29.03.21
Fréttir
Tilkynning frá aðgerðastjórn, COVID-19
Tilkynning síðan í gær, sunnudag 28. mars.
Fimm eru enn í einangrun á Austurlandi vegna landamærasmita. Einn tíu smitaðra skipverja um borð í súrálsskipi við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði var síðdegis í dag fluttur með sjúkraflugi á Landspítala. Tilefni flutningsins var viss versnun einkenna á þann hátt að samkvæmt áður gerðri áætlun þótti rétt að flytja hann til öryggis á sjúkrahús. Ástand annarra smitaðra um borð telst stöðugt.