Fara í efni

Fréttir

Ný leikskóladeild og innritun í leikskóla

Í janúar var opnuð leikskóladeild á Vonarlandi og tilheyrir deildin leikskólanum Hádegishöfða í Fellabæ en deildin mun starfa tímabundið fram að sumarlokun leikskólanna. Á deildinni eru börn fædd 2020 og 2021. Þar sem ekki hafa verið starfandi dagforeldrar á Héraði í vetur var mikilvægt að geta komið til móts við foreldra barna sem urðu ársgömul í haust og vetur.
Lesa

Úthérað – opinn fundur

Um nokkurt skeið hefur verið unnið að verkefni á vegum Fljótsdalshéraðs og nú Múlaþings undir heitinu Úthéraðsverkefnið. Upphaflegur tilgangur verkefnisins var að gera tillögur um hvernig mætti gera Úthérað að áfangastað ferðamanna og bæta búsetuskilyrði á svæðinu.
Lesa

Klippimyndasmiðja á Bókasafni Héraðsbúa fellur niður í dag

Klippimyndasmiðja á Bókasafni Héraðsbúa fellur niður í dag vegna veikinda.
Lesa

Listaverkasala til styrktar Úkraínu safnaði 500.000 kr.

Skaftfell Myndlistarmiðstöð skipulagði sölu á listaverkum til styrktar Úkraínu í samvinnu við listasamfélag Seyðisfjarðar. Yfir 30 listamenn af svæðinu gáfu verk sín og settu upp pop-up sýningu, auk þess sem tónlistarmennirnir Vigdís Klara Aradóttir og Guido Bäumer buðu upp á lifandi tónlistarflutning.
Lesa

Frettatilkynning - nýr forstöðumaður Skaftfells

Stjórn Skaftfells kynnir með ánægju að Pari Stave hefur verið ráðin nýr forstöðumaður Skaftfells, Myndlistarmiðstöð Austurlands. Hún tekur til starfa 1. maí næstkomandi.
Lesa

Auglýst eftir fræðslustjóra Múlaþings

Auglýst hefur verið til umsóknar starf fræðslustjóra Múlaþings með umsóknarfresti til 28. mars 2022.
Lesa

Gætum við mögulega valið að ganga eða hjóla oftar?

Að velja oftar að ganga eða hjóla, þau okkar sem geta það, eykur hreyfingu og útiveru. Það hefur þá gjarnan í för með sér betri andlega og líkamlega heilsu, sem aftur getur dregið úr álagi á heilbrigðiskerfið.
Lesa

Múlaþing verður aðili að Barnvænum sveitarfélögum

Sveitarfélög sem taka þátt og innleiða Barnasáttmálann geta hlotið viðurkenningu sem Barnvæn sveitarfélög. Innleiðingarferlið tekur að minnsta kosti tvö ár og skiptist í 8 skref sem sveitarfélag stígur með það að markmiði að virða og uppfylla réttindi barna. Sveitarfélögin munu þannig innleiða Barnasáttmálann með markvissum hætti í alla sína stjórnsýslu og starfsemi með stuðningi frá UNICEF á Íslandi.
Lesa

Spennandi verkefni í garðyrkju

Þeir þéttbýliskjarnar sem mynda hið unga sveitarfélag Múlaþing eru um margt ólíkir þegar kemur að náttúru, umhverfi og jafnvel veðurfari. Hefðir og afstaða til garðyrkju og gróðurs á hverjum stað eru breytilegar og mótaðar af þessum aðstæðum.
Lesa

Auknar líkur á votum flóðum, krapaflóðum og skriðuföllum á Suðausturlandi og Austfjörðum

Vert er að taka fram að á Seyðisfirði er búist við heldur minni rigningu en sunnar á Austfjörðum og litlar líkur eru taldar á að þessi rigning og leysing hafi teljandi áhrif á stöðugleika í gamla skriðusárinu. Náið verður fylgst með mælitækjum og þróun veðurs og aðstæðna.
Lesa
Getum við bætt efni þessarar síðu?