Fara í efni

Yfirlit frétta

Tilkynning um ráðningu fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi
01.12.20 Fréttir

Tilkynning um ráðningu fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Eiður Ragnarsson hefur verið ráðinn fulltrúi sveitarstjóra á Djúpavogi. Um er að ræða 40% starf með fastri viðveru á mánudögum á skrifstofu Múlaþings á Djúpavogi. Fulltrúi sveitarstjóra er staðgengill sveitarstjóra og hefur umsjón með daglegum rekstri sveitarfélagsins á staðnum, í samráði við sveitarstjóra og yfirmenn viðkomandi sviða.
Mynd Ómar Bogason.
25.11.20 Fréttir

Grenndarkynning - Vesturvegur 4

Á fundi umhverfis- og framkvæmdarráðs þann 18. nóvember 2020 var ákveðið að láta fara fram grenndarkynningu sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á eftirfarandi tillögum: 202010499 - Vesturvegur 4 – umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Um er að ræða byggingarleyfi vegna breytinga á íbúðarhúsi við Vesturveg 4 á Seyðisfirði í verslunar- og þjónustuhús í samræmi við framlögð kynningargögn, dags. 11. október 2020.
Grenndarkynning - Skólavegur 1
25.11.20 Fréttir

Grenndarkynning - Skólavegur 1

Á fundi umhverfis- og framkvæmdarráðs þann 18. nóvember 2020 var ákveðið að láta fara fram grenndarkynningu sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á eftirfarandi tillögum: 202011018 – Skólavegur 1 – umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Um er að ræða byggingarleyfi fyrir aukaskólastofur við Skólaveg 1, Rauðaskóla á Seyðisfirði í samræmi við framlögð kynningargögn, dags. 6. október 2020. Ábendingum eða athugasemdum skulu senda í síðasta lagi þann 17. desember 2020 í tölvupósti á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is.
Útrýming á ofbeldi gegn konum
24.11.20 Fréttir

Útrýming á ofbeldi gegn konum

Átakið hefst þann 25. nóvember sem er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu á ofbeldi gegn konum og því lýkur þann 10. desember á mannréttindadeginum. Í samvinnu við Soroptimistaklúbb Austurlands hefur sveitarfélagið ákveðið að lýsa upp með appelsínugulu byggingar í hverjum þéttbýliskjarna sveitarfélagsins á meðan á átakinu stendur og sýna þannig samstöðu og standa með konum. 
Mynd Unnar Jósepsson.
23.11.20 Fréttir

Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 - 2030. Kynningarfundur.

Á morgun, þriðjudaginn 24. nóvember, klukkan 17:00 verður kynningarfjarfundur um skipulagslýsinguna. Vegna samkomutakmarkana og sóttvarnarráðstafana fer fundurinn fram í gegnum Facebook síðu Múlaþings. Áformað er að reisa snjóflóðavarnagarða á Seyðisfirði undir Bjólfshlíðum. Gert er ráð fyrir að varnargarðarnir verði þrír og nefnast þeir Bakkagarður, Fjarðargarður og Öldugarður. Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta öryggi íbúa Seyðisfjarðar gagnvart snjóflóðum. Fyrirhugaðar snjóflóðavarnir samræmast ekki gildandi aðalskipulagi og ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið. Áður en framkvæmdarleyfi er veitt þarf að gera breytingarnar á aðalskipulaginu þar sem gerð verður grein fyrir varnarmannvirkjunum og leggja fram deiliskipulag
Ljósmynd Jón Halldór Guðmundsson.
23.11.20 Fréttir

Ný og spennandi störf hjá Múlaþingi

Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest í störfin sem auglýst voru hjá Múlaþingi á dögunum. Sjá hér. Ástæða framlengingar er að athugasemdir bárust sveitarfélaginu um mjög skamman umsóknarfrest en fáar umsóknir bárust með þeim grunnkröfum sem gerðar voru.
Frá aðgerðarstjórn Austurlands
23.11.20 Fréttir

Frá aðgerðarstjórn Austurlands

Aðgerðastjórn áréttar nú í aðdraganda jóla að við gætum vel hvert að öðru og hringjum reglulega í ættingja, vini og kunningja, sér í lagi þá sem kunna að búa við einangrun, þá er dvelja á dvalar- og hjúkrunarheimilum, sjúkrahúsum og svo framvegis.
Covid-19 staða Austurlands
20.11.20 Fréttir

Covid-19 staða Austurlands

Eitt Covid smit er á Austurlandi og 38 einstaklingar eru í sóttkví. Nær allir þeir sem nú eru í sóttkví fóru í sýnatöku í dag. Þeir þurfa að vera áfram í sóttkví þar til þeir hafa fengið eðlilega niðurstöðu. Vænta má að niðurstöður liggi fyrir seint í kvöld.
Ekki fleiri greind smit
19.11.20 Fréttir

Ekki fleiri greind smit

Fleiri COVID smit hafa ekki greinst á Austurlandi utan það sem greindist þriðjudaginn 17. nóv síðastliðinn. Þrjátíu og sjö einstaklingar eru sem fyrr í sóttkví. Vegna framangreinds smits fóru sex í sýnatöku í gærmorgun. Niðurstaða barst í gærkvöldi. Engin smit greindust. Þeir sem nú eru í sóttkví munu samkvæmt verklagi skimaðir á morgun þegar vika er liðin frá mögulegri síðustu útsetningu við hinn smitaða. Framhald sóttkvíar ræðst af niðurstöðunni. Aðgerðastjórn minnir á mikilvægi þess að við gætum að öllum persónubundnum smitvörnum, nú sérstaklega í ljósi þess að uppruni smits á svæðinu er óljós. Aðgerðastjórn er vongóð um að náðst hafi utan um verkefnið og fleiri smit greinist ekki. Gætum þó sérstaklega að okkur næstu viku. Höldum áfram að gera þetta í sameiningu og styðjum hvert annað, öll sem eitt.
Mynd fengin af vef.
19.11.20 Fréttir

Alþjóðlegi klósettdagurinn er í dag

Við eigum öll okkar þátt í mengun í vatni og sjó og því er það í okkar höndum að draga úr henni. Það á aðeins þrennt að fara í klósettið: Piss, kúkur og klósettpappír. Klósettið er enginn staður fyrir eyrnapinna, bómullarhnoðra, blautklúta, smokka og annað rusl.
Getum við bætt efni þessarar síðu?