Fara í efni

Yfirlit frétta

Enn um endurbætur á heitum pottum í Sundlauginni á Egilsstöðum
17.11.21 Fréttir

Enn um endurbætur á heitum pottum í Sundlauginni á Egilsstöðum

Minnt er á að til að koma til móts við notendur laugarinnar að einhverju leyti hefur hitinn verið hækkaður í barnalauginni og er rennibrautarlaugin nýtt sem heitur pottur. Er hitastigið í honum í kringum 39 gráður á meðan á þessu stendur.
Mörk svæðisins
10.11.21 Fréttir

Verndarsvæði í byggð á Egilsstöðum

Sveitarstjórn Múlaþings hefur samþykkt að kynna drög að tillögu um verndarsvæði í byggð á Egilsstöðum. Svæðið sem um ræðir er á ásnum norðan Fagradalsbrautar á milli Tjarnarbrautar að hluta og Lagaráss að hluta, við götuna Selás að hluta og götuna Laufás alla. Markmið laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð er að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi.
Óskað eftir tilboðum í raflagnir og frágang innanhúss
26.10.21 Fréttir

Óskað eftir tilboðum í raflagnir og frágang innanhúss

Verkráð auglýsir f.h. Múlaþings eftir tilboðum annars vegar í raflagnir og hins vegar í frágang innahúss, hvort tveggja vegna Sláturhúss menningarmiðstöðvar á Egilsstöðum.
List án landamæra
25.10.21 Fréttir

List án landamæra

List án landamæra fer fram í Múlaþingi í vikunni og verða tvær opnanir í tilefni hátíðarinnar að þessu sinni. Sýningarnar eru haldnar í tengslum við Daga myrkurs á Austurlandi.
Frumsýning á vandræðafarsa
20.10.21 Fréttir

Frumsýning á vandræðafarsa

Tom, Dick & Harry verður frumsýnt á Iðavöllum laugardaginn 23. október klukkan 20:00.
Sundlaug Egilsstaða.
20.10.21 Fréttir

Endurbætur á heitum pottum í Sundlauginni á Egilsstöðum

Í haust hafa farið fram endurbætur á heitum pottum í Sundlauginni á Egilsstöðum. Þegar farið var að rýna í ástand pottanna kom í ljós að þeir voru verr farnir en búist var við. Við því þarf að bregðast og er nú unnið að því að lagfæra það sem hægt er og skipta út því sem þarf og verða pottarnir dúklagðir að öllu því loknu.
Sveitarfélagið Múlaþings eins árs í dag
04.10.21 Fréttir

Sveitarfélagið Múlaþings eins árs í dag

Í dag er liðið eitt ár síðan Borgarfjarðarhreppur, Djúpavogshreppur, Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupstaður sameinuðust í sveitarfélagið Múlaþing.
Matarmenningu Austurlands fagnað
23.09.21 Fréttir

Matarmenningu Austurlands fagnað

Okkur að góðu fer fram á Austurlandi dagana 30. sept. – 2. okt. 2021. Kynntu þér fjölbreytta og spennandi dagskrá Okkur að góðu sem er tileinkuð matarmenningu, framleiðslu og sjálfbærni á Austurlandi.
Frá Bókasafni Héraðsbúa
09.09.21 Fréttir

Frá Bókasafni Héraðsbúa

Næstu þrjár vikur verður utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Bókasafni Héraðsbúa vegna Alþingiskosninga. Það getur haft áhrif á þjónustu bókasafnsins á opnunartíma utankjörfundar og biðjumst við velvirðingar á því.
Fjarðabyggð / Leiknir / Höttur
09.09.21 Fréttir

Fjarðabyggð/Leiknir/Höttur kvenna upp í 1. deild í knattspyrnu

Sigraði Fjarðabyggð/Leiknir/Höttur leikinn 3-0 og mun því leika í 1. deild að ári. Er stelpunum óskað innilega til hamingju með frábæran árangur í sumar og það verður gaman að fylgjast með þeim næsta sumar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?