31.08.2021
kl. 15:00
Mögulega verða rafmagnstruflanir á Vopnafirði, Borgarfirði, Héraði, Seyðisfirði og Mjóafirði 02.09.2021 frá kl. 08:00 til kl. 18:00 vegna vinnu hjá Landsneti. Umrætt svæði verður rofið frá landshringnum og keyrt á virkjunum svæðisins.
Lesa
27.08.2021
kl. 14:59
Verkráð, f.h. Múlaþings, auglýsir eftir tilboðum í loftræstingu og í pípulagnir fyrir Sláturhús Menningarmiðstöð.
Lesa
27.08.2021
kl. 14:59
Vegna uppákomunnar í Dalseli á Egilsstöðum í gærkvöldi verður opin áfallamiðstöð í Egilsstaðaskóla milli klukkan 16 og 18 í dag. Þar veitir Rauði krossinn sálrænan stuðning og -skyndihjálp.
Lesa
25.08.2021
kl. 14:58
Vegna starfmanna- og fræðsluferðar starfsfólks skrifstofa Múlaþings verður skrifstofum sveitarfélagsins lokað fimmtudaginn 26. ágúst. Skrifstofurnar verða aftur opnar á hefðbundnum tíma frá og með föstudeginum.
Lesa
24.08.2021
kl. 14:57
Í dag, þriðjudaginn 24. ágúst, er búist við að Hálslón ofan Fjótsdalsstöðvar fyllist. Lónið fer þá á yfirfall, sem þýðir að Jökulsá á Dal neðan virkjunar verður vatnsmikil, straumhörð og gruggug, þar á meðal í Stuðlagili.
Lesa
23.08.2021
kl. 14:57
Múlaþing hyggur á framkvæmdir við félagsheimilið Fjarðarborg á Borgarfirði eystri sem styrkja munu umgjörð byggingarinnar sem samfélagsmiðstöðvar. Henni er ætlað að efla atvinnu- og menntunarmöguleika á svæðinu og stuðla að markaðssetningu Borgarfjarðar sem áhugaverðum búsetukosti.
Lesa
20.08.2021
kl. 14:56
Útgáfa Rb-blaðanna hefur færst frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands yfir til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Hingað til hafa flest blöðin einungis verið aðgengileg í áskrift en HMS hefur opnað fyrir aðgengi að þeim öllum og nú er hægt að nálgast eldri útgáfur á heimasíðu HMS.
Lesa
20.08.2021
kl. 14:56
Starf Garðyrkjustjóra Múlaþings var auglýst í byrjun júlí og rann umsóknarfrestur út 5. ágúst síðast liðinn. Fjórar umsóknir bárust.
Ákveðið hefur verið að ráða Jón Kristófer Arnarson garðyrkjufræðing í starfið. Jón er Austfirðingum kunnur en hann bjó og starfaði um árabil á Austurlandi.
Lesa
20.08.2021
kl. 14:55
Á Austurlandi eru nú 7 í einangrun og 58 í sóttkví. Töluverður fjöldi er í sóttkví og verður það áfram þar til seinni sýnatakan fer fram. Vonir standa til að tekist hafi að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita.
Lesa
19.08.2021
kl. 14:54
Sveitarstjórn Múlaþings auglýsir kynningu á skipulags- og matslýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 í tengslum við Fjarðarheiðargöng. Kynntar verða breytingar á þéttbýlisuppdrætti og greinagerð skipulagsins og er kynningin haldin samkvæmt ákv. í gr. 4.2.4 í skipulagsreglugerð.
Lesa