Áttu garn sem nýtist þér ekki lengur?
Eða vantar þig smá garn í flík eða verkefni sem er í vinnslu?
Í tilefni af alþjóðlega „I Love Yarn (Ég elska garn)“ deginum þann 11. október efna Minjasafn Austurlands og Bókasafn Héraðsbúa til garnskiptiviðburðar allan októbermánuð í anddyri Safnahússins.
Við ætlum með þessum viðburði að gefa alls konar garni nýtt líf, minnka sóun og um leið losa til í hillunum heima hjá okkur!
Allar tegundir af garni eru velkomnar!
Einnig má koma með prjóna, heklunálar og annað hannyrðatengt sem nýtist viðkomandi ekki lengur.
Það eina sem þú þarft að gera er að koma með garn eða annað sem þú vilt losa þig við og, ef vill, taka annað með heim!
Allt sem verður eftir þann 1. nóvember verður gefið í Rauða krossinn.
Hlökkum til að sjá ykkur!