Fara í efni

Fréttir

Kynningarfundur um nýja veg yfir Öxi

Vegagerðin boðar til opins kynningarfundar föstudaginn 4. febrúar kl. 09:00 um fyrirhugað útboð í samvinnuverkefninu „Axarvegur (939) – nýr vegur yfir Öxi.“
Lesa

Viðbragðsáætlun vegna skriðufalla í Seyðisfirði

Komin eru út drög að viðbragðsáætlun vegna skriðufalls í Seyðisfirði.
Lesa

Seyðisfjörður uppljómaður

“Árið 2022 fögnum við List í ljósi í sjöunda sinn og erum afskaplega stolt og glöð að taka á móti 27 verkum frá bæði innlendum og erlendum listamönnum. Við komum sterk til baka eftir erfitt ár, bæði vegna COVID-19 og aurskriða sem féllu á bæinn okkar í desember Í ár höfum við skapað eitthvað alveg einstakt sem vert er að hlakka til”.
Lesa

Snorrasjóður - úthlutun

Síðast liðinn föstudag fór fram úthlutun úr Snorrasjóði og er þetta í þriðja sinn sem styrkur er veittur úr sjóðnum. Snorrasjóður var stofnaður árið 2019 að frumkvæði Gunnþóru Gísladóttur frá Papey til minningar um Snorra Gíslason bróður hennar og tilgangur sjóðsins er að styrkja ungt fólk úr Djúpavogshreppi til náms. Úr sjóðnum eru veittar 500.000 kr. einum nemanda einu sinni á ári. Að þessu sinni var það Guðjón Rafn Steinsson sem hlaut námsstyrkinn en hann stundar nám í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi - covid 19

Stjórnin hvetur því til þess að við förum hægt um gleðinnar dyr sem smátt og smátt eru að opnast, gætum áfram að eigin persónubundnu sóttvörnum og förum ofurvarlega um svæði þar sem við erum veikust fyrir, á sjúkrastofnunum og gagnvart þeim sem þar dvelja og starfa.
Lesa

Hringrásarhagkerfið kynnt

Austurbrú hefur látið gera myndband þar sem hringrásarhagkerfið er kynnt með einföldum og aðgengilegum máta. Um er að ræða fjögurra mínútna myndband þar sem hugtakið „hringrásarhagkerfi“ er kynnt á einföldu en kjarnyrtu máli.
Lesa

Skoskur háskóli, útibú á Seyðisfirði

Í Kastljósi í gær, miðvikudag, var rætt við forseta sveitarstjórnar Gauta Jóhannesson (mín 13:53). Umræðuefnið var að Sveitarfélagið Múlaþing hefur gert samning við skoskan háskóla um fjarnám og opnun útibús á Seyðisfirði.
Lesa

Úthlutun menningarstyrkja Múlaþings

Múlaþing er ríkt af drífandi og skapandi fólki sem endurspeglast í þeim umsóknum sem bárust. Verkefnin eru fjölbreytt og spanna m.a. bókaútgáfur, tónleika, sviðslistaverk og kvikmyndaframleiðslu sem verða unnin innan Múlaþings og á Austurlandi.
Lesa

Álagning og innheimta fasteignagjalda hjá Múlaþingi fyrir árið 2022

Gjalddagar fasteignagjalda árið 2022 verða 9. Fyrsti gjalddagi er 1. febrúar og sá síðasti 1. október. Eindagi hverrar greiðslu er síðasti virki dagur viðkomandi mánaðar. Ef heildarupphæð gjalda á viðkomandi eign er undir 30.000 kr. innheimtist allt gjaldið á 1. gjalddaga.
Lesa

Frístundastarf í sveitarfélaginu kynnt á opnum fjarfundi

Kynningunni hefur verið frestað til 9. febrúar sökum sóttkvíar heimsóknargesta. Á morgun miðvikudag fer fram opin kynning á frístundastarfi í sveitarfélaginu í fjarfundarformi.
Lesa
Getum við bætt efni þessarar síðu?