Fara í efni

Verndarsvæði í byggð

Málsnúmer 202011161

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 19. fundur - 21.04.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði lá tillaga að verndarsvæði í byggð á Egilsstöðum ásamt fylgigögnum. Unnur Birna Karlsdóttir, sem unnið hefur að verkefninu fyrir hönd sveitarfélagsins, kynnti tillöguna á sérstökum vinnu- og kynningarfundi ráðsins síðastliðinn mánudag.

Stefán Bogi Sveinsson, formaður nefndar, vék af fundi við afgreiðslu málsins vegna vanhæfis en hann er eigandi fasteignar á umræddu svæði. Varaformanni var falin stjórn fundar að formanni fjarstöddum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Ráðið samþykkir tillöguna og heimilar að hún fari í hefðbundið auglýsingaferli að lokinni afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu en tveir voru fjarverandi (PH og SBS).

Sveitarstjórn Múlaþings - 12. fundur - 12.05.2021

Fyrir lá tillaga að verndarsvæði í byggð á Egilsstöðum.

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Eftir að hafa fengið afstöðu Minjastofnunar til málsins þá samþykkir sveitarstjórn að fresta afgreiðslu þess.
Óskað er eftir að málið verði tekið aftur fyrir hjá umhverfis- og framkvæmdaráði og þar verði lagt upp með íbúasamráð varðandi mótun skilmála verndarsvæðisins. Minjastofnun hefur veitt lengri frest til að ljúka verkefninu og verður sá tími nýttur til frekara samráðs og mótunar áður en málið verður aftur lagt fyrir sveitarstjórn til endanlegrar afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 23. fundur - 26.05.2021

Sveitarstjórn Múlaþings fól umhverfis- og framkvæmdaráði á 12. fundi sínum að taka aftur fyrir skilmála í tillögu um verndarsvæði í byggð á Egilsstöðum með sérstakri áherslu á samráð við íbúa. Fyrir ráðinu liggja drög að skilmálum fyrir verndarsvæðið ásamt drögum að tímalínu næstu skrefa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fram lögð drög að tímalínu og skilmálum verði send til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til umsagnar. Að því loknu verði málið tekið aftur til umfjöllunar hjá umhverfis- og framkvæmdaráði. Ráðið felur skipulagsfulltrúa, í samráði við ráðgjafa, að leita eftir frekari upplýsingum frá íbúum varðandi húsakönnun og minjaskráningu td. með kynningu á heimasíðu Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 9. fundur - 31.05.2021

Málinu frestað og áfram í vinnslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 10. fundur - 21.06.2021

Sveitarstjórn Múlaþings fól umhverfis- og framkvæmdaráði á 12. fundi sínum að taka aftur fyrir skilmála í tillögu um verndarsvæði í byggð á Egilsstöðum með sérstakri áherslu á samráð við íbúa. Fyrir ráðinu liggja drög að skilmálum fyrir verndarsvæðið ásamt drögum að tímalínu næstu skrefa.

Eftirfarandi var bókað á fundi umverfis- og framkvæmdaráðs 26.5. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fram lögð drög að tímalínu og skilmálum verði send til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til umsagnar. Að því loknu verði málið tekið aftur til umfjöllunar hjá umhverfis- og framkvæmdaráði. Ráðið felur skipulagsfulltrúa, í samráði við ráðgjafa, að leita eftir frekari upplýsingum frá íbúum varðandi húsakönnun og minjaskráningu td. með kynningu á heimasíðu Múlaþings.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á að verndarskilmálar verði ekki of hamalandi fyrir íbúa svæðisins. Einnig leggur heimastjórnin áherslu á að haft verði náið samráð við íbúa og þá sérstaklega innan umrædds verndarsvæðis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 26. fundur - 23.06.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsögn heimastjórnar Fljótsdalshéraðs um drög að verndarskilmálum þar sem lögð er áhersla á að skilmálarnir verði ekki of hamlandi fyrir íbúa svæðisins. Jafnframt ítrekar heimastjórn að náið samráð verði haft við íbúa og þá sérstaklega innan umrædds verndarsvæðis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir verndarskilmálana og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samráði við verkefnastjóra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 29. fundur - 25.08.2021

Undir þessum lið vakti formaður, Stefán Bogi Sveinsson, athygli á vanhæfi sínu. Það var borið upp upp til atkvæða og samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Stefán Bogi vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins. Jónína Brynjólfsdóttir tók við stjórn fundarins undir þessum lið.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja endurunnin drög að skilmálum vegna verndarsvæðis í byggð á Egilsstöðum en sveitarstjórn Múlaþings fól umhverfis- og framkvæmdaráði að gangast fyrir kynningu á drögum að þeim og samráði við íbúa á svæðinu. Einnig liggur fyrir ný tímalína fyrir afgreiðslu tillögunnar hjá sveitarfélaginu. Málið var áður á dagskrá umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 26.5.2021. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs fékk málið til umsagnar og lagði áherslu á að leitast yrði við að hafa skilmála eins lítið íþyngjandi og kostur væri.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að kynna drög að skilmálum verndarsvæðisins eins og þau liggja fyrir fundinum, með því að senda þau til íbúa, með kynningu á Facebook og með opnu húsi í Samfélagssmiðjunni. Ráðið leggur til að breytingar verði gerðar á tímalínu verkefnisins að því leiti að uppfærð tillaga komi til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdaráði þegar hún liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 40. fundur - 01.12.2021

Athugasemdafresti vegna kynningar á verkefninu Verndarsvæði í byggð á Egilsstöðum lauk 18. nóvember sl. Ein athugasemd barst og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til hennar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir innkomna athugasemd sem lýtur að því að húseigandi að Selási 26 telur að húsið, sem er í útjaðri verndarsvæðisins samkvæmt tillögunni, eigi heima innan þess. Ráðið tekur undir þetta og felur ráðgjafa að stækka svæðið sem lóð þess nemur og gera nauðsynlegar breytingar á fylgigögnum tillögunnar með tilliti til þess. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að verndaráætlun fyrir byggðina í elsta hluta Egilsstaðabæjar og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 18. fundur - 08.12.2021

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 01.12.2021, þar sem lagt er til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að verndaráætlun í byggð verði auglýst.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn fyrirliggjandi tillögu að verndaráætlun fyrir byggðina í elsta hluta Egilsstaðabæjar og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa hana.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 45. fundur - 02.02.2022

Tillaga að verndarsvæði í byggð á Egilsstöðum var auglýst frá 16. desember 2021 til 31. janúar 2022. Fyrir ráðinu liggur að fjalla um athugasemdir sem bárust við tillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta fara yfir athugasemdirnar og gera tillögu að viðbrögðum við þeim.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 54. fundur - 04.05.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um næstu skref verkefnisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð beinir því til nýrrar sveitarstjórnar sem kjörin verður í komandi kosningum að taka afstöðu til verndarsvæða í byggð í sveitarfélaginu.
Á Djúpavogi er í gildi verndarsvæði en samkvæmt lögum ber sveitarstjórn að taka afstöðu til endurskoðunar skilmála slíkra svæða eftir hverjar reglulegar sveitarstjórnarkosningar.
Á Egilsstöðum hefur tillaga að verndarsvæði verið auglýst og fram hafa komið athugasemdir sem taka þarf afstöðu til ásamt því að taka ákvörðun um framhald verkefnisins.
Á Seyðisfirði hefur verið unnið að tillögu um verndarsvæði í byggð og beinir ráðið því til nýrrar sveitarstjórnar að taka afstöðu um framhald þeirrar vinnu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Oddný Björk Daníelsdóttir (D-lista) lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég hvet komandi sveitarstjórn að þegar farið verði í að endurskoða Verndasvæði í byggð í öllu Múlaþingi, að halda ekki áfram með slík verkefni, né taka upp ný verkefni, nema að skýr skilaboð komi frá íbúum um vilja um verkefnið Verndarsvæði í byggð.
Getum við bætt efni þessarar síðu?