Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

94. fundur 18. september 2023 kl. 08:30 - 11:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
 • Þórhallur Borgarson varaformaður
 • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
 • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
 • Pétur Heimisson aðalmaður
 • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri umhverfismála
 • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Skipulagsfulltrúi (SJ) sat fundinn undir liðum nr. 1 og nr. 3-9.
Áheyrnarfulltrúi M-lista (HKH) sat fundinn undir liðum nr. 1-6.
Fulltrúi framsóknar (EGG) sat fundinn undir liðum nr. 1-6.

1.Gilsárvirkjun

Málsnúmer 202308090Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vakti Þórhallur Borgarson máls á mögulegu vanhæfi sínu sem einn landeiganda að Ormsstöðum 1. Formaður bar upp tillögu þess efnis og var hún samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum. ÞB vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Ásdís Hafrún Benediktsdóttir vakti þá máls á mögulegu vanhæfi sínu vegna vensla við landeigendur og ábúendur á Gilsárteigi. Formaður bar upp tillögu þess efnis og var hún samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum. ÁHB vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu máls.


Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur minnisblað dagsett 18. ágúst 2023 frá EFLU fyrir hönd Orkusölunnar ehf. þar sem óskað er eftir heimild sveitarfélagsins til að vinna breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna fyrirhugaðra áforma um byggingu 6,7 MW vatnsaflsvirkjunar ofarlega í Gilsá í Eiðaþinghá.

Starfsmenn EFLU fylgdu minnisblaðinu eftir á fundinum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila málsaðila að láta vinna skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna fyrirhugaðra áforma um byggingu 6,7 MW vatnsaflsvirkjunar ofarlega í Gilsá í Eiðaþinghá. Lýsingin verður lögð fyrir ráðið þegar hún liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

 • Kamma Dögg Gísladóttir - mæting: 08:45
 • Snævarr Örn Georgsson - mæting: 08:45

2.Ábyrgð fylgjandi því að gefa og þiggja

Málsnúmer 202308182Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er erindi frá hluta nefndarmanna er snýr að mengunarvörnum í Seyðisfjarðarhöfn og hvernig hefur verið staðið að þeim. Undir liðnum sat Björn Ingimarsson, hafnarstjóri.

Lagt fram til kynningar.

Fulltrúar V-lista og M-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Á 92. fundi Umhverfis- og framkvæmdaráðs 28.08. 2023 kom það fram undir umræðu við 1. dagskrárlið; Málefni hafna í Múlaþingi, að nýverið hefði höfnin á Seyðisfirði (eign Múlaþings) þegið gjöf af Fiskeldi Austfjarða í formi efnis, verkfæra og vinnu tengt því mikilvæga verkefni að vinna gegn olíuleka úr El Grilló. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram komu á fundinum var verðmæti umræddrar gjafar talið nema a.m.k. 6 - 8 milljónir króna.

Við, fulltrúar V-lista og M-lista, köllum eftir því að settar verði skýrar reglur um gjafir til sveitarfélagsins í ljósi umræðna á fundinum.

3.Deiliskipulagsbreyting, Hótel Eyvindará

Málsnúmer 202306176Vakta málsnúmer

Óveruleg breyting á deiliskipulagi ferðaþjónustu á Eyvindará II var kynnt í Skipulagsgátt frá 3. júlí til 7. ágúst 2023. Fasteignaeigendum við Eyvindará 1 (L157589), Eyvindará 4 (L157593), Eyvindará lóð 7 (L208366) og Eyvindará /lóð 2 (L194118) voru einnig send kynningargögn með bréfpósti. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands en HEF, RARIK og HAUST skiluðu ekki umsögn. Athugasemd barst frá fasteignaeigendum og liggur fyrir ráðinu að taka hana til umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir umsagnir og athugasemdir sem bárust við grenndarkynningu deiliskipulagsins. Skipulagsfulltrúa er falið að gera drög að umsögn um athugasemdir í samræmi við umræður á fundinum. Ráðið telur ekki að athugasemdir gefi tilefni til að gera breytingar á skipulagsáætluninni en felur formanni og skipulagsfulltrúa að funda með þeim er sendu inn athugasemdir.
Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Samþykkt samhljóða.

