27.11.22
Fréttir
Veðurhorfur og mat á aðstæðum á Seyðisfirði, 27.11
Úrkoma síðasta sólarhring var ekki nema 7-8 mm samkvæmt úrkomumælum í Seyðisfirði. Almennt hafa hreyfingarnar ekki verið miklar, mest tæpir 10 cm í Búðarhrygg frá því í byrjun nóvember sem hefur ekki gefið tilefni til aðgerða. Utan hryggjarins hefur hreyfing verið mun minni og hefur dregið úr henni í nótt frá því sem verið hefur síðustu daga.