03.02.23
Fréttir
Samningur um samræmda móttöku flóttafólks í Múlaþingi
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings undirrituðu í dag samning um samræmda móttöku flóttafólks í Múlaþingi. Samkvæmt samningnum tekur Múlaþing í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 40 flóttamönnum á árinu.