Fara í efni

Fréttir

Opið fyrir umsóknir um listamannadvöl á Seyðisfirði

Skaftfell á Seyðisfirði hefur nú opnað fyrir umsóknir um listamannadvöl árið 2023
Lesa

Sumarlokun skrifstofa og sumarfrí sveitarstjórnar

Sumarlokun skrifstofa sveitarfélagsins á Borgarfirði, Seyðisfirði og Djúpavogi verður 4. júlí til 1. ágúst. Skrifstofan á Egilsstöðum verður lokuð frá 18. júlí til 1. ágúst.
Lesa

Samningur gerður um fullnaðarhönnun á Baugi Bjólfs

Múlaþing hefur samið við Arkibygg og exa nordic um fullnaðarhönnun á útsýnisstaðnum við Bjólf. Múlaþing hlaut styrk frá Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða til að vinna áfram vinningstillöguna og stefnt er að því að hún verði tilbúin í haust.
Lesa

Kynningarfundur um tillögu að strandsvæðisskipulagi á Austfjörðum - Seyðisfirði

Fyrir liggur tillaga að Strandsvæðisskipulagi Austfjarða 2022 sem kynnt er samkvæmt 12. gr. laga um skipulag haf- og strandsvæða nr. 88/2018. Fundur á Seyðisfirði verður haldinn í menningar- og félagsheimilinu Herðubreið, 28 júní klukkan 16:30-18:00.
Lesa

Austurland, mögulegar rafmagnstruflanir í dag

Mögulega verða rafmagnstruflanir á Vopnafirði, á Héraði, Borgarfirði, Seyðisfirði og Mjóafirði fimmtudaginn 23. júní frá klukkan 09:00 til klukkan 18:00.
Lesa

Kynning á umhverfismatsskýrslu Fjarðarheiðarganga

Vegagerðin verður með opið hús í tengslum við kynningartíma umhverfismatsskýrslu Fjarðarheiðarganga. Opnu húsin verða á eftirfarandi stöðum: Félagsheimilinu Herðubreið, Seyðisfirði, 21. júní frá klukkan 14 til 18 og í Egilsstaðaskóla 22. júní frá klukkan 14 til 18. Umhverfismatsskýrsla Fjarðarheiðarganga er nú í kynningu hjá Skipulagsstofnun. Öllum er velkomið að senda inn umsagnir um umhverfismatið og er frestur til þess til 5. júlí 2022. Umsagnir skulu berast til Skipulagsstofnunar.
Lesa

Frá kumlum til stríðsminja: Umfangsmikil fornleifarannsókn í Firði – leiðsögn og fyrirlestur

Fornleifafræðingar verða með leiðsögn við uppgröftinn í hverri viku og hefst leiðsögnin 16. júní klukkan 14 og verður eftir það á sama tíma á hverjum föstudegi. Einnig flytur Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur og stjórnandi fyrirlestur um fornleifarannsóknina fyrir bæjarbúa og aðra sem áhuga hafa. Fyrirlesturinn verður haldinn í Herðubreið þann 28. júní klukkan 17:30.
Lesa

17. júní í Múlaþingi - uppfært

Uppfært. Dagskrá þjóðhátíðardagsins í Múlaþingi er fjölbreytt og skemmtileg.
Lesa

360° Sýndarferðalag komið í loftið

Vefurinn gefur fólki tækifæri á að skoða sveitafélögin Múlaþing og Fljótsdalshrepp með 360° útsýni og lesa sér til um vissa áningarstaði, kynna sér gönguleiðir og helstu þjónustu.
Lesa

Vatnslaust á Seyðisfirði - Uppfært

Í morgun rofnaði þrýstirör að neðstu vatnsaflsvirkjuninni í Fjarðará á Seyðisfirði. Svo óheppilega vill til að nærri rofinu liggur aðveiturör vatnsveitunnar, sem fór í sundur. Því er bærinn allur vatnslaus. Viðgerð er lokið.
Lesa
Getum við bætt efni þessarar síðu?