Fara í efni

Fréttir

Hraðaminnkandi aðgerðir

Á næstunni verða settar upp forsteyptar umferðareyjur með skiltum á völdum stöðum í þéttbýli Múlaþings til að minnka hraða.
Lesa

Home is where the heart is – Heima er þar sem hjartað slær

Call for participants / kallað er eftir þátttakendum.
Lesa

Sameiginlegur framboðsfundur í Múlaþingi

Laugardagskvöldið 7. maí klukkan 20:00.
Lesa

Aukin opnun á skrifstofu sýslumanns

Aukin opnun verður á skrifstofu sýslumanns á Egilsstöðum vegna kosningar utan kjörfundar, frá mánudeginum 2. maí til föstudagsins 13. maí. Hægt verður að kjósa frá klukkan 9-17 alla virka daga en almenn afgreiðsla er frá 9-15 mánudaga til fimmtudaga og 9-14 föstudaga.
Lesa

Breyttur opnunartími skrifstofunnar á Djúpavogi

Nýr opnunartími : Mánudagar til fimmtudagar frá klukkan 10.00 til 12.00 og frá 13.00 til 15.00 og föstudagar frá klukkan 10.00 til 12.00.
Lesa

Hvað þýðir þessi sameining fyrir ungt fólk í Múlaþingi - ungmennaþing 2022

Ungmennaþing 2022 er þing fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskólum Múlaþings. Er það ungmennaráð Múlaþings sem stendur fyrir þinginu og hefur séð um alla skipulagningu. Yfirskrift þingsins í ár er „Hvað þýðir sameining fyrir okkur?“ og er markmiðið að fá að heyra raddir ungmenna í Múlaþingi og á hvað þau vilja leggja áherslu varðandi umhverfis- og samgöngumál, íþrótta- og æskulýðsmál og grunnskóla og félagsmiðstöðvar.
Lesa

Regnbogagatan fær sína árlegu yfirhalningu

Regnbogagatan á Seyðisfirði var máluð eftir veturinn í gær, fimmtudaginn 28. apríl. Litrík gatan, sem hefur skipað sér stóran sess í huga fólks sem eitt af aðal myndefnum á Seyðisfirði, fær yfirhalningu á hverju vori. Þá eru allir velkomnir að taka þátt og mála, hvort sem um heimafólk er að ræða eða gesti.
Lesa

Nýr skólastjóri í Egilsstaðaskóla

Starf skólastjóra Egilsstaðaskóla var auglýst 25. mars sl. Sex umsóknir bárust. Kristín Guðlaug Magnúsdóttir hefur verið ráðin í starfið. Kristín hefur í rúm 30 ár starfað innan veggja grunnskóla, bæði sem kennari og stjórnandi. Frá árinu 2013 hefur Kristín verið aðstoðarskólastjóri Sunnulækjarskóla í Árborg en áður hafði hún verið deildarstjóri þar um fimm ára skeið.
Lesa

Upplýsingar vegna greiningar á skæðri fuglaflensu á Íslandi í apríl 2022

Ef vart verður við veika ósjálfbjarga fugla í nærumhverfi manna er möguleiki á að fuglinn sé veikur vegna smits af fuglaflensuveirunni. Almenningi er því ráðið frá að handleika veika fugla, en heldur beina erindi sínu til sveitarfélags, sem svo þarf að sjá til þess að gripið sé til aðgerða út frá dýravelferðarsjónarmiðum.
Lesa

Kynning á þeim sem gefa kost á sér til heimastjórna

Einstaklingum sem vilja gefa kost á sér til heimastjórna býðst að kynna sig og sín áherslumál á heimasíðu Múlaþings. Stofnaðar hafa verið sérstakar síður á mulathing.is þar sem upplýsingarnar verða birtar í stafrófsröð um þá einstaklinga sem þess óska og gefa kost á sér til setu í heimastjórn.
Lesa
Getum við bætt efni þessarar síðu?