Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

85. fundur 22. maí 2023 kl. 08:30 - 11:55 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
 • Þórhallur Borgarson varaformaður
 • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
 • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
 • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
 • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Sóley Valdimarsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Skipulagsfulltrúi, Sigurður Jónsson, sat fundinn undir málum nr. 5 til 8.

1.Málefni hafna í Múlaþingi

Málsnúmer 202111134Vakta málsnúmer

Hafnastjóri og staðgengill hafnastjóra fóru yfir helstu verkefni á sviði hafnamála.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir fyrirliggjandi tillögu að stefnumörkun hafna Múlaþings og felur hafnastjóra að birta stefnuna á heimasíðu. Umhverfis- og framkvæmdaráð felur hafnastjóra jafnframt að svara innsendu erindi sem lá fyrir fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

 • Gauti Jóhannesson - mæting: 08:30
 • Björn Ingimarsson - mæting: 08:30

2.Skýrsla framkvæmda- og umhverfismálastjóra

Málsnúmer 202203147Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir helstu verkefni sem eru í gangi og á döfinni.

Lagt fram til kynningar.

3.Styrkvegir 2023

Málsnúmer 202212050Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar umsókn Múlaþings í styrkvegasjóð Vegagerðarinnar 2023.

Lagt fram til kynningar.

4.Fundir sveitarstjórnar, ráða og heimastjórna í ágúst til desember 2023

Málsnúmer 202305150Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að fundardagatali allra nefnda fram til árs loka 2023.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fundadagar ráðsins í júlí og ágúst verði sem hér segir: 3. júlí, 14., 21. og 28. ágúst. Jafnframt verði síðasti fundur í október haldinn þann 30. þess mánaðar í stað 23. október.
Fundadagar aðra mánuði verði samkvæmt fyrirliggjandi tillögu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð beinir því til verkefnastjóra upplýsinga- og kynningarmála Múlaþings að upplýsa íbúa um fundarhlé ráðsins, sem og annarra ráða, með frétt á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

5.Verndarsvæði í byggð, Djúpivogur

Málsnúmer 202209190Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að breytingu á mörkum verndarsvæðis í byggð á Djúpavogi.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að vinna tillögu að breytingu á mörkum Verndarsvæðisins við Voginn í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

6.Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, miðbær

Málsnúmer 202301174Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir miðbæ Egilsstaða lauk 17. maí síðast liðinn. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi skipulagsáætlun verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

7.Deiliskipulag, Egilsstaðir, Hreinsivirki við Melshorn

Málsnúmer 202109120Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vakti Þórhallur Borgarsson, D-lista, athygli á mögulegu vanhæfi sínu og var tillaga þess efnis borin upp til atkvæða. Tillagan var felld með 6 atkvæðum.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að umsögn um athugasemdir sem bárust við auglýsingu deiliskipulagstillögu hreinsivirkis við Melshorn á Egilsstöðum.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur fjallað um athugasemdir sem bárust við auglýsingu deiliskipulagstillögu fyrir skólphreinsivirki við Melshorn, annars vegar frá Sveini Jónssyni og hins vegar frá Vegagerðinni.

Ráðið telur að með ákvörðun sveitarstjórnar Múlaþings um að gera breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 sem gerir ráð fyrir að stofnbraut frá Fjarðarheiðargöngum verði lögð um svokallaða „Suðurleið“ sunnan við þéttbýlið og jafnframt að fella út vegtengingu stofnvegar um Melshorn, eigi efni athugasemdanna varðandi veghelgunarsvæði ekki lengur við.

Hvað varðar vatnsverndarsvæði þá er það atriði sem á eftir að laga með því að uppfæra uppdrætti og fella það út af uppdráttum fyrir svæðið þar sem vatnstaka fyrir vatnsveituna er nú á öðrum stað. Leiðréttingin kemur væntanlega inn í nýtt aðalskipulag Múlaþings sem er í undirbúningi.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu ásamt umsögn um athugasemdir. Málinu vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

8.Deiliskipulag, Djúpivogur, athafnalóðir

Málsnúmer 202109084Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um drög að tillögu að deiliskipulagi athafna- og hafnarsvæðis við Innri Gleðivík og hvernig bregðast skuli við athugasemdum sem bárust við kynningu vinnslutillögu.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum sem gerðar voru við vinnslutillögu. Ráðið vísar því til heimastjórnar Djúpavogs að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

9.Umsókn um byggingarleyfi, Brekkubrún, 701,

Málsnúmer 202305156Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform á lóðinni Brekkubrún (L235750) við Uppsali . Áformin eru í samræmi við stefnu Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en ekki er í gildi deiliskipulag. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til lokamálsliðar 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því að fjarlægð frá næstu nágrönnum er slík að ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu. Afgreiðslu málsins er vísað til byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

10.Samráðsgátt. Valkostir og greining á vindorku, skýrsla starfshóps.

Málsnúmer 202304171Vakta málsnúmer

Í samræmi við bókun frá síðasta fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs er lögð fram til staðfestingar umsögn Múlaþings við mál nr. 84 í samráðsgátt, skýrslu starfshóps um valkosti og greiningu á vindorku.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn.

Samþykkt samhljóða.


Fulltrúar VG, Miðflokksins og Austurlistans lögðu fram eftirfarandi bókun:
Þó að við, fulltrúar VG, Miðflokksins og Austurlistans, séum að miklu leyti sammála því sem fram kemur í umsögn stjórnar Samtaka Orkusveitarfélaga er varðar hagsmuni nærsamfélaga vindorkuvirkjana, þá er ekki öll sagan sögð.

Skýrsla þessi fjallar að stærstum hluta um lagalega hlið vindorkuvirkjana, gjaldtöku vegna þeirra og leyfi. Það er enn fjölmörgum spurningum er varða nýtingu vindorku á Íslandi ósvarað en ein grundvallarspurning hlýtur að vera í hvað orkan eigi að fara. Frekar en að framleiða og nota sífellt meira af orku væri ráð að staldra við og forgangsraða orkunni í grænni verkefni.

Vegna óafturkræfs eðlis þess rasks sem hlýst af vindorkuvirkjunum er nauðsynlegt að settar séu skýrar reglur um þær og að náttúruvernd sé höfð að leiðarljósi sem frekast verður. Ef það er ekki gert fórnum við einstakri náttúru okkar fyrir óvönduð orkuskipti þar sem orkan er mögulega seld hæstbjóðanda og heimilin og smærri fyrirtæki eiga það á hættu að líða fyrir kaupmátt orkufrekra stórnotenda.

Krafa um arð til nærsamfélagsins hefur margar hliðar og varast ber að fórna hverju sem er fyrir hann. Rannsaka þarf nýtingu vindorku á Íslandi betur og breið sátt þarf að ríkja um hana, en nýting hennar þarf að vera í sátt við náttúru, menn og önnur dýr.

11.Samráðsgátt. Drög að reglugerð um Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Mál nr. 92

Málsnúmer 202305209Vakta málsnúmer

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lagt fram í samráðsgátt drög að reglugerð um Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Umsagnarfrestur er til 26. maí 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur formanni ráðsins og sveitarstjóra að skila inn umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

12.Umsagnarbeiðni um breytingu á aðalskipulagi Fjarðabyggðar, skógræktar- og landgræðslusvæði

Málsnúmer 202305206Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni við skipulags- og matslýsingu, auk vinnslutillögu, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 vegna skógræktar. Umsagnarfrestur er til 1. júni 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi skipulagstillögu.

Samþykkt samhljóða.

13.Umsagnarbeiðni, Endurskoðun á Aðalskipulagi Hornafjarðar

Málsnúmer 202305059Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni við verkefnalýsingu vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030. Umsagnarfrestur er til 10. júní 2023.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi skipulagstillögu.

Samþykkt samhljóða.

14.Ársskýrsla og ársreikningur Náttúrustofu Austurlands 2022

Málsnúmer 202304173Vakta málsnúmer

Ársskýrsla og ársreikningur Náttúrustofu Austurlands fyrir árið 2022 lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

15.Fundagerðir Náttúrustofa Austurlands 2023

Málsnúmer 202305013Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 1. fundi stjórnar Náttúrustofu Austurlands árið 2023 lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2023

Málsnúmer 202301207Vakta málsnúmer

Fundargerðir frá 451. og 452. fundi Hafnasambands Íslands lagðar fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:55.

Getum við bætt efni þessarar síðu?