Fara í efni

Fundir sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna júlí til desember 2025

Málsnúmer 202504214

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 151. fundur - 29.04.2025

Fyrir liggja drög að fundardagatali sveitarstjórnar,fagráða og heimastjórna tímabilið júlí til desember 2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að fundardagatali sveitastjórnar, fagráða og heimastjórna út árið 2025 og vísar málinu til afgreiðslu hjá sveitastjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 131. fundur - 06.05.2025

Fyrir liggja drög að fundadagatali sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna tímabilið júlí til desember 2025.
Fjölskylduráð samþykkir drög að fundardagatalinu, júlí til desember 2025, með breytingum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 56. fundur - 08.05.2025

Fyrir liggja drög að fundadagatali sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna fyrir seinni hluta árs 2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögur að fundardagatali sveitarstjórnar og fastanefnda Múlaþings júlí til og með desember 2025.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 59. fundur - 08.05.2025

Fyrir liggja drög að fundadagatali sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna fyrir fyrri hluta árs 2025.
Heimastjórn áætlar að halda fundi sína í júní, júlí og ágúst á föstudögum, degi síðar en fundadagatal gerir ráð fyrir. Samþykkt að öðru leyti.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 58. fundur - 08.05.2025

Fyrir liggja drög að fundardagatali sveitarstjórnar,fagráða og heimastjórna tímabilið júlí til desember 2025.
Eftirfarandi lögð fram:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við fundadagatalið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 60. fundur - 09.05.2025

Lagt fram til kynningar fundardagatal nefnda og ráða júlí til desember 2025.
Heimastjórn Djúpavogs mun funda að óbreyttu 3.júlí, 14.ágúst, 4.september, 9.október, 6.nóvember og 4.desember.
Heimastjórn samþykkir framlagt fundardagatal samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 150. fundur - 19.05.2025

Fyrir liggja drög að fundardagatali sveitarstjórnar,fagráða og heimastjórna tímabilið júlí til desember 2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að fundardagatali með þeirri breytingu að fyrsti fundur ráðsins að loknu sumarleyfi verði 18. ágúst.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 59. fundur - 11.06.2025

Fyrir liggja drög að fundardagatali sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna tímabilið júlí til desember 2025 sem hefur verið staðfest af heimastjórnum og viðkomandi fagráðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi fundardagatal sveitarstjórnar og fastanefnda júlí til desember 2025 og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að það verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?