10.03.21
Fréttir
Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi vegna Covid
Í tilkynningu frá fundi aðgerðastjórnar almannavarna, sem haldinn var í gær, kemur fram að ekkert virkt COVID smit er greint á Austurlandi.
Þar segir einnig: „Ný smit sem greinst hafa á landinu sýna að við erum enn ekki komin fyrir vind. Aðgerðastjórn hvetur því alla til að gefa hvergi eftir í sínum persónubundnu smitvörnum, muna tveggja metra regluna, grímunotkun þar sem hún er skylda og að gleyma ekki handþvotti og sprittnotkun.