Fara í efni

Strandsvæðisskipulag á Austfjörðum

Málsnúmer 202104121

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 20. fundur - 28.04.2021

Umfjöllun um málið er vísað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 21. fundur - 05.05.2021

Málinu var frestað á síðasta fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs að beiðni PH.

HÞ og PH lögðu fram eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð:
Umhverfis- og framkvæmdaráð beinir því til sveitarstjórnar að nýta þá viðamiklu grunnvinnu sem fyrir liggur, vegna strandsvæðaskipulags á Austurlandi sem byggir með því ákvarðanir sínar í þessum efnum á faglegum forsendum. Einnig að sveitarstjórn upplýsi Fiskeldi Austfjarða um þann vilja sinn að áform um laxeldi í Seyðisfirði verði sett í skipulagsferli Haf- og strandsvæða. Þannig verði öllum hagsmunaaðilum, íbúum sem öðrum hleypt að borðinu og eldið vegið og metið með öllum öðrum hagsmunum. Slíkt verklag gæti stuðlað að meiri samfélagslegri sátt sem Haf - og strandsvæðaskipulagi er m.a. ætlað að gera. Það væri í anda laga um fiskeldi og Landsskipulagsstefnu 2015 - 2026, þar sem áhersla er á að gæta heildarhagsmuna og að reyna að koma í veg fyrir árekstra ólíkra nýtingar og verndarsjónarmiða.

SBS lagði fram vísunartillögu þess efnis að tillögu HÞ og PH ásamt greinagerð verði vísað til sveitarstjórnar.

Vísunartillaga var borin upp og samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 12. fundur - 12.05.2021

Fyrir lá bókunartillaga er lögð hafði verið fyrir fund umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 5. maí 2021, og samþykkt var að vísa til sveitarstjórnar.

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir, sem lagði fram og kynnti tillögu sína og Péturs Heimissonar í umhverfis- og framkvæmdaráði. Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti og lagði fram tillögu. Jódís Skúladóttir, Elvar Snær Kristjánsson, Jódís Skúladóttir, Eyþór Stefánsson, Hildur Þórisdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Jódís Skúladóttir, Þröstur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, Elvar Snær Kristjánsson, Vilhjálmur Jónsson, Jódís Skúladóttir, Gauti Jóhannesson og Jódís Skúladóttir.

Hildur Þórisdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:
,,Umhverfis- og framkvæmdaráð beinir því til sveitarstjórnar að nýta þá viðamiklu grunnvinnu sem fyrir liggur vegna strandsvæðaskipulags á Austurlandi sem byggir með því ákvarðanir sínar í þessum efnum á faglegum forsendum. Einnig að sveitarstjórn upplýsi Fiskeldi Austfjarða um þann vilja sinn að áform um laxeldi í Seyðisfirði verði sett í skipulagsferli Haf- og strandsvæða. Þannig verði öllum hagsmunaaðilum, íbúum sem öðrum hleypt að borðinu og eldið vegið og metið með öllum öðrum hagsmunum. Slíkt verklag gæti stuðlað að meiri samfélagslegri sátt sem Haf - og strandsvæðaskipulagi er m.a. ætlað að gera. Það væri í anda laga um fiskeldi og Landsskipulagsstefnu 2015 - 2026, þar sem áhersla er á að gæta heildarhagsmuna og að reyna að koma í veg fyrir árekstra ólíkra nýtingar og verndarsjónarmiða."

Tillagan borin upp og greiddu 2 henni atkv. (HÞ og JSk) 7 voru á móti, en 2 sátu hjá (ES og KS).

Eftirfarandi tillaga, sem Stefán Bogi Sveinson kynnti, lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings leggur áherslu á mikilvægi þess að unnið verði hratt og markvisst að því að ljúka við gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum. Sveitarstjórn ítrekar mikilvægi þess að í skipulagsferlinu og við leyfisveitingar verði tekið tillit til þeirra ábendinga sem fram hafa komið af hálfu sveitarfélagsins varðandi laxeldi í Seyðisfirði. Jafnframt hvetur sveitarstjórn fulltrúa Fiskeldis Austfjarða til að kynna áform sín um starfsemi ítarlega fyrir íbúum um leið og aðstæður leyfa, svo sem með íbúafundum, með það fyrir augum að stuðla að gagnsæi og sátt um verkefnið.

Samþykkt með 9 atkv. 1 var á móti (JSk), og 1 sat hjá (HÞ).

Jódís Skúladóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
“Fulltrúi VG í sveitarstjórn Múlaþings skorar á meirihluta sveitarstjórnar, með aðild heimastjórnar á Seyðisfirði, að standa fyrir íbúafundi um fiskeldisáform í Seyðisfirði. Einnig að sveitarfélagið hvetji Fiskeldi Austfjarða til að setja áform sín um fiskeldi í Seyðisfirði í lýðræðislegt skipulagsferli haf- og strandsvæða. Fulltrúi VG telur þetta lágmarkskröfu til að mæta viðhorfum meirihluta íbúa á Seyðisfirði sem ekki hefur verið hlustað á.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 61. fundur - 29.08.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni um umsögn við tillögu um strandsvæðaskipulag Austfjarða. Frestur til að skila inn umsögn er til 15. september næst komandi.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.
Málið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 62. fundur - 05.09.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni um umsögn við tillögu um strandsvæðaskipulag Austfjarða. Frestur til að skila inn umsögn er til 15. september næst komandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu um strandsvæðaskipulag Austfjarða. En bendir hins vegar á að æskilegra væri að skipulagsvald sveitarfélaga næði til hafsvæða inni á fjörðum þar sem sú staða getur verið uppi að mannvirki á haffletinum hafi eins mikil áhrif á umhverfi og ásýnd líkt og þau sem eru á landi.
Allir sem vilja sig láta varða skipulag svæðisins eru hvattir til að kynna sér skipulagstillöguna og koma á framfæri ábendingum og eða athugasemdum við skipulagstillöguna og umhverfismat hennar.

Samþykkt með 4 atkvæðum, 2 (PH, ÞÓ) eru á móti, 1 (ÁHB) sat hjá.

Fulltrúar V-lista (PH og ÞÓ) leggja fram eftirfarandi bókun:
Tekið skal fram að við erum sammaála því sem segir um að æskilegt sé skipulagsvald sveitarfélaga í fjörðum verði meira en nú er.

Tillaga að skipulagi haf- og strandsvæða Austfjarða sýnist ekki unnin með það að leiðarljósi að leita og taka tillit til allra sjónarmiða og er að okkar mati að miklu leyti þjónkun við fiskeldisfyrirtæki. Í öllum tilvikum er gert ráð fyrir því eldi sem leyfi hafa fengist fyrir, sem alls ekki er eðlilegt við skipulagsgerð sem þessa, þar sem horfa skal til allra hagsmuna. Á engan hátt verður séð að horft hafi verið til annarra hagaðila né gætt annarra sjónarmiða og t.d. ekki til þekktra veiðislóða og hrygningarsvæða, þ.e. atriða sem varða aðra nýtingu hafsins en til fiskeldis. Ekki er heldur tekið tillit til sjónarmiða ferðamennsku eins og t.d. varðandi útsýni, kajakferðir, ljósmengun. Steininn tekur úr í fyrrnefndri þjónkun við fiskeldið, að meira að segja í Mjóafirði þar sem ekki liggja fyrir leyfi fyrir laxeldi, þá er gert ráð fyrir eldiskvíum þar.
Seyðisfjörður, enn ósnortinn af laxeldi, fer ekki varhluta af óvönduðum vinnubrögðum í skipulaginu. Lítið er gert úr mögulegri vá af ofanflóðum gagnvart uppbyggingu fiskeldis í Seyðisfirði. Í tillögunni er ekki virt það stóra atriði í umhverfismati Skipulagsstofnunar, að eldiskvíar í firðinum geti haft áhrf á og minnkað öryggi siglingaleiða og þar með sjófarenda um fjörðinn. Þá virðir tillagan ekki helgunarmörk sæstrengsins Farice-1 og ógnar því mögulega fjarskiptum. Síðast en ekki síst er í tillögunni á engan hátt tekið mið af þeirri leiðsögn sem felst í því að 55% Seyðfirðinga lýstu sig algjörlega andvíga laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði, en sveitarfélagið Múlaþing var m.a. stofnað á grunni hugmynda um íbúalýðræði. Við teljum þurfa að vanda betur til endanlegrar tillögu og leggjumst alfarið gegn tillögunni í núverandi mynd.

Getum við bætt efni þessarar síðu?