Fara í efni

Breyting á deiliskipulagi við Lagarfossvirkjun, áform um vindmyllur

Málsnúmer 202109106

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 33. fundur - 28.09.2021

Inn á fundinn tengdust þeir Magnús Kristjánsson,Þórhallur Halldórsson og Þengill Ásgrímsson frá Orkusölunni og gerðu grein fyrir tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Lagarfossvirkjun vegna áforma um vindorkunýtingu. Málið var áður til umfjöllunar hjá sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði þar sem tekið var jákvætt í erindið en ákveðið að skilgreina þurfi svæði þar sem heimilt verði að nýta til vindorkuöflunar við gerð nýs aðalskipulags í sameinuðu sveitarfélagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að beina því til umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings að tillaga Orkusölunnar að breytingu á deiliskipulagi verði tekin til umfjöllunar. Jafnframt tekur byggðaráð undir bókun bæjastjórnar Fljótsdalshéraðs dags.18.mars 2020 varðandi nauðsyn þess að skilgreina þurfi þau svæði sem heimild verði að nýta til vindorkuöflunar í Múlaþingi.


Samþykkt samhljóða

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 34. fundur - 06.10.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun byggðaráðs frá 28. september síðastliðinn þar sem því er beint til ráðsins að taka til umfjöllunar tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Lagarfossvirkjun vegna áforma um vindorkunýtingu.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 35. fundur - 20.10.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun byggðaráðs frá 28. september síðastliðinn þar sem því er beint til ráðsins að taka til umfjöllunar tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Lagarfossvirkjun vegna áforma um vindorkunýtingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir því að fulltrúi Orkusölunnar komi til fundar við ráðið og kynni áform fyrirtækisins um vindorkunýtingu við Lagarfossvirkjun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 36. fundur - 27.10.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun byggðaráðs frá 28. september síðastliðinn þar sem því er beint til ráðsins að taka til umfjöllunar tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Lagarfossvirkjun vegna áforma um vindorkunýtingu.
Inn á fundinn tengdust þeir Magnús Kristjánsson og Þórhallur Halldórsson frá Orkusölunni og gerðu grein fyrir áformum fyrirtækisins varðandi vindorkunýtingu við Lagarfossvirkjun.

Málið er í vinnslu.

Gestir

  • Magnús Kristjánsson - mæting: 08:30
  • Þórhallur Halldórsson - mæting: 08:30

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 37. fundur - 03.11.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun byggðaráðs frá 28. september síðastliðinn þar sem því er beint til ráðsins að taka til umfjöllunar tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Lagarfossvirkjun vegna áforma um vindorkunýtingu

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindi Orkusölunnar um að áfram verði haldið með skipulagsvinnu sem geri ráð fyrir nýtingu vindorku á iðnaðarsvæði I3 (Lagarfossvirkjun) í gildandi aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, sbr. þær hugmyndir sem fyrirtækið hefur kynnt. Með vísan til umsagnar Skipulagsstofnunar við áður kynnta skipulagslýsingu vegna breytingar á deiliskipulagi svæðisins samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að gerð verði breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, sbr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sem heimili þá nýtingu sem fyrirtækið hefur áform um. Jafnframt heimilar ráðið Orkusölunni að vinna deiliskipulagsbreytinguna samhliða áður nefndri breytingu á aðalskipulagi, sbr. 2. mgr. 41 gr. skipulagslaga. Ráðið vísar þeim hluta málsins er snýr að aðalskipulagi til sveitarstjórnar til afgreiðslu og til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu hvað varðar deiliskipulag.

Samþykkt með 5 atkvæðum, 1 var á móti (PH), 1 var fjarverandi (ÁHB).

Pétur Heimisson lagði fram eftirfarandi bókun:
Á fundi 28.09. 2021 fjallaði byggðaráð um þetta mál og tók þá undir bókun bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs frá 18.03. 2020 um nauðsyn þess að skilgreina þau svæði sem heimilað verði að nýta til vindorkuöflunar. Á fundi umhverfis og framkvæmdaráðs 27.10. 2021 þar sem fulltrúar Orkusölunnar kynntu verkefnið kom ekkert fram sem benti til þess að framkvæmdinni fylgdu störf til lengri tíma en framkvæmdatímans og að verkefnið væri á þessu stigi hugsað sem tilraunaverkefni til 25 - 30 ára. Án fyrirliggjandi heildarmats á því hvar vindorkuverum sé eðlilega og best fyrir komið í sveitarfélaginu fylgir einhver hætta á slysum á kostnað náttúru og lífríkis. Framangreint sýnir að með hag íbúa og náttúru að leiðarljósi eru engar forsendur til að heimila að reist verði vindorkuver við Lagarfossvirkjun og áréttað skal að slík ákvörðun væri fordæmisgefandi. Ég leggst því alfarið gegn slíkri leyfisveitingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 17. fundur - 10.11.2021

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 03.11.2021, þar sem því er beint til sveitarstjórnar að gerð verði breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 í samræmi við skipulagslög sem heimili þá nýtingu sem Orkusalan hefur áform um á iðnaðarsvæði við Lagarfossvirkjun.

Til máls tóku: þröstur Jónsson sem lagði fram bókun,Helgi Hlynur Ásgrímsson sem lagði fram bókun,Eyþór Stefánsson sem lagði fram bókun,Stefán Bogi Sveinsson,Helgi Hlynur Ásgrímsson,Þröstur Jónsson,Stefán Bogi Sveinsson,Jakob Sigurðsson,Gauti Jóhannesson og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að gerð verði breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sbr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem heimili þá nýtingu er Orkusalan hefur áform um á iðnaðarsvæði I3 í gildandi aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs. Skipulagfulltrúa falið að koma málinu í framkvæmd.

Tillagan borin upp og samþykkt með 9 atkv. 2 voru á móti (HH og ÞJ)

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Í ljósi þess að uppsetning, rekstur og förgun vindmylla til orkuvinnslu hafa mun meiri neikvæð umhverfisáhrif á einingu uppsetts afls en vatnsaflsvirkjanir, sem og að hafa minna rekstraröryggi, og í ljósi þess að virkjanlegt vatnsafl með rannsóknarleyfi á Austurlandi nemur nú allt að 140MW, þá beri að forgangsraða orkuvinnslu með vatnsafli áður en litið er til meira umhverfisspillandi og síðri kosta til orkuvinnslu í Múlaþingi svo sem vindmilla.
Ég leggst því gegn umbeðinni breytingu á aðalskipulagi við Lagarfossvirkjun.

Helgi Hlynur Ásgrímsson og Þröstur Jónsson lögðu sameiginlega fram eftirfarandi bókun:
Án fyrirliggjandi heildarmats á því hvar eða hvort vindorkuverum sé eðlilega og best fyrir komið í sveitarfélaginu fylgir einhver hætta á slysum á kostnað náttúru og lífríkis. Framangreint sýnir að með hag íbúa og náttúru að leiðarljósi eru engar forsendur til að heimila að reist verði vindorkuver við Lagarfossvirkjun og áréttað skal að slík ákvörðun væri fordæmisgefandi. Við leggjumst því alfarið gegn slíkri leyfisveitingu.

Fulltrúar Austurlistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
Austurlistinn skorar á sveitarstjórn Múlaþings að hrinda í framkvæmd eins fljótt og kostur er vinnu við heildstæða stefnumörkun um nýtingu vindorku í sveitarfélaginu. Sú stefnumörkun þarf að byggja á greiningum og mati á svæðum sem henta til slíkrar starfsemi. Best hefði farið á því að hún hefði legið fyrir, nú þegar taka á afstöðu til vindorkukosta.

Austurlistinn mælir með því að veitt verði leyfi fyrir byggingu og rekstri tveggja vindmylla við Lagarfossvirkjun í tilraunaskyni. Litið er til ávinnings af því að reisa myllurnar þar enda hefur því svæði nú þegar verið raskað.

Austurlistinn leggur áherslu á að rekstraraðili hugi að mótvægisaðgerðum m.a. vegna umhverfisáhrifa og dýralífs og gengið verði þannig frá málum af hálfu sveitarfélagsins að skýrt verði hver beri ábyrgð á að fjarlægja búnað að tilraun lokinni. Jafnframt ítrekar Austurlistinn þá afstöðu sína að um tilraunaverkefni er að ræða og óháð niðurstöðum þess mun sveitarfélagið ráða för um frekari uppbyggingu vindorkukosta á svæðinu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 16. fundur - 06.12.2021

Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Lagarfossvirkjun vegna áforma um vindorkunýtingu

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar 3. nóvember 2021:
Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Lagarfossvirkjun vegna áforma um vindorkunýtingu

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar 3. nóvember 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindi Orkusölunnar um að áfram verði haldið með skipulagsvinnu sem geri ráð fyrir nýtingu vindorku á iðnaðarsvæði I3 (Lagarfossvirkjun) í gildandi aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, sbr. þær hugmyndir sem fyrirtækið hefur kynnt. Með vísan til umsagnar Skipulagsstofnunar við áður kynnta skipulagslýsingu vegna breytingar á deiliskipulagi svæðisins samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að gerð verði breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, sbr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sem heimili þá nýtingu sem fyrirtækið hefur áform um. Jafnframt heimilar ráðið Orkusölunni að vinna deiliskipulagsbreytinguna samhliða áður nefndri breytingu á aðalskipulagi, sbr. 2. mgr. 41 gr. skipulagslaga. Ráðið vísar þeim hluta málsins er snýr að aðalskipulagi til sveitarstjórnar til afgreiðslu og til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu hvað varðar deiliskipulag.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs um að heimila Orkusölunni að vinna deiliskipulagsbreytinguna samhliða áður nefndri breytingu á aðalskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?