Fara í efni

Yfirlit frétta

Veðurhorfur og mat á aðstæðum á Seyðisfirði, 27.11
27.11.22 Fréttir

Veðurhorfur og mat á aðstæðum á Seyðisfirði, 27.11

Úrkoma síðasta sólarhring var ekki nema 7-8 mm samkvæmt úrkomumælum í Seyðisfirði. Almennt hafa hreyfingarnar ekki verið miklar, mest tæpir 10 cm í Búðarhrygg frá því í byrjun nóvember sem hefur ekki gefið tilefni til aðgerða. Utan hryggjarins hefur hreyfing verið mun minni og hefur dregið úr henni í nótt frá því sem verið hefur síðustu daga.
Veðurhorfur og mat á aðstæðum á Seyðisfirði
25.11.22 Fréttir

Veðurhorfur og mat á aðstæðum á Seyðisfirði

Óvissustig er í gildi á Austfjörðum vegna skriðuhættu. Töluvert rigndi í gær og mikið hefur rignt í landshlutanum í haust. Grunnvatnsstaða er há þar sem hún er mæld, á Seyðisfirði og Eskifirði og má gera ráð fyrir að hún sé almennt há í landshlutanum.
Veðurhorfur og mat á aðstæðum á Seyðisfirði, 24.11
24.11.22 Fréttir

Veðurhorfur og mat á aðstæðum á Seyðisfirði, 24.11

Á meðan úrkomutíð er á Austfjörðum verða daglegar fréttir um aðstæður á Seyðisfirði birtar á Bloggsíðu Veðurstofu Íslands þannig að íbúar geti fylgst með þróun mála. Fréttir verða með sama sniði og í fyrra og munu upplýsingar birtast daglega fyrir hádegi. Þegar aðstæður verða orðnar skaplegri verður fréttum fækkað og birtar þar vikulega.
Óvissustig á Austurlandi
23.11.22 Fréttir

Óvissustig á Austurlandi

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýsir yfir óvissustigi almannavarna á Austurlandi vegna skriðuhættu.
Mynd: Veðurstofa Íslands
19.11.22 Fréttir

Ný bloggfærsla Veðurstofu Íslands frá 21. nóvember

Meðfylgjandi er bloggpistill Veðurstofu
Myndin vinstra megin sýnir hreyfingar síðustu 24 klst og myndin hægra megin sýnir hreyfingar síðustu…
16.11.22 Fréttir

Úrkoma á Seyðisfirði

Á meðan að úrkomutíð er á Austfjörðum verða daglegar fréttir um aðstæður á Seyðisfirði birtar fyrir hádegi á Bloggsíðu Veðurstofu Íslands þannig að íbúar geta fylgst með þróun mála. 
Upplýsingafundur í dag kl. 16:30 fyrir íbúa Seyðisfjarðar
15.11.22 Fréttir

Upplýsingafundur í dag kl. 16:30 fyrir íbúa Seyðisfjarðar

Krækja og upplýsingar vegna upplýsingafundar fyrir íbúa Seyðisfjarðar sem haldin verður í dag.
Mynd: Veðurstofa Íslands
14.11.22 Fréttir

Íbúafundur vegna úrkomu undanfarinna daga

Íbúafundur verður á vegum Múlaþings með íbúum Seyðisfjarðar á morgun kl. 16:30 vegna úrkomunnar
Mynd eftir reza shayestehpour fengin af Unsplash
11.11.22 Fréttir

Vegna rigningar undanfarna daga

Töluvert hefur rignt á Austfjörðum og þar með á Seyðisfirði undanfarna daga og eðlilegt að það veki áhyggur hjá sumum. 
Úrkoma í norðurhluta Austfjarða
09.11.22 Fréttir

Úrkoma í norðurhluta Austfjarða

Spáð er skammvinnri en ákafri úrkomu á norðurhluta Austfjarða í kvöld, þar sem búast má við allt að 50 mm úrkomu í byggð. Úrkomuákefðin verður mest um 4-6 mm á láglendi og hiti á bilinu 0-5° C og því má búast við því að það rigni á láglendi en snjói til fjalla. Fram að helgi má svo búast við áframhaldandi rigningu en ekki er spáð mikilli ákefð og því gæti uppsöfnuð úrkoma á næstu dögum farið upp undir 100 mm.
Getum við bætt efni þessarar síðu?