum gefist nægur tími til viðbragða. Nefndin hefur hins vegar lagt ríka áherslu á það við fjármála- og efnahagsráðherra að boðaðri endurskoðun ráðherra á kröfunum verði hraðað eins og kostur er svo að afstaða ríkisins liggi fyrir sem allra fyrst, enda hafa fjölmargir landeigendur þegar hafið vinnu við að bregðast við upphaflegri kröfugerð ríkisins."

Lagt fram til kynningar

4.Fundur Fuglaverndar og heimastjórnar

Málsnúmer 202404292Vakta málsnúmer

Fulltrúar úr heimastjórn funduðu með stjórn Fuglaverndar á Borgarfirði 26.apríl síðastliðinn.

Á fundinum kom m.a. fram að Fuglavernd mun leggja til sjálfboðaliða til að starfa í Hafnarhólma í júlí. Þá kom jafnframt fram vilji beggja til þess að taka upp gjaldskyldu í hólmann.

Fuglavernd lýsti yfir áhuga til að útvega ljósmyndir og kynningarefni til að setja upp á 3. hæð Hafnarhússins sumarið 2025.

Lagt fram til kynningar.

5.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði

Málsnúmer 202212043Vakta málsnúmer

Fulltrúi sveitarstjóra fór yfir stöðu sjóvarna og greindi frá vinnu við gerð hafnarreglugerðar og hafnarframkvæmdir.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Borgarfjarðar verður fimmtudaginn. 6. júní. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 mánudaginn 3. júní. Erindi skal senda á netfangið jon.thordarson@mulathing.is, eythor.stefansson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?