Fara í efni

Fréttir

Sveitastjórn Múlaþings styður úkraínsku þjóðina

Sveitarstjórn Múlaþings fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði þjóðarinnar. Sveitarstjórn lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina og þær aðgerðir er alþjóðasamfélagið hefur gripið til gegn yfirvöldum í Rússlandi. Sveitarstjórn Múlaþings lýsir sig reiðubúna til að koma að aðstoð við fólk á flótta og tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga.
Lesa

Nýjar lóðir á Djúpavogi

Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur samþykkt að auglýsa nýjar lóðir við Borgarland lausar til úthlutunar. Umsóknarfrestur er til og með 24. mars nk.
Lesa

Þjóðleikur

Lesa

Klippimyndasmiðja fyrir börn og unglinga

KLIPPIMYNDASMIÐJA fyrir börn og unglinga með klippilistamanninum Marc Alexander Bókasafn Djúpavogs Þriðjudagur 15. mars kl. 16 - 18 Bókasafn Héraðsbúa Miðvikudagur 16. mars kl. 16 - 18 Bókasafn Seyðisfjarðar Fimmtudagur 17. mars kl. 16 - 18
Lesa

Framkvæmdir í Sláturhúsinu

Undanfarna mánuði hefur mikið gengið á í Sláturhúsinu. Þar eru framkvæmdir í fullum gangi og miðar vel áfram. Framkvæmdir utanhúss eru á síðustu metrunum, en skipt var um þak á öllu húsinu og klárað að klæða það að utan. Einnig var bætt við gluggum og hurðum eftir þörfum.
Lesa

21. fundur Sveitarstjórnar Múlaþings

21. fundur Sveitarstjórnar Múlaþings verður haldinn í Fjarðarborg, Borgarfirði, 9. mars 2022 og hefst klukkan 14:00.
Lesa

Vinnustofa 5. mars á Djúpavogi

Vinnustofan felur í sér hönnun og uppsetningu á samfélagslegum leiðarvísi sem saminn verður af Djúpavogsbúum fyrir farþega skemmtiferðaskipa á Djúpavogi. Vinnustofan verður haldin í Löngubúð klukkan 14:00-17:00, laugardaginn 5. mars.
Lesa

Undirritun samkomulags um húsnæði við voginn á Djúpavogi ARS LONGA – samtímalistasafn

Aðdragandann að safninu má rekja til Eggjanna í Gleðivík eftir Sigurð Guðmundsson sem voru keypt með dyggri aðstoð Djúpavogshrepps þrátt fyrir erfitt efnahagsástand í upphafi hrunsins. Það hefur þó sannast á þeim 12 árum sem verkið hefur staðið að ekki einungis geta listaverk haft jákvæð áhrif á íbúa og gesti staðarins, heldur geta þau orðið að einkenni og ímynd svæðisins sem gerir hann að sérstökum áfangastað.
Lesa

Styrkir Fjölskylduráðs: umsóknarfrestur til og með 15. mars

Fjölskylduráð Múlaþings auglýsir til umsóknar styrki til íþrótta- og tómstundastarfs með umsóknarfrest til og með 15. mars 2022. Múlaþing veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til íþrótta- og tómstundatengdra verkefna.
Lesa

Snjómokstur – sýnum varkárni

Unnið er að snjómokstri í öllum bæjarhlutum Múlaþings, en mikið hefur snjóað að undanförnu og veður ekki alltaf upp á það besta.
Lesa
Getum við bætt efni þessarar síðu?