Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

63. fundur 15. desember 2025 kl. 13:00 - 15:40 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson varamaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Haddur Áslaugsson
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði
Í upphafi fundar leitaði forseti bæjarstórnar afbrigða að bæta inn sem þriðja lið "Menntaskólinn Egilsstöðum, skipunartími skólameistara" Tillagan tekin til afgreiðslu og samþykkt samhljóða.
Uppfærist röð dagskráliða samkvæmt því.

1.Samgönguáætlun 2026 - 2040

Málsnúmer 202512034Vakta málsnúmer

Ríkisstjórn Íslands kynnti í þann 3. desember, tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2026-2030.
Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson, Einar Freyr Guðmundsson, Jónína Brynjólfsdóttir og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð Fjarðabyggðar og sveitarstjórn Múlaþings lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar og þá köldu kveðju sem hún felur í sér fyrir fjórðunginn. Ljóst er að Austurland er sett í frost.
Breytingar á samgönguáætlun verða að byggja á faglegum forsendum og vönduðum rökum. Hún er lykiltæki til að tryggja gagnsæi og fyrirsjáanleika í innviðauppbyggingu. Framþróun sveitarfélaga má ekki ráðast af mismunandi pólitískum áherslum ráðherra hverju sinni. Trúverðug forgangsröðun er forsenda þess að sveitarfélög og atvinnulíf geti skipulagt uppbyggingu til lengri tíma.
Að engar stórar framkvæmdir skuli vera á fyrsta tímabili fyrir Austurland er óásættanlegt. Slík niðurstaða gengur þvert á gefin fyrirheit um að hækkun veiðigjalda myndi skila sér aftur til samfélaganna og skapa fjárhagslegt svigrúm til innviðafjárfestinga. Austurland er næst í röð jarðgangaverkefna og ólíðandi er að horfa fram hjá þeirri staðreynd.
Bæjarráð Fjarðabyggðar og sveitarstjórn Múlaþings krefjast þess að Alþingi taki tillögu að samgönguáætlun til heildstæðrar endurskoðunar og tryggi Austurlandi réttmæta og sanngjarna hlutdeild í framkvæmdum á fyrsta tímabili hennar.
Enn fremur krefst sveitarstjórn Múlaþings þess að ekki verði vikið frá forgangsröð gildandi samgönguáætlunar og strax verði farið í útboð og framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng.
Þess er einnig krafist að Axarvegur verið tekinn af lista yfir samvinnuverkefni og að framkvæmdum á þeim vegi verði flýtt. Í ljósi áherslna á aukna vetrarþjónustu fer sveitarstjórn fram á að vegurinn verði nú þegar tekinn af G-reglu Vegagerðarinnar og verði þjónustaður í samræmi við þá miklu umferð sem um hann fer.
Mikilvægt er að tryggja aukið fjármagn í framkvæmdir við Egilsstaðaflugvöll í samræmi við flugstefnu Íslands og markmið um flugöryggi á flugumsjónarsvæðinu við Ísland. Þá eru mikil vonbrigði að sjá hafnarframkvæmdum á Seyðisfirði frestað og að ríkið ætli að lækka framlag sitt til þeirra framkvæmda úr 60% í 40%.
Sveitarstjórn Múlaþings telur ríkisstjórnina sýna sveitarfélögunum á Austurlandi bæði vanvirðingu og tómlæti sem ekki verður við unað með framlagðri samgönguáætlun. Samstöðu landshlutans sem birtist í Svæðisskipulagi Austurlands og bókunum SSA er gefið langt nef.
Allir flokkar sem að ríkisstjórninni standa svíkja fyrri loforð sín og brjóta þannig niður það traust sem á að vera grundvöllur samstarfs ríkis og sveitarfélaga. Slíkt verklag er óboðlegt og óásættanlegt.
Sveitarstjóra falið að koma bókuninni á framfæri við alþingismenn, forsætisráðherra, innviðaráðherra og fjármálaráðherra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2026 til 2029

Málsnúmer 202504066Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fjárhagsáætlun 2026, ásamt þriggja ára áætlun 2027-2029, til seinni umræðu í sveitarstjórn.

Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2026 nema 12.465 millj.kr. samkvæmt samstæðu fyrir A og B hluta, en þar af nema rekstrartekjur A hluta 10.667 millj.kr.
Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir verða alls 10.361 millj.kr. í samstæðu fyrir A og B hluta, þar af eru rekstrargjöld A hluta áætluð 9.518 millj.kr.
Áætlunin gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu samstæðu, A og B hluta, upp á 856 millj.kr og þar af skilar A hluti 296 millj.kr.
Afskriftir ársins í A og B hluta nema 636 millj.kr., þar af 359 millj.kr. í A hluta. Fjármagnsliðir verða neikvæðir um 591 millj.kr. í samanteknum A og B hluta, þar af 494 millj.kr. í A hluta.
Eftir fjármagnsliði, afskriftir, skatta og óreglulega liði er rekstrarafkoma ársins jákvæð um 2.104 millj.kr. eða 16,8% í samanteknum A og B hluta. Afkoma A-hluta er jákvæð um 1.149 millj.kr. eða 10,8%.
Veltufé frá rekstri er jákvætt um 1.899 millj.kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri í A hluta jákvætt um 1.026 millj.kr.
Fjárfestingar ársins 2026 nema nettó 1.472 millj.kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 550 millj.kr. í A hluta.
Afborganir af lánum hjá samstæðu A og B hluta verða 897 millj.kr. á árinu 2026, þar af 636 millj.kr. í A hluta.
Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 13.895 millj.kr. í árslok 2026 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 10.652 millj.kr.
Skuldaviðmið samstæðu A og B hluta verður 87% í árslok 2026 og 79% í A hluta.
Álagningarprósenta fasteignaskatts af íbúðarhúsnæðis A gjald er lækkað og verður nú 0,45% af fasteignamati mannvirkis og lóðar í stað 0,475%. Álagningarprósenta fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði C gjald er lækkað og verður nú 1,625% af fasteignamati mannvirkis og lóðar í stað 1,65%.
Fjárhagsáætlun 2026-2029 í heild sinni verður að öðru leyti aðgengileg á heimasíðu Múlaþings.
Til máls tóku: Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2026 við seinni umræðu, ásamt þriggja ára áætlun 2027 - 2029. Fyrri umræða um fjárhagsáætlunina fór fram 12. nóvember sl.

Samþykkt með tíu atkvæðum, einn sat hjá (ÞJ)

3.Menntaskólinn á Egilsstöðum, skipunartími skólameistara

Málsnúmer 202512111Vakta málsnúmer

Fyrir liggur opið bréf frá skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum til mennta- og barnamálaráðherra þar sem nefndin furðar sig á skorti á samráði vegna breytinga á því að láta skipunartíma skólameistara renna út og auglýsa stöðuna, auk spurninga um framtíð skólans. Menntaskólinn á Egilsstöðum er mikilvæg stofnun í sveitarfélaginu og því eðlilegt að sveitarstjórn taki málið til umfjöllunar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir þær spurningar sem skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum setti fram í opnu bréfi til mennta- og barnamálaráðherra varðandi breytingar á þeirri hefð að bjóða sitjandi skólameistara að halda áfram störfum áður en skipunartími rennur út. Sé ætlunin að breyta þessu kerfi þá þarf það að gilda fyrir alla skólameistara framhaldsskóla og hefði verið eðlilegt að tilkynna um þessar breytingar með fyrirvara. Þá var ólíðandi að skólameistari ME skyldi frétta af þessum breytingum á hans högum í útvarpsfréttum. Sveitarstjórn Múlaþings leggur á það ríka áherslu að Menntaskólinn á Egilsstöðum verði áfram sjálfstæð stofnun og að fyrirhugaðar breytingar á framhaldsskólakerfinu verði ekki til þess að draga úr umfangi eða fækka fólki sem starfar í framhaldsskólum á landsbyggðinni. Sveitarstjórn Múlaþings vill beina því til staðgengils ráðherra að bregðast við opnu bréfi skólanefndar ME og óskar eftir afriti af svörunum enda brenna sömu spurningar á sveitarstjórnarfulltrúum. Sveitarstjóra falið að koma bókuninni á framfæri við mennta- og barnamálaráðherra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 202508030Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gjaldskrár til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir eftirfarandi gjaldskrár:
Gjaldskrá Minjasafns Austurlands, Gjaldskrá Bókasafns Múlaþings, Gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki í Múlaþingi, Gjaldskrá Tónlistarskólans á Egilsstöðum og í Fellabæ, Gjaldskrá Tónlistarskóla Norður Héraðs, Gjaldskrá Tónlistarskólans á Djúpavogi, Gjaldskrá Listadeildar Seyðisfjarðarskóla, Gjaldskrá grunnskóla í Múlaþingi, Gjaldskrá leikskólans í Brúarási í Múlaþingi, Gjaldskrá leikskóla í Múlaþingi, Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs í Múlaþingi, Gjaldskrá fyrir stuðningsþjónustu í Múlaþingi samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, Gjaldskrá fyrir akstursþjónustu fyrir fatlað fólk í Múlaþingi, Gjaldskrá fyrir Sumarfrístund í Múlaþingi, Gjaldskrá fyrir frístundaheimilið Sólina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Aðalskipulagsbreyting, Gilsárvirkjun

Málsnúmer 202308090Vakta málsnúmer

Tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Fljótdalshéraðs 2008-2028 vegna Gilsárvirkjunar var auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 29. september til og með 10. nóvember 2025.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti fyrirliggjandi skipulagstillögu og vísar henni til staðfestingar hjá sveitarstjórn í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir, í samræmi við 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrirliggjandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Gilsársvirkjunar. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn fyrirliggjandi drög að umsögnum um athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar og felur skipulagsfulltrúa að koma þeim á framfæri.

Samþykkt með níu atkvæðum, tveir sátu hjá (HHÁ,ÁMS)

6.Ferjusamgöngur milli Seyðisfjarðar og Skotlands

Málsnúmer 202512048Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Helga Hlyni Ásgrímssyni dags. 04.12.sl. um að setja á dagskrá mál "Ferjusamgöngur milli Seyðisfjarðar og Skotlands.
Til máls tóku: Helgi Hlynur Ásgrímsson og Jónína Brynjólfsdóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa málinu til frekari vinnslu hjá byggðaráði og til kynningar hjá umhverfis- og framkvæmdaráði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Reglur um styrki til náms,verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202511118Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að uppfærðum reglum um styrki til náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks hjá Múlaþingi. Reglurnar voru samþykktar af fjölskylduráði 25.11.2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi reglur til náms, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks hjá Múlaþingi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Reglur Múlaþings um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk

Málsnúmer 202506262Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að uppfærðum reglum um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Reglurnar voru samþykktar af fjölskylduráði 25.11.2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur Múlaþings um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til seinni umræðu Stefna um þjónustustig í byggðum Múlaþings.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur að stefnu um þjónustustig í byggðum Múlaþings og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að samþykkt þjónustustefna verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


10.Fundir sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna janúar til maí 2026

Málsnúmer 202511037Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að fundardagatali sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna tímabilið janúar til maí 2026, sem hefur verið staðfest af heimastjórnum og viðkomandi fagráðum.
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi fundardagatal sveitarstjórnar og fastanefnda janúar til maí 2026 og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að það verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Heimastjórn Borgarfjarðar - 64

Málsnúmer 2511001FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð heimastjórnar Djúpavogs, dags. 04.12.2025
Til máls tóku: Vegna liðar 9, Ívar Karl Hafliðason, Eyþór Stefánsson og Ívar Karl Hafliðason.

Lagt fram til kynningar.

12.Heimastjórn Djúpavogs - 65

Málsnúmer 2510029FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð heimastjórnar Djúpavogs dags. 13.11.2025.
Lagt fram til kynningar.

13.Heimastjórn Djúpavogs - 66

Málsnúmer 2511013FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð heimastjórnar Djúpavogs dags. 04.12.2025.
Lagt fram til kynningar.

14.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 64

Málsnúmer 2510032FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð heimastjórnar Fljótsdalshéraðs dags. 04.12.2025.
Lagt fram til kynningar.

15.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 63

Málsnúmer 2511010FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð heimastjórnar Seyðisfjarðar dags.04.11.2025
Lagt fram til kynningar.

16.Byggðaráð Múlaþings - 170

Málsnúmer 2511004FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð byggðaráðs dags.18.11.2025.
Lagt fram til kynningar.

17.Byggðaráð Múlaþings - 171

Málsnúmer 2511014FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð byggðaráðs dags.25.11.2025.
Lagt fram til kynningar.

18.Byggðaráð Múlaþings - 172

Málsnúmer 2511018FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð byggðaráðs dags.02.12.2025.
Til máls tóku: Vegna liðar 4, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sem bar upp fyrirspurn, Berglind Harpa Svavarsdóttir sem kom til svara, Ívar Karl Hafliðason og Helgi Hlynur Ásgrímsson.
Vegna liðar 6, Ásrún Mjöll Svavarsdóttir sem bar upp fyrirspurn, Berglind Harpa Svavarsdóttir er kom til svara, Þröstur Jónsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir til andsvara, Vilhjálmur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Þröstur Jónsson með andsvar.

Lagt fram til kynningar.

19.Byggðaráð Múlaþings - 173

Málsnúmer 2512003FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð byggðaráðs dags.03.12.2025.
Lagt fram til kynningar.

20.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 167

Málsnúmer 2511007FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð umhverfis- og framkvæmdaráðs dags. 17.11.2025.
Til máls tók: Vegna liðar 2, Eyþór Stefánsson.

Lagt fram til kynningar.

21.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 168

Málsnúmer 2511011FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð umhverfis- og framkvæmdaráðs dags. 24.11.2025.
Lagt fram til kynningar.

22.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 169

Málsnúmer 2511017FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð umhverfis- og framkvæmdaráðs dags. 02.11.2025.
Lagt fram til kynningar.

23.Fjölskylduráð Múlaþings - 146

Málsnúmer 2511009FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð fjölskylduráðs dags. 18.11.2025.
Lagt fram til kynningar.

24.Fjölskylduráð Múlaþings - 147

Málsnúmer 2511016FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð fjölskylduráðs dags. 25.11.2025.
Til máls tók: Vegna liðar 4, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Þröstur Jónsson.

Lagt fram til kynningar.

25.Fjölskylduráð Múlaþings - 148

Málsnúmer 2511021FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð fjölskylduráðs dags. 02.12.2025.
Lagt fram til kynningar.

26.Ungmennaráð Múlaþings - 43

Málsnúmer 2511012FVakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð ungmennaráðs dags. 20.11.2025.
Lagt fram til kynningar.

27.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem fram undan eru.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?