18.01.21
Fréttir
Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga 18. janúar
Haldinn verður upplýsingafundur fyrir Seyðfirðinga mánudaginn 18. janúar kl. 17.00. Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu mála. Fundurinn fer fram í gegnum Facebooksíðu Múlaþings. Farið verður yfir helstu atriði sem fram koma á fundinum á ensku og pólsku. Íbúar geta sent inn spurningar fyrir fundinn á netfangið mulathing@mulathing.is