4.Byggingaráform, grenndarkynning, Árskógar 34

Málsnúmer 202305137Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu byggingaráforma við Árskóga 34 á Egilsstöðum lauk þann 13. september sl. án athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að grenndarkynningu fyrirhugaðra byggingaráforma við Árskóga 34 sé lokið án athugasemda.

Samþykkt samhljóða.

5.Byggingaráform, grenndarkynning, Sólvellir 3

Málsnúmer 202308021Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu byggingaráforma við Sólvelli 3 á Egilsstöðum lauk þann 13. september sl. án athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að grenndarkynningu fyrirhugaðra byggingaráforma við Sólvelli 3 sé lokið án athugasemda.

Samþykkt samhljóða.

6.Umsókn um framkvæmdaleyfi, efnistaka, Hamar í Hamarsfirði

Málsnúmer 202308049Vakta málsnúmer

Eiður Gísli Guðmundsson vakti athygli á mögulegu vanhæfi Ásdísar Hafrúnar Benediktsdóttur. Formaður bar upp tillögu þess efnis og var hún samþykkt samhljóða og vék Ásdís af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Jökulfell ehf. dagsett 14. ágúst 2023 um framkvæmdaleyfi til efnistöku í grjótnámu í landi Hamars í Hamarsfirði.
Svæðið er tilgreint í Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 og skilgreint sem efnistökusvæði N15: Klettar við Urðarhjalla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar Íslands. Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út leyfi þegar hún liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

7.Umsókn um framkvæmdaleyfi, göngubrú við Snæfell

Málsnúmer 202306180Vakta málsnúmer

Þórhallur Borgarsson og Pétur Heimisson vöktu athygli á mögulegu vanhæfi sínu sem stjórnarmenn í svæðisráði Vatnajökulsþjóðgarðs á austursvæði. Formaður bar upp tillögu þess efnis og var hún samþykkt samhljóða og véku ÞB og PH af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.


Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Vatnajökulsþjóðgarði fyrir uppsetningu á 12 metra langri göngubrú yfir ónefnda á sem rennur úr Axlarjökli á Snæfelli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að gefa út leyfi.

Samþykkt með 2 atkvæðum, 1 situr hjá (ÁMS) og 1 er á móti (ÁHB).

ÁHB gerir grein fyrir atkvæði sínu og er ekki á móti útgáfu framkvæmdaleyfis en sér ekki tilgang í að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem þegar er hafin og jafnvel lokið.

8.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Kollslétta

Málsnúmer 202309053Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá. Stofna á lóð úr landi Egilsstaða 2 Kollstaðir (L157586) sem fær heitið Kollslétta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

9.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Egilsstaðir 6

Málsnúmer 202309054Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá. Stofna á lóð úr landi Egilsstaða 2 Kollstaðir (L157586) sem fær heitið Egilsstaðir 6.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

10.Sorphirða í Múlaþingi

Málsnúmer 202309100Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

11.Breytingar á sorphirðu í Múlaþingi 2023

Málsnúmer 202307082Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

12.Lifrænt sorp, fyrirspurn

Málsnúmer 202308156Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

13.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202302128Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundarboð vegna aukaaðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður þann 19. september.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að Jónína Brynjólfsdóttir fari með atkvæði Múlaþings á aukaaðalfundinum.

Samþykkt samhljóða.

14.Aðalskipulag Norðurþings 2025-2045

Málsnúmer 202308183Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur til umsagnar skipulagslýsing endurskoðunar Aðalskipulags Norðurþings.

Lagt fram til kynningar.

15.Fundagerðir Náttúrustofa Austurlands 2023

Málsnúmer 202305013Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 2. fundi stjórnar Náttúrustofu Austurlands árið 2023 lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?