Fara í efni

Fréttir

Tendrun jólatrés á Djúpavogi

Jólatré Djúpavogs verður tendrað annan í aðventu, sunnudaginn 4. desember klukkan 17:00 á Bjargstúni.
Lesa

Óvissustigi vegna skriðuhættu aflýst á Austurlandi

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands aflýsir óvissustigi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Mikið rigndi í nóvember og var óvissustig sett á 23. nóvember síðastliðinn. Grunnvatnsstaða var þá víða há og spáð áframhaldandi rigningu.
Lesa

Veðurhorfur og mat á aðstæðum á Seyðisfirði, 27.11

Úrkoma síðasta sólarhring var ekki nema 7-8 mm samkvæmt úrkomumælum í Seyðisfirði. Almennt hafa hreyfingarnar ekki verið miklar, mest tæpir 10 cm í Búðarhrygg frá því í byrjun nóvember sem hefur ekki gefið tilefni til aðgerða. Utan hryggjarins hefur hreyfing verið mun minni og hefur dregið úr henni í nótt frá því sem verið hefur síðustu daga.
Lesa

Veðurhorfur og mat á aðstæðum á Seyðisfirði

Óvissustig er í gildi á Austfjörðum vegna skriðuhættu. Töluvert rigndi í gær og mikið hefur rignt í landshlutanum í haust. Grunnvatnsstaða er há þar sem hún er mæld, á Seyðisfirði og Eskifirði og má gera ráð fyrir að hún sé almennt há í landshlutanum.
Lesa

Íbúar hvattir til að huga að niðurföllum

Hætta er á að niðurföll stíflist og getur það leitt til vatnsleka
Lesa

Veðurhorfur og mat á aðstæðum á Seyðisfirði, 24.11

Á meðan úrkomutíð er á Austfjörðum verða daglegar fréttir um aðstæður á Seyðisfirði birtar á Bloggsíðu Veðurstofu Íslands þannig að íbúar geti fylgst með þróun mála. Fréttir verða með sama sniði og í fyrra og munu upplýsingar birtast daglega fyrir hádegi. Þegar aðstæður verða orðnar skaplegri verður fréttum fækkað og birtar þar vikulega.
Lesa

Jólakötturinn 2022

Jólamarkaður 2022 verður haldinn að Valgerðarstöðum í Fellum (gamli Barri), laugardaginn 10. desember klukkan 11:00-16:00.
Lesa

Óvissustig á Austurlandi

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýsir yfir óvissustigi almannavarna á Austurlandi vegna skriðuhættu.
Lesa

Hádegisfundur í Löngubúð, fimmtudaginn 24. nóvember

Í nóvember eru 150 ár liðin frá því að veðurathuganir hófust að Teigarhorni. Í tilefni þess býður Veðurstofa Íslands ásamt Fólkvanginum að Teigarhorni til hádegisfundar í Löngubúð, Djúpavogi, fimmtudaginn 24. nóvember.
Lesa

Stafrænn foreldrafundur um netöryggi barna

Miðvikudaginn 23. nóvember verður haldinn stafrænn foreldrafundur um netöryggi barna sem Ríkislögreglustjóri stendur fyrir í samvinnu við Barnaheill, 112, SAFT, Heimili og skóla, Inhope Ins@fe og Fjölmiðlanefnd.
Lesa
Getum við bætt efni þessarar síðu?