Fara í efni

Yfirlit frétta

Covid-19 staða Austurlands
20.11.20 Fréttir

Covid-19 staða Austurlands

Eitt Covid smit er á Austurlandi og 38 einstaklingar eru í sóttkví. Nær allir þeir sem nú eru í sóttkví fóru í sýnatöku í dag. Þeir þurfa að vera áfram í sóttkví þar til þeir hafa fengið eðlilega niðurstöðu. Vænta má að niðurstöður liggi fyrir seint í kvöld.
Ekki fleiri greind smit
19.11.20 Fréttir

Ekki fleiri greind smit

Fleiri COVID smit hafa ekki greinst á Austurlandi utan það sem greindist þriðjudaginn 17. nóv síðastliðinn. Þrjátíu og sjö einstaklingar eru sem fyrr í sóttkví. Vegna framangreinds smits fóru sex í sýnatöku í gærmorgun. Niðurstaða barst í gærkvöldi. Engin smit greindust. Þeir sem nú eru í sóttkví munu samkvæmt verklagi skimaðir á morgun þegar vika er liðin frá mögulegri síðustu útsetningu við hinn smitaða. Framhald sóttkvíar ræðst af niðurstöðunni. Aðgerðastjórn minnir á mikilvægi þess að við gætum að öllum persónubundnum smitvörnum, nú sérstaklega í ljósi þess að uppruni smits á svæðinu er óljós. Aðgerðastjórn er vongóð um að náðst hafi utan um verkefnið og fleiri smit greinist ekki. Gætum þó sérstaklega að okkur næstu viku. Höldum áfram að gera þetta í sameiningu og styðjum hvert annað, öll sem eitt.
Mynd fengin af vef.
19.11.20 Fréttir

Alþjóðlegi klósettdagurinn er í dag

Við eigum öll okkar þátt í mengun í vatni og sjó og því er það í okkar höndum að draga úr henni. Það á aðeins þrennt að fara í klósettið: Piss, kúkur og klósettpappír. Klósettið er enginn staður fyrir eyrnapinna, bómullarhnoðra, blautklúta, smokka og annað rusl.
Vátryggingaútboð Múlaþings 2021-23
13.11.20 Fréttir

Vátryggingaútboð Múlaþings 2021-23

Múlaþing og tengdir aðilar óska eftir tilboðum í vátryggingar fyrir tímabilið 2021 – 2023.
Laura Tack með tveimur af verkum sínum. Ljósmynd Sigríður Heiðdal.
12.11.20 Fréttir

"I don't know how to human in theater of nature"

Laugardaginn 14. nóvember opnar sýningin "I don't know how to human in theater of nature" með listakonunni Laura Tack á efri hæð Sláturhússins. Þar sem að fjöldatakmarkanir eru í gildi vegna Covid -19 verður ekki um eiginlega opnun að ræða kl 14:00 heldur munum við taka á móti gestum frá kl 14-18. Einungis 10 manns geta verið inni á sýningunni í einu og því munum við bjóða upp á heitt kakó og meðlæti til að stytta fólki stundir fyrir utan Sláturhúsið. Listakonan verður sjálf á staðnum og leiðir gesti um sýninguna. Tveggja metra reglan er í fullu gildi og við mælumst til þess að gestir mæti með grímu.
Fjárhagsáætlun 2021 – 2024
11.11.20 Fréttir

Fjárhagsáætlun 2021 – 2024

Tillaga að fyrstu fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2021 ásamt 3ja ára áætlun fyrir 2022-2024 verður lögð fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn Múlaþings á fundi þann 11. nóvember 2020. Seinni umræða er áætluð þann 11. desember 2020. Var áætluninn afgreidd af byggðaráði þann 3. nóvember og vísað til fyrri umræðu.
Höldum áfram að gera þetta saman!
11.11.20 Fréttir

Höldum áfram að gera þetta saman!

Enginn er nú með virkt COVID smit á Austurlandi. Þó ástand sé gott í fjórðungnum eru sóttvarnareglur þess eðlis að þær geta verið íþyngjandi fyrir marga. Mikilvægt er þá að tapa ekki gleðinni og njóta þess að vera til. Ein leið til þess er að heyra reglulega í okkar nánustu og í öðrum þeim er kunna að eiga erfiða tíma. Skimum yfir sviðið hvert og eitt okkar og hjálpumst að við gleðja hvert annað. Höldum áfram að gera þetta saman.
Laus störf hjá Múlaþingi
06.11.20 Fréttir

Laus störf hjá Múlaþingi

Vakin er athygli á tveimur lausum störfum hjá Múlaþingi. Annars vegar er um að ræða verkefnisstjóra á umhverfis- og framkvæmdasviði og hins vegar leikskólafulltrúi á fjölskyldusviði.
Leikskólastarf óbreytt á mánudag
01.11.20 Fréttir

Leikskólastarf óbreytt á mánudag

Leikskólastarf í leikskólum Múlaþings verður með óbreyttum hætti mánudaginn 2. nóvember.
Starfsdagur í grunnskólum á mánudag
01.11.20 Fréttir

Starfsdagur í grunnskólum á mánudag

Þar sem ljóst er að hertar sóttvarnaraðgerðir hafa víðtæk áhrif á skipulag skólastarfs í grunnskólum hefur verið ákveðið að hafa starfsdag í grunnskólum Múlaþings til að gefa starfsfólki tækifæri til að bregðast við þeim aðstæðum sem fram undan eru
Getum við bætt efni þessarar síðu?