Fara í efni

Yfirlit frétta

Nýr sparkvöllur á Egilsstöðum tilbúinn til notkunar
01.06.21 Fréttir

Nýr sparkvöllur á Egilsstöðum tilbúinn til notkunar

Framkvæmdum er að mestu lokið við nýjan sparkvöll á Suðursvæðinu á Egilsstöðum. Sparkvöllurinn sem er reyndar endurnýttur þar sem hann stóð fyrst við grunnskólann á Hallormsstað en var tekinn niður þar fyrir nokkrum árum og hefur nú verið settur upp að nýju.
Tillaga að breytingu á uppdrætti
27.05.21 Fréttir

Breyting á aðalskipulagi Seyðisfjarðar, ofanflóðavarnir undir Bjólfshlíðum

Auglýst er breyting á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 - 2030 vegna byggingu þriggja varnargarða undir Bjólfshlíðum. Breytingin felur jafnframt í sér skilgreiningu á efnistökusvæði í tengslum við uppbyggingu varnargarða, afmörkun skógræktar- og landgræðslusvæðis, breytingu á jafnáhættulínum vegna ofanflóða og skilgreiningu afþreyingar- og ferðamannasvæðis fyrir húsbíla.
Sóttvarnareglur rýmkaðar en enn þarf að fara með gát
27.05.21 Fréttir

Sóttvarnareglur rýmkaðar en enn þarf að fara með gát

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi kom saman þriðjudaginn 25. maí og sendi í kjölfarið frá sér eftirfarandi tilkynningu: „Nýjar sóttvarnareglur tóku gildi í gær og voru rýmkaðar talsvert. Heimilt er nú allt að hundrað og fimmtíu einstaklingum að koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Njótum þessa en förum engu að síður varlega enda það ítrekað sýnt sig að veiran er lítt fyrirsjáanleg. Gætum að okkar persónubundnu smitvörnum sem fyrr og sýnum sérstaka aðgát þar sem margir koma saman, svo sem á menningar- og íþróttaviðburðum. Þar mega enn fleiri koma saman eða þrjú hundruð gestir að uppfylltum skilyrðum.
Hreinsunarátak Múlaþings 2021
26.05.21 Fréttir

Hreinsunarátak Múlaþings 2021

Eigendum bíla og stærri málmhluta í þéttbýli á Djúpavogi, Egilsstöðum og í Fellabæ, í dreifbýli og þéttbýli á Borgarfirði, dreifbýli og þéttbýli á Seyðisfirði og í Eiða- og Hjaltastaðaþinghá, býðst aðstoð við að færa þá til förgunar, eigendum að kostnaðarlausu.
Sumarleyfi sveitarstjórnar Múlaþings
25.05.21 Fréttir

Sumarleyfi sveitarstjórnar Múlaþings

Fyrir fundi sveitarstjórnar þann 18. maí síðast liðinn var samþykkt að sumarleyfi sveitarstjórnar verði frá fundi þess 9. júní 2021 og til og með 6. ágúst 2021. Byggðaráð mun fara með fullnaðarafgreiðsluheimild mála þann tíma, sbr. 32. gr. samþykkta um stjórn Múlaþings. Fyrsti fundur sveitarstjórnar að afloknu sumarleyfi verður haldinn 18. ágúst. Fundir byggðaráðs verða með hefðbundnum hætti í júní, en gert er ráð fyrir að síðasti fundur þess fyrir sumarleyfi verði 6. júlí. Fyrsti fundur byggðaráðs eftir sumarleyfi verður 10. ágúst.
Erindi og könnun um Úthéraðsverkefnið
21.05.21 Fréttir

Erindi og könnun um Úthéraðsverkefnið

Fundurinn var fjarfundur og tekinn upp og er aðgengilegur á Facebooksíðu Múlaþings. Þau sem ekki gátu sótt fundinn í síðustu viku gefst því enn þá kostur á að hlýða á erindin. Jafnframt eru þau sem áhuga hafa, hvött til þess að svara stuttri könnun, eftir að hafa hlýtt á fyrirlestrana, en spurningakönnunina má finna hér. Frestur til að svara könnuninni er til 10. júní.
Rýmingarskilti einnig á ensku og pólsku fyrir Seyðisfjörð – Home Evacuation Sign – Ewakuacja z budyn…
20.05.21 Fréttir

Rýmingarskilti einnig á ensku og pólsku fyrir Seyðisfjörð – Home Evacuation Sign – Ewakuacja z budynku znak

Home Evacuation signs were distributed to all houses in Seyðisfjörður following the landslides at the end of 2020 by the Department Civil Protection and Emergency management. They contain important information for residents on evacuation measures, for example what to take with you if you have to leave your home. The signs have been translated into English and Polish and can be accessed in electronic form here.
Forval vegna hönnunar um skipulag og hönnun útsýnissvæðis við snjóflóðavarnargarðanna á Bjólfi
20.05.21 Fréttir

Forval vegna hönnunar um skipulag og hönnun útsýnissvæðis við snjóflóðavarnargarðanna á Bjólfi

Múlaþing auglýsir eftir þátttakendum í forval vegna fyrirhugaðrar hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun útsýnisstaðar við snjóflóðavarnargarða á fjallinu Bjólfi sem er í Seyðisfirði. Samkeppnin er haldin í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA. Markmið samkeppninnar er að auka útsýnis- og náttúruupplifun svæðisins ásamt því að tryggja öryggi gesta svæðisins. Ekki síður er markmiðið að gera svæðið að eftirsóknarverðum ferðamannastað á Austurlandi.
Sumarleyfi sveitarstjórnar og lokun bæjarskrifstofa Múlaþings
19.05.21 Fréttir

Sumarleyfi sveitarstjórnar og lokun bæjarskrifstofa Múlaþings

Fyrir fundi sveitarstjórnar í gær, 18. maí 2021, var samþykkt að sumarleyfi sveitarstjórnar verði frá fundi þess 9. júní 2021 og til og með 6. ágúst 2021. Byggðaráð mun fara með fullnaðarafgreiðsluheimild mála þann tíma, sbr. 32. gr. samþykkta um stjórn Múlaþings. Fyrsti fundur sveitarstjórnar að afloknu sumarleyfi verður haldinn 18. ágúst.
Björn Ingimarsson sveitarstjóri undirritar samstarfssamninginn.
18.05.21 Fréttir

The University of the Highlands and Islands

University forges new links with Icelandic community The University of the Highlands and Islands has embarked on a new initiative to promote closer connections between communities in the Highlands and Islands and Iceland. The university has signed an agreement with representatives from Múlaþing, a municipality in east Iceland. The agreement will allow the partners to identify potential research collaborations, particularly in areas relevant to the economies of both regions, such as tourism, fishing, aquaculture, agriculture, forestry and sustainability.
Getum við bætt efni þessarar síðu?