Fara í efni

Yfirlit frétta

Ljósmynd fengin af vef lögreglunnar.
14.02.21 Fréttir

Áfram óvissustig vegna ofanflóða

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjóranum á Austurlandi og Veðurstofu Íslands: Óvissustig vegna ofanflóða á Austurlandi Veðurspá lítur betur út fyrir Seyðisfjörð en hún gerði í gær. Munurinn er þó ekki mikill og vel er fylgst með áfram. Mesta úrkoma hingað til hefur mælst á Fáskrúðsfirði, rúmir 25 mm í nótt, rúmlega 20 mm á Eskifirði og í Neskaupstað og um 17 mm á Seyðisfirði en minni úrkoma mælist á nýja úrkomumælinum í Botnum. Á öllum stöðum eru snjóathugunarmenn að störfum. Fylgst er með gögnum úr GPS mælum, alstöð og vatnshæðarmælum á Seyðisfirði ásamt veður og snjómælum.
Ljósmund Ingólfur Haraldsson.
12.02.21 Fréttir

Búið er að móta varnargarða ofan við Tækniminjasafnið og Slippinn

Veðurspá og aðstæður um helgina: Spáð er hlýnandi veðri um helgina með talsverðri rigningu, einkum sunnan- og suðaustanlands, en einnig á Austfjörðum á sunnudag. Á Austfjörðum er töluverður snjór til fjalla sem mun blotna og fylgjast þarf með hættu á bæði votum snjóflóðum og skriðuföllum. Af þessum sökum verður aukin ofanflóðavöktun um helgina og fylgst með því hvernig aðstæður þróast á Seyðisfirði. Metið verður um helgina hvort grípa þurfi til rýmingar eða annarra ráðstafana. Tilkynning vegna þessar verður á þessum vettvangi sendur út í dag milli klukkan 13 og 16.
Öskudagurinn á tímum Covid
11.02.21 Fréttir

Öskudagurinn á tímum Covid

Eftir fund aðgerðastjórnar almannavarna á Austurlandi þriðjudaginn 9. febrúar var eftirfarandi tilkynning gefin út um Öskudaginn: Öskudagurinn 17. febrúar nálgast og eðlilega eru miklar væntingar barna honum tengdar. Sóttvarnayfirvöld eru meðvituð og hvetja til þess sem þau kalla Öðruvísi öskudag og má lesa um á Covid.is
10.02.21 Fréttir

Sveitarstjórnarfundur í beinni útsendingu

8. Sveitarstjórnarfundur sveitarstjórnar Múlaþings
Bráðabirgðarrýmingarkort- og áætlun
10.02.21 Fréttir

Bráðabirgðarrýmingarkort- og áætlun

Að gefnu tilefni er fólki bent á að bráðabirðgarrýmingarkort- og áætlun liggur frammi til sýnis í Þjónustumiðstöð Almannavarna í Herðubreið á Seyðisfirði. Fólki er velkomið að kíkja við og koma með athugasemdir, ef einhverjar eru. Áætlanirnar munu liggja frammi út föstudaginn 12. febrúar. Ef fólk vill koma á framfæri athugasemdum þarf að gera það fyrir klukkan 16 föstudaginn 12. febrúar. Þjónustumiðstöð Almannavarna
Sveitarstjórnarfundi seinkar
10.02.21 Fréttir

Sveitarstjórnarfundi seinkar

Af óviðráðanlegum orsökum seinkar útsendingi á áttunda sveitarstjórnarfundi Múlaþings um 10 mínútur í dag miðvikudaginn 10. febrúar. 
Félagsheimilið Herðubreið Seyðisfirði.
10.02.21 Fréttir

Sveitarstjórnarfundur í beinni útsendingu

Áttundi fundur Sveitarstjórnar Múlaþings verður haldinn í Herðubreið, Seyðisfirði, 10. febrúar 2021 og hefst kl. 14:00. Fundinum verður streymt í beinni útsendingu.
Ljósmynd frá List í ljósi 2017
09.02.21 Fréttir

List í ljósi 2021 - dagskrá

Vakin er athygli á því að dagskrá er komin fyrir List í ljósi, sem fram fer á Seyðisfirði dagana 12. - 14. febrúar næst komandi. 
Fáðu þér G-Vítamín!
09.02.21 Fréttir

Fáðu þér G-Vítamín!

Frítt inn á valin söfn í samstarfi við sveitarfélög um land allt miðvikudaginn 10.febrúar. Geðhjálp stendur fyrir átakinu G-Vítamín á þorra þar sem verndandi þáttum geðheilsu er gefinn gaumur. Alla daga þorrans er bent á eina aðgerð á dag sem nota má sem G-vítamín.
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn
09.02.21 Fréttir

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

Í tilefni dagsins er hægt að mæla með því að foreldrar og börn kíki á vefsíðu SAFT, þar sem hægt er að finna ýmsan fróðleik varðandi örugga netnotkun. Meðal annars má þar finna glænýjan bækling sem nefnist Ung börn og snjalltæki, en honum verður einnig dreift í alla leikskóla landsins nú í febrúar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?