Markmið Virkni er að fyrirbyggja félagslega einangrun með uppbyggilegum viðfangsefnum. Stefnt er að því að allir einstaklingar eigi þess kost að taka virkan þátt í samfélaginu á eigin forsendum með þeim stuðningi sem kostur er á hverju sinni. Meðal þjónustuúrræða eru: félagsmiðstöð og dagþjónusta eldri borgara að Hlymsdölum, Egilsstöðum, félagsleg hæfing, - iðja og verkþjálfun í Stólpa og mann- og geðræktarmiðstöðin Ásheimar á Egilsstöðum.
Dagþjónusta
Samkvæmt lögum um málefni aldraðra er dagþjónusta eldri borgara ætluð fólki sem býr á eigin heimili en þarf á stuðningi að halda til að geta búið þar sem lengst. Á vegum sveitarfélagsins er rekin dagþjónusta í Hlymsdölum að Miðvangi 6, Egilsstöðum. Markmið þjónustunnar er að fólk geti notið persónulegrar aðstoðar í notalegu umhverfi þar sem bæði félagslegum og líkamlegum þörfum þess er mætt.
Fólk getur nýtt sér þjónustuna allt frá einum upp í fimm daga vikunnar.
Hér má finna reglur félagsþjónustunnar um dagþjónustu eldri borgara.
Hér er hægt að nálgast umsókn um þjónustuna.
Sími dagþjónustunnar er 4 700 798.
Félagsstarf í Hlymsdölum
Á vegum félagsmiðstöðvarinnar Hlymsdala fer fram fjölbreytt félags- og tómstundastarf fyrir íbúa sveitarfélagsins í samstarfi við Félag eldri borgara. Félagsmiðstöðin er staðsett að Miðvangi 6, Egilsstöðum. Lögð er sérstök áhersla á fræðslu og námskeiðahald samhliða fjölbreyttu félags- og tómstundastarfi.
Hægt er að hafa samband í síma 4 700 798 á opnunartíma Hlymsdala sem er klukkan 9 - 16 alla virka daga.
Mann- og geðrækt í Ásheimum
Ásheimar eru til húsa í Miðvangi 22, Egilsstöðum (kjallari, gengið inn í húsið bakatil). Í Ásheimum er stefnt að því markmiði að vinna gegn félagslegri einangrun og skapa aðstæður fyrir fólk til að byggja sig upp andlega. Starfsemi Ásheima mótast að miklu leyti af óskum og þörfum notenda hverju sinni.
Hægt er að hafa samband í síma 472 1795 á opnunartíma Ásheima sem er klukkan 13 - 16 alla virka daga.
Facebooksíða Ásheima
Sérstök verkefni
List án landamæra er listahátíð sem haldin er árlega á landsvísu með það að markmiði að brjóta múra milli fatlaðs og ófatlaðs fólks. Á hátíðinni vinna hópar úr ýmsum áttum saman að allskonar listviðburðum. Sveitarfélagið kemur að skipulagningu listviðburða á svæðinu í samvinnu við ýmsa aðila og framkvæmdastjóra hátíðarinnar á landsvísu.
Vefsíða Listar án landamæra
Stólpi
Í Stólpa á fatlað fólk, sem ekki getur starfað á almennum vinnumarkaði, kost á félagslegri hæfingu og iðju. Stólpi er til húsa að Lyngási 12, Egilsstöðum.
Hæfing er tímabundin alhliða starfs- og félagsleg þjálfun sem miðar að aukinni hæfni til iðju eða atvinnuþátttöku. Iðja felur í sér félagsþjálfun og einföld vinnuverkefni með áherslu á tengsl við almennan vinnumarkað. Iðja getur verið varanlegt úrræði. Ekki eru greidd laun í hæfingu/iðju.
Facebooksíða Stólpa
Öldutún
Félagsstarf eldri borgara á Seyðisfirði fer fram í Öldutúni. Handavinna er í boði alla miðvikudaga á veturna frá klukkan 13-17. Hægt er að óska eftir bílfari í handavinnu á skrifstofu sveitarfélagsins, í síma 4 700 752
Félag eldri borgara, Framtíðin, hefur atnot af húsnæðinu og hittist reglulega; alla þriðjudaga og föstudaga frá klukkan 10-12 og 13-16.
Samþykktir og reglur sem félagsþjónustan starfar samkvæmt má finna hér
Umsóknir um þjónustu / aðstoð má finna hér