Fara í efni

Verndarsvæði í byggð, Djúpivogur

Málsnúmer 202209190

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 79. fundur - 06.03.2023

Íbúafundur var haldinn á Djúpavogi 21. febrúar síðast liðinn þar sem fulltrúar sveitarfélagsins ásamt starfsmönnum frá Minjastofnun Íslands fóru yfir framtíð verndarsvæðis í byggð á Djúpavogi. Fyrir ráðinu liggur að fjalla um næstu skref verkefnisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman drög að endurskoðun skilmála verndarsvæðis í byggð á Djúpavogi í samræmi við umræður á fundinum auk athugasemda sem komu fram á íbúafundi og í erindum til sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 83. fundur - 24.04.2023

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið og kynnir minnisblað varðandi verndarsvæði í byggð á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að útfæra nánar þau atriði sem eru útlistuð í minnisblaðinu og fela í sér breytingu á skipulagsmörkum verndarsvæðisins hvað varðar Kirkjuaurinn og Bjarg. Svæðið mun eftir sem áður tilheyra hverfisvernd í gildandi aðalskipulagi Djúpavogshrepps.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 85. fundur - 22.05.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að breytingu á mörkum verndarsvæðis í byggð á Djúpavogi.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að vinna tillögu að breytingu á mörkum Verndarsvæðisins við Voginn í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 98. fundur - 30.10.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að breytingu á Verndarsvæði við voginn á Djúpavogi. Breytingar eru gerðar á afmörkun verndarsvæðis og kafla um skilmála.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Ráðið felur jafnframt fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi að kynna tillöguna á fyrirhuguðum íbúafundi í nóvember.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 43. fundur - 09.11.2023

Fyrir fundinum lá tillaga að breytingu á Verndarsvæði við voginn á Djúpavogi sem umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum 30. október sl.

Heimastjórn á Djúpavogi gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 41. fundur - 15.11.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 30.10.2023, Verndarsvæði í byggð á Djúpavogi.

Til máls tók: Jónína Brynjólfsdóttir

Við fundarstjórn tók Hildur Þórisdóttir á meðan Jónína Brynjólfs tók til máls undir þessu máli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að auglýsa tillögu til ráðherra að breytingu á verndarsvæði í byggð á Djúpavogi í samræmi við ákvæði 2.gr. reglugerðar nr. 575/2016. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá (BVW)

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 108. fundur - 19.02.2024

Auglýsingu tillögu breytinga á verndarsvæði í byggð á Djúpavogi lauk 10. janúar sl. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands en engar athugasemdir bárust frá almenningi. Fyrirliggjandi tillaga hefur verið lagfærð með tilliti til ábendinga Minjastofnunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi breytingartillögu fyrir Verndarsvæðið við voginn og leggur til við sveitarstjórn að hún verði send ráðherra til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 46. fundur - 13.03.2024

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 19.02.2024, varðandi verndarsvæði í byggð á Djúpavogi.

Til máls tók: Ívar Karl Hafliðason.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi breytingartillaga fyrir Verndarsvæðið við voginn verði send ráðherra til staðfestingar. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?