27.01.2022
kl. 14:19
Í Kastljósi í gær, miðvikudag, var rætt við forseta sveitarstjórnar Gauta Jóhannesson (mín 13:53). Umræðuefnið var að Sveitarfélagið Múlaþing hefur gert samning við skoskan háskóla um fjarnám og opnun útibús á Seyðisfirði.
Lesa
27.01.2022
kl. 14:13
Múlaþing er ríkt af drífandi og skapandi fólki sem endurspeglast í þeim umsóknum sem bárust. Verkefnin eru fjölbreytt og spanna m.a. bókaútgáfur, tónleika, sviðslistaverk og kvikmyndaframleiðslu sem verða unnin innan Múlaþings og á Austurlandi.
Lesa
26.01.2022
kl. 13:17
Gjalddagar fasteignagjalda árið 2022 verða 9. Fyrsti gjalddagi er 1. febrúar og sá síðasti 1. október. Eindagi hverrar greiðslu er síðasti virki dagur viðkomandi mánaðar. Ef heildarupphæð gjalda á viðkomandi eign er undir 30.000 kr. innheimtist allt gjaldið á 1. gjalddaga.
Lesa
19.01.2022
kl. 10:30
Kynningunni hefur verið frestað til 9. febrúar sökum sóttkvíar heimsóknargesta.
Á morgun miðvikudag fer fram opin kynning á frístundastarfi í sveitarfélaginu í fjarfundarformi.
Lesa
19.01.2022
kl. 08:24
Hinsegin föndurkvöld, kvikmyndaklúbbur með hinsegin þema, hinsegin trúnó, heimsókn frá Hinsegin Austurlandi og hinsegin spurningakeppni er meðal þess sem unglingum Múlaþings býðst í félagsmiðstöðvunum sínum þessa vikuna.
Lesa
19.01.2022
kl. 08:17
Síðastliðinn sólarhring greindust um 20 ný smit á Austurlandi, langflest þeirra á Reyðarfirði og í Neskaupstað. Það er því viðbúið að fleiri smit greinist næstu daga þar sem enn er töluverður fjöldi í sóttkví. Áfram er því mikilvægt að íbúar Austurlands fari í sýnatöku við minnstu einkenni eða grun um útsetningu smits.
Lesa
17.01.2022
kl. 15:26
Sú jákvæða þróun sem að framan er lýst byggir á samstilltu átaki alls og allra í samfélaginu okkar á Austurlandi. Aðgerðastjórn þakkar íbúum góð viðbrögð og þátttöku í persónulegum smitvörnum og treystir á áframhaldandi góða samvinnu. Í hönd fer tími þorrablóta sem er tengdur samveru og hópamyndun í hugum okkar margra. Í því sambandi skal minnt á gildandi hópatakmörk við 10 manns og það að virða þau mörk er mjög mikilvæg sóttvarnaaðgerð.
Lesa
17.01.2022
kl. 11:04
Síðustu misseri hefur verið unnið að greiningu á viðhaldsþörf og gerð áætlun um framkvæmdir í Múlaþingi. Meðfylgjandi eru upplýsingar um þær framkvæmdir sem hafnar eru við grunnskólann á Djúpavogi og íþróttamiðstöðina.
Lesa
15.01.2022
kl. 19:45
Við hvetjum alla þá sem eru með einkenni eða telja sig hafa verið útsettir fyrir smiti, að fara í sýnatöku og halda sig til hlés á meðan beðið er eftir niðurstöðum. Fólk skráir sig í sýnatöku á heilsuvera.is.
Lesa
14.01.2022
kl. 13:01
Múlaþing hefur ráðið tímabundið til starfa aðgengisfulltrúa sem sér til þess að gerðar séu úttektir á aðgengi, þ.e. á þjónustu og starfsemi viðkomandi aðila í víðum skilningi. Leiði úttekt í ljós að úrbóta sé þörf hlutast aðgengisfulltrúi til um að gerðar séu tímasettar áætlanir um úrbætur. Aðgengisfulltrúi Múlaþings er Fanney Sigurðardóttir.
Lesa