01.02.2021
kl. 08:16
Sjöundi fundur sveitarstjórnar Múlaþings verður haldinn í fjarfundi, 1. febrúar 2020 og hefst klukkan 16:00. Hægt er að fylgjast með fundinum á Youtube rás sveitarfélagsins hