Fara í efni

Gjaldskrár og álagningarhlutföll 2021

Málsnúmer 202011082

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 4. fundur - 18.11.2020

Lögð er fram tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs í Múlaþingi 2021.

Málið er í vinnslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 5. fundur - 24.11.2020

Fjölskylduráð leggur til að gjaldskrár grunnskóla, tónlistarskóla og íþróttamannvirkja hækki um 2,5% á fjárhagsárinu 2021 en verði að öðru leyti óbreyttar.

Samþykkt samhljóða.

Afgreiðslu gjaldskráa leikskóla er vísað til næsta fundar.

Fjölskylduráð Múlaþings - 6. fundur - 01.12.2020

Teknar eru fyrir gjaldskrár ársins 2021.

Varðandi gjaldskrár leikskóla er samþykkt að miðað verði við núgildandi gjaldskrár Fljótsdalshéraðs auk 2,5% hækkunar sbr. lífskjarasamninga, að undanteknum leikskólunum á Borgarfirði eystra og Brúarásskóla. Til að koma á móts við mikla hækkun gjalda á Seyðisfirði verður útfærð afsláttaleið til næstu þriggja ára til foreldra leikskólabarna þar. Systkinaafsláttur verður 50% með öðru barni og 100% með þriðja barni.
Fæðisgjald verður áfram miðað við kostnað aðfanga á hverjum stað.

Fjölskylduráð er sammála um að áfram verði unnið að því að lækka álögur á barnafjölskyldur. Lögð verði á það sérstök áhersla við fjárhagsáætlunargerð ársins 2022.

Gjaldskrár er heyra undir félagsþjónustu hækka í samræmi við lífskjarasamning um 2.5% eða í samræmi við viðmiðunartekjumörk gefin út af félagsmálaráðuneyti fyrir upphaf hvers árs.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 6. fundur - 02.12.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja til afgreiðslu eftirfarandi samþykktir og gjaldskrár:
Samþykkt um gatnagerðargjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa í Múlaþingi
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs
Gjaldskrá vegna handsömunar og vörslu búfjár

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlagðar gjaldskrár og samþykkt með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 7. fundur - 08.12.2020

Á síðasta fundi Fjölskylduráðs var samþykkt að leita leiða til að systkinaafsláttur á leikskólum yrði 50% með öðru barni og 100% með þriðja barni. Ekki lá fyrir hvað þetta þýddi í tekjuskerðingu fyrir leikskólana og sveitarfélagið. Nú þegar tölurnar liggja fyrir er ekki raunhæft að veita hærri afslátt en 40% með öðru barni og 100% með þriðja barni.

Því leggur ráðið til að systkinaafsláttur með öðru barni í leikskóla verði 40% og 100% með þriðja barni árið 2021. Lagt er til að starfsmenn Fjölskylduráðs hagræði í fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs sem nemur þessari tekjuskerðingu.

Þá stefnir ráðið að því að systkynaafsláttur með öðru barni í leikskóla verði 50% árið 2022.

Samþykkt með 6 atkvæðum (ESK, GMH, GBH, AH, KS, RBÁ), einn á mótí (JS).

Jódís Skúladóttir (VG) leggur fram eftirfarandi bókun: Ég harma þessa niðurstöðu þar sem fyrri tilhögun var samþykkt samhljóma í ráðinu þrátt fyrir að kostnaður sé lægri nú en gert var ráð fyrir. Gjöld á foreldra leikskólabarna í sveitarfélaginu eru nú þegar með því hæsta sem gerist á landinu og dapurlegt að forgangsröðun fjármagns sé með þessum afgerandi hætti innan Múlaþings.

Sveitarstjórn Múlaþings - 4. fundur - 09.12.2020

Til máls tóku. Björn Ingimarsson, sem kynnti tillöguna og lagði hana fram. Eyþór Stefánsson, sem bar fram fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir, sem svaraði fyrirspurn, Elvar Snær Kristjánsson, sem ræddi og kynnti gjaldskrá fjölskylduráðs. Jakob Sigurðsson, Jódís Skúladóttir, Hildur Þórisdóttir, Kristjana Sigurðardóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Elvar Snær Kristjánsson, Jódís Skúladóttir og Berglind Harpa Svavarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir eftirfarandi gjaldskrár fyrir árið 2021:

Álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt eða 14,52%

Álagningarhlutföll fasteignaskatts verði sem hér segir:
A flokkur 0,5%
B flokkur 1,32%
C flokkur 1,65%
Álagningarhlutföll lóðarleigu á eignarlóðum Múlaþings, eða 0,75%
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði 9. Fyrsti gjalddagi verði 1. febrúar og síðasti 1. október.
Holræsagjald verði 0,32% af fasteignamati.
Árlegt gjald fyrir hreinsun hverrar rotþróar:

Minni en 4,5 rúmmetrar
19.700 kr.

4,5 - 6,5 rúmmetrar
28.300 kr.
Vatnsgjald pr. fermetra húss kr. 261
Fastagjald vatns á matseiningu verði kr. 9.190

Sorpgjald á íbúð verði:
Söfnunargjald kr. 21.965
Förgunargjald kr. 9.409
Samtals kr. 31.374
Frávik á Borgarfirði er 25% afsláttur sbr. 1. gr. A-liðar.
Sumarhús eyðingargjald (30%) kr. 9.412
Sumarhús með sorphirðu frá 1. maí til 31. sep. kr. 15.687.

Aukatunnur á heimili:
Grá tunna 240 L kr. 11.200 á ári
Græn tunna 240 L kr. 2.000 á ári
Brún tunna 240 L kr. 2.000 á ári

Heimild til lækkunar fasteignaskatts hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum 2021:
Hámark afsláttar verði: 94.185.
Viðmiðunartölur tekna hjá einstaklingi verði:
Lágmark 3.195.000
Hámark 4.193.000
Viðmiðunartölur tekna hjá hjónum verði:
Lágmark 4.493.000
Hámark 5.692.000.

Hundaleyfisgjald 2021 verði kr. 14.000.
Kattaleyfisgjald 2021 verði kr. 9.500.

Gjaldskrá hjá Múlaþingi árið 2021 fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs, gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald, gjaldskrá vegna handsömunar og vörslu búfjár og gjaldskrá um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa í Múlaþingi, sbr. fundargerð umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 02.12 2020, eru jafnframt staðfestar í heild sinni.

Varðandi gjaldskrá um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa í Múlaþingi, skal endurreikna gjöldin í upphafi hvers almanaksárs, á grundvelli vísitölu byggingarkostnaðar í janúar og gilda þau þannig til loka viðkomandi árs.

Að öðru leyti vísar sveitarstjórn til afgreiðslu nefnda í fjárhagsáætlunum fyrir árið 2021 á öðrum gjaldskrám og staðfestingar á þeim í fundargerðum fjölskylduráðs frá 24.11.2020, 01.12. og 8.12. 2020 og fundargerðum HEF frá 12.11. 2020 og 30.11. 2020.
Sveitarstjórn leggur jafnframt áherslu á að eigi síðar en í byrjun janúar hafi gjaldskrár verið birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.
Auk þess leggur sveitarstjórn til að atvinnu- og menningarmálastjóra, í samstarfi við heimastjórnir Múlaþings verði falið að yfirfara og samræma samþykktir og gjaldskrár um útleigu á húsnæði stofnanna þess og félagsheimilum í eigu sveitarfélagsins.

Bornar upp allar gjaldskrár og álagningarhlutföll utan gjaldskrá leikskóla.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Borin upp gjaldskrá leikskóla Múlaþings.
Samþykkt með 10 atkvæðum, en 1 var á móti (JSk)

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 7. fundur - 16.12.2020

Björn Ingimarsson hafnastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti drög að gjaldskrám fyrir hafnirnar þrjár í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir framlögð drög að gjaldskrám og felur hafnastjóra að ganga frá þeim og láta birta svo þær öðlist gildi um áramót.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 16. fundur - 03.11.2021

Heimastjórn Borgarfjarðar tók til umræðu álagningu gatnagerðargjalda á sínu starfssvæði í Múlaþingi. Núverandi fyrirkomulag er með þeim hætti líkt og kveðið er á um í bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 17.02.21 að þar sem ekki þarf til nýlagningu gatna er veittur 80% afsláttur. Þar segir jafnframt að ákvörðun um afslætti árið 2022 verði tekin samhliða afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

Heimastjórn Borgarfjarðar telur núverandi fyrirkomulag gatnagerðargjalda íþyngjandi og ekki til þess fallin að hér fjölgi fólki með heilsársbúsetu. Heimastjórn telur að ólíklegt sé að byggt verði á þeim stöðum þar sem full gatnagerðargjöld eru innheimt. Borgarfjarðarhreppur innheimti ekki slík gjöld. Mikið var haldið á lofti að sveitarfélögin sem sameinuðust í Múlaþing ættu að fá að halda sinni sérstöðu og telur heimastjórn þetta hafa fallið undir sérstöðu staðarins. Heimastjórn leggur til að þessir afslættir verði endurskoðaðir og verði þeir sömu hvort sem til þurfi nýlagningu gatna eður ei.

Vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 38. fundur - 17.11.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá heimastjórn Borgarfjarðar varðandi gatnagerðargjöld. Í bókuninni beinir heimastjórn því til ráðsins að afsláttur af gatnagerðargjöldum verði sá sami hvort sem til þurfi nýlagningu gatna eður ei.

Bókunin er lögð fram til kynningar en málið er í vinnslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?