25.08.23
Fréttir
Ný afgreiðslukerfi í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum tekið í notkun 28. ágúst
Núna á mánudaginn, 28. ágúst, verður skipt um afgreiðslukerfi í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum í Múlaþingi. Hefur þessi breyting ekki áhrif á reglulega notendur miðstöðvanna að öðru leyti en því að nú verða öll kort í veski í símanum.