Fara í efni

Yfirlit frétta

Auglýsing um samþykkt Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044
27.09.22 Fréttir

Auglýsing um samþykkt Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044

Svæðisskipulagsnefnd Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) samþykkti þann 2. september 2022 tillögu að Svæðisskipulagi Austurlands 2022–2044 í samræmi við 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við 16. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Aftakaveður á morgun frá hádegi og fram á kvöld
24.09.22 Fréttir

Aftakaveður á morgun frá hádegi og fram á kvöld

Íbúar eru hvattir til að huga að lausamunum og að vera ekki á ferð á meðan veðurhamur er hvað verstur
Íþróttavika Evrópu
23.09.22 Fréttir

Íþróttavika Evrópu

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23.-30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Í samstarfi við ÍSÍ tekur Múlaþing þátt og er margt í boði í sveitarfélaginu.
Orðsending til íbúa á Seyðisfirði
21.09.22 Fréttir

Orðsending til íbúa á Seyðisfirði

Um þessar mundir standa yfir framkvæmdir við Garðarsveginn og þeim fylgir mikið rask. Eitt af því sem valdið hefur óþægindum er moldin á Garðarsveginum.
Kubota beltavagn til sölu
15.09.22 Fréttir

Kubota beltavagn til sölu

Múlaþing auglýsir til sölu Kubota beltavagn, árgerð 2001. Vélin er keyrð 438 tíma og er til sýnis við þjónustumiðstöðina á Seyðisfirði. Frekari upplýsingar um vélina veitir Sveinn Ágúst Þórsson í síma 896-1505.
Sundleikfimi á Seyðisfirði
15.09.22 Fréttir

Sundleikfimi á Seyðisfirði

Sundleikfimi hefst á Seyðisfirði þriðjudaginn 4. október og stendur til og með 13. desember. Tímar verða á þriðjudögum frá klukkan 17:00-18:00 í Sundhöll Seyðisfjarðar en kennari er Unnur Óskarsdóttir. Hámarksfjöldi þátttakenda er 15 en sundleikfimi er góð fyrir þá sem eru með stoðkerfisvanda.
Fundur Sveitarstjórnar Múlaþings
09.09.22 Fréttir

Fundur Sveitarstjórnar Múlaþings

Fundur Sveitarstjórnar Múlaþings númer 27 verður haldinn þann 14. september 2022 og hefst kl. 14:00
Sjávarútvegsskóli unga fólksins á Austurlandi 2022
06.09.22 Fréttir

Sjávarútvegsskóli unga fólksins á Austurlandi 2022

Sjávarútvegsskóla unga fólksins á Austurlandi er nú lokið. Kennt var samtals í 5 vikur eða frá 6. júní til 7. júlí. Skólinn var kenndur á Vopnafirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Neskaupsstað og á Seyðisfirði í eina viku á hverjum stað. Nemendum frá Egilsstöðum var ekið til Seyðisfjarðar. Samtals voru nemendur 42 sem höfðu lokið 8. bekk í grunnskóla.
Starf forstöðuaðila skíðasvæðisins í Stafdal laust til umsóknar
31.08.22 Fréttir

Starf forstöðuaðila skíðasvæðisins í Stafdal laust til umsóknar

Fjölskyldusvið Múlaþings auglýsir starf forstöðuaðila skíðasvæðisins í Stafdal. Um er að ræða 100% starf sem ráðið er í frá hausti 2022. Í starfinu felst dagleg umsjón með rekstri skíðasvæðisins, starfsmannahald, samskipti við notendur og kynningarstarf. Leitað er að aðila með reynslu af útivist og skíðamennsku með brennandi áhuga og drifkraft til þess að vinna að þróun og utanumhaldi svæðisins.
Fjarðarheiðargöng, opin hús vegna breytinga á aðalskipulagi
17.08.22 Fréttir

Fjarðarheiðargöng, opin hús vegna breytinga á aðalskipulagi

Múlaþing auglýsir opið hús í tengslum við kynningartíma aðalskipulagsbreytinga vegna Fjarðarheiðarganga. Til kynningar eru vinnslutillögur að breytingu á gildandi aðalskipulögum Seyðisfjarðarkaupstaðar og Fljótsdalshéraðs vegna legu ganganna og vegtenginga.
Getum við bætt efni þessarar síðu?