04.10.22
Fréttir
Stór áfangi í samgöngumálum Borgarfjarðar
Sá merki áfangi náðist í gærkvöldi að Héraðsverk lauk við að leggja bundið slitlag til Borgarfjarðar eystri og geta Borgfirðingar, íbúar Eiða og Hjaltastaðarþingháa sem og gestir þeirra nú ekið á bundnu slitlagi alla leið til og frá Egilsstöðum. Nú er búið að klára síðasta kaflann sem voru 15 kílómetrar frá Eiðum á bænum Laufási en framkvæmdir hófust í ágúst í fyrra.