03.07.25
Fréttir
Rýnt í lággróðurinn á sumarsýningu ARS LONGA
Sumarsýning samtímalistasafnsins ARS LONGA á Djúpavogi var opnuð við hátíðlega athöfn og að viðstöddu fjölmenni um liðna helgi. Á sýningunni sem ber yfirskriftina Í lággróðrinum kannar listafólk með fjölbreyttum hætti flókin tengslanet sem tengja okkur við landið, sameiginlegt minni og sögulega framvindu tímans.