Fara í efni

Fréttir

Höttur í úrvalsdeild karla í körfuknattleik

Föstudaginn 22. maí síðastliðinn tryggði karlalið körfuknattleiksdeildar Hattar sér sæti í úrvalsdeild á næstkomandi tímabili með tæplega 30 stiga sigri á Álftanesi.
Lesa

Auglýsing um kjörskrár og kjörstaði

Kjörskrár vegna sveitarstjórnar- og heimastjórnarkosninga sem fram fara laugardaginn 14. maí 2022, munu liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofum Múlaþings, á Borgarfirði, Djúpavogi, Egilsstöðum og Seyðisfirði, á opnunartíma hverrar skrifstofu, frá og með mánudeginum 25. apríl til og með föstudeginum 13. maí 2022.
Lesa

Spjallfundaröð heimastjórnar Fljótsdalshéraðs

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs boðar til spjallfunda um málefni sem brenna á íbúum, dagana 25-26 apríl nk.
Lesa

Kynningar frá opnum fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs

Þann 5. apríl s. stóð heimastjórn Fljótsdalshéraðs fyrir opnum fundi í Valaskjálf. Vel var mætt á fundinn.
Lesa

Úthérað – opinn fundur í Hjaltalundi

Fundurinn fer fram í félagsheimilinu Hjaltalundi fimmtudaginn 7. apríl klukkan 17.30. Allir eru velkomnir.
Lesa

Opinn fundur heimastjórnar Fljótsdalshéraðs

Opinn fundur á vegum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs verður haldinn þriðjudaginn 5. apríl klukkan 17.00 í Valaskjálf. Allir velkomnir.
Lesa

Auglýsing um móttöku framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga í Múlaþingi 14. maí 2022

Framboð þarf að tilkynna skriflega til kjörstjórnar eigi síðar en á hádegi 36 dögum fyrir kjördag. Frestur til að skila inn framboðslistum er því til kl. 12:00 þann 8. apríl 2022. Yfirkjörstjón Múlaþings tekur á móti framboðsgögnum föstudaginn 8. apríl næst komandi milli kl. 10:00 og 12:00 í fundarsal skrifstofu Múlaþings að Lyngási 12 á Egilsstöðum. Klukkan 13:00, á sama stað, hefst fundur um yfirferð framboðslista.
Lesa

Straumur - nýr miðbær á Egilsstöðum

Nýlega staðfest deiliskipulag í miðbæ Egilsstaða gerir meðal annars ráð fyrir 160 íbúðum á efri hæðum og verslun og þjónustu á neðri hæðum. Miðbæjarkjarninn hefur fengið nafnið Straumur en göngugatan Ormurinn leikur þar lykilhlutverk. Múlaþing auglýsir nú eftir samstarfsaðilum um uppbyggingu hins nýja miðbæjar.
Lesa

Lokað vegna veikinda

Tilkynning frá Bókasafni Héraðsbúa Því miður verður bókasafnið lokað áfram í dag vegna veikinda.
Lesa

Ný leikskóladeild og innritun í leikskóla

Í janúar var opnuð leikskóladeild á Vonarlandi og tilheyrir deildin leikskólanum Hádegishöfða í Fellabæ en deildin mun starfa tímabundið fram að sumarlokun leikskólanna. Á deildinni eru börn fædd 2020 og 2021. Þar sem ekki hafa verið starfandi dagforeldrar á Héraði í vetur var mikilvægt að geta komið til móts við foreldra barna sem urðu ársgömul í haust og vetur.
Lesa
Getum við bætt efni þessarar síðu?