Fara í efni

Fréttir

Kl. 11.50 : Áfram mælist hreyfing. Íbúafundur klukkan 16 með fulltrúum Veðurstofu Íslands

Herðubreið verður opin klukkustund lengur í dag en aðra daga, eða frá klukkan 14 til 17. Klukkan 16 verður Teams fundur í Herðubreið þar sem fulltrúar Veðurstofu munu mæta til framsögu og svara spurningum. Íbúar í húsum á rýmingarsvæðum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Allir velkomnir.     Vegna úrkomu í gær og óvissu sem henni fylgir, verður ekki í boði fyrir íbúa á rýmingarsvæðum að fara inn í hús sín fram yfir helgi. Þá er öll óviðkomandi umferð um skriðusvæðið óheimil.
Lesa

Dagar myrkurs á Austurlandi

Hátíðin Dagar myrkurs verður haldin á Austurlandi 27. október - 31. október í tuttugasta og annað skiptið. Dagar myrkurs er byggðahátíð Austurlands þar sem gervallur fjórðungurinn leggst á eitt við að gera íbúum og gestum þeirra glaða daga í svartasta skammdeginu og lýsa það upp – ellegar undirstrika það með skírskotun í ríkan drauga- og vættaarf. Í fimm daga rekur svo hver viðburðurinn annan í hverju bæjarfélagi og ættu háir sem lágir að finna eitthvað við sitt hæfi í dagskránni.
Lesa

Kl. 17 : Hættustig almannavarna á Seyðisfirði, hætta á skriðuföllum, rýmingar

// english // // polish // Rýming mun vara fram yfir helgi. Herðubreið verður opin á morgun milli klukkan 14 og 16 og alla daga fram yfir helgi meðan rýming varir. Íbúar í húsum á rýmingarsvæðum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Vegna úrkomu í dag og óvissu sem henni fylgir, verður ekki í boði fyrir íbúa á rýmingarsvæðum að fara inn í hús sín fram yfir helgi. Þá er öll óviðkomandi umferð um skriðusvæðið óheimil.
Lesa

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 10. október

Á landsbyggðinni er ekki alltaf auðvelt að nálgast þjónustu sérfræðinga en það eru ýmsar bjargir sem hægt er að nýta til að leita aðstoðar varðandi geðheilbrigði. Hér eru taldar upp örfáar, en að auki er hægt að fá samtal við og ráðgjöf hjá félagsþjónustu Múlaþings í síma 4 700 700.
Lesa

Kl. 14.45 : Uppfært : Tilkynning vegna skriðuhættu á Seyðisfirði, 7. október

// english // // polish // Vegna þeirrar rigningar sem spáð er eftir hádegi á Seyðisfirði verður ekki í boði fyrir íbúa á rýmingarsvæðum að fara inn í húsin sín í dag. Fulltrúar Rauða krossins, Múlaþings og lögreglu verða í Herðubreið. Allir velkomnir. Minnt er á hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717.
Lesa

Kl. 11 : Hættustig Almannavarna á Seyðisfirði, 7. október

Rýming mun vara fram yfir helgi. //Polski poniżej//
Lesa

Hættustig almannavarna á Seyðisfirði, hætta á skriðuföllum / rýmingar

Rýming mun vara fram yfir helgi. Herðubreið verður opin milli klukkan 14 og 16 í dag sem og aðra daga meðan rýming varir.
Lesa

Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga - Residents' meeting for Seyðfjörður

Fundurinn verður haldinn í Herðubreið fimmtudaginn 14. október næst komandi frá klukkan 16:00-18:00.
Lesa

Leiguíbúð 60 ára og eldri á Seyðisfirði

Múlaþing auglýsir til leigu íbúð Múlavegi 36 Seyðisfirði. Íbúðin er tveggja herbergja alls 67,1 m2. Eitt svefnherbergi, eldhús, stofa, þvottaherbergi og baðherbergi. Umsóknum má skila inn á heimasíðu Múlaþings undir: „Umsóknir/Húsnæði og búseta“ Umsókn um leiguíbúð (Ársalir, Hamrabakki, Múlavegur). Nánari upplýsingar veitir Hreinn Halldórsson í Síma 866 5582.
Lesa

Kynningarfundur vegna byggingarleyfisumsókna

Kynningarfundur fyrir hönnuði og byggingarstjóra á Teams.
Lesa
Getum við bætt efni þessarar síðu?