Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Selskóg

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum 19. ágúst 2020 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Selskóg, skv. ákv. gr. 4.6.1 í skipulagsreglugerð. Skipulagstillagan er kynnt á vinnslustigi í samræmi við 4.mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 80 ha. að stærð. Egilsstaðabær keypti Selskóg árið 1992 og hófst þá uppbygging skógarins sem í dag er orðinn að vinsælu útivistarsvæði í jaðri þéttbýlisins á Egilsstöðum.