Fara í efni

Upplýsingar vegna Covid-19

Frá aðgerðastjórn almannavarna

Í morgun kom upp kórónuveirusmit sem hefur tengsl við leikskólann á Seyðisfirði. Smitrakning stendur yfir og er viðbúið að töluverður fjöldi verði settur í sóttkví. Ákveðið var að bjóða upp á skimun á Seyðisfirði á morgun í tengslum við smitrakninguna, þeir aðilar sem skimun nær til verða látnir vita.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn

Nýlega greind smit minna okkur á að við höldum okkur heima ef kvef eða pestareinkenna verður vart. Leitum þá ráðgjafar í heilsugæslunni um sýnatöku líkt og áður. Gerum þetta saman.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 8. maí.

Tveir eru enn í einangrun á Austurlandi frá því á mánudag í síðustu viku. Báðir eru við ágæta heilsu og standa vonir til að þeir ná fullri heilsu fljótlega. Bólusetningar ganga vel og framboð á bóluefni er gott. Aðgerðastjórn hvetur fólk til að nýta sér það og mæta þegar það fær boð um bólusetningu. Með bólusetningu tryggjum við eigið öryggi en verjum líka okkar nánustu og stuðlum að hinu eftirsótta hjarðónæmi í samfélaginu.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi

Tveir einstaklingar greindust smitaðir í fjórðungnum í gær, á Vopnafirði líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum. Þeir tilheyra sömu fjölskyldu og höfðu verið í sóttkví frá kvöldi 26. maí. Uppruni smitanna er þekktur og er ekki á Austurlandi heldur tengist ferðum viðkomandi utan svæðisins. Því er ekki talin hætta á að viðkomandi hafi smitað aðra.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðarstjórn Austurlands

Njótum tilslakana en gætum á sama tíma að því að fara ekki svo hratt um dyr gleðinnar að þær skellist enn á ný. Höldum þeim opnum og gerum það saman.
Lesa

Sóttvarnareglur rýmkaðar en enn þarf að fara með gát

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi kom saman þriðjudaginn 25. maí og sendi í kjölfarið frá sér eftirfarandi tilkynningu: „Nýjar sóttvarnareglur tóku gildi í gær og voru rýmkaðar talsvert. Heimilt er nú allt að hundrað og fimmtíu einstaklingum að koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Njótum þessa en förum engu að síður varlega enda það ítrekað sýnt sig að veiran er lítt fyrirsjáanleg. Gætum að okkar persónubundnu smitvörnum sem fyrr og sýnum sérstaka aðgát þar sem margir koma saman, svo sem á menningar- og íþróttaviðburðum. Þar mega enn fleiri koma saman eða þrjú hundruð gestir að uppfylltum skilyrðum.
Lesa

Stóra bólusetningarvikan á Austurlandi

Norræna kom í gær til Seyðisfjarðar með 55 farþega innanborðs. Fimmtíu og einn þeirra fór í sýnatöku en fjórir hugðust halda áfram með skipinu og fóru því ekki í land. Tuttugu og tveir farþeganna fengu gistingu á sóttvarnarhótelinu í Hallormsstað. Aðrir ljúka sóttkví sinni annarsstaðar þar sem yfirvöld heimila.
Lesa

Ekkert nýtt smit hefur greinst á Austurlandi nýverið

Ástandið í fjórðungi drekans telst því nokkuð gott þrátt fyrir allt. Öll teljast smitin til landamærasmita en ekki samfélags. Þau fundust í tíma og eru einangruð eins og hægt er. Hætta er því hverfandi á dreifingu þeirra.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn, COVID-19

Tilkynning síðan í gær, sunnudag 28. mars. Fimm eru enn í einangrun á Austurlandi vegna landamærasmita. Einn tíu smitaðra skipverja um borð í súrálsskipi við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði var síðdegis í dag fluttur með sjúkraflugi á Landspítala. Tilefni flutningsins var viss versnun einkenna á þann hátt að samkvæmt áður gerðri áætlun þótti rétt að flytja hann til öryggis á sjúkrahús. Ástand annarra smitaðra um borð telst stöðugt.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi

Í stuttu máli erum við komin á fornar slóðir fyrri bylgna faraldursins með þeim ströngu reglum er þá giltu. Helstu breytingarnar lúta að óformlegum leiðbeiningum sóttvarnaryfirvalda varðandi ferðalög. Þó ekki sé beinlínis hvatt til þeirra utanhúss að þessu sinni þá er áherslan ekki heldur á ferðalag innanhúss líkt og var um síðustu páska. Þess í stað er lagt fyrir fífldjarfa ferðalanga sem hyggjast leggja í hann að fara þá ofurvarlega á ókunnum lendum. Í því felst að halda sínum ranni þétt að sér og öðrum frá, sem og að gæta að persónubundnum sóttvörnum; tveggja metra reglu, grímunotkun, handþvotti og sprittun snertiflata.
Lesa
Getum við bætt efni þessarar síðu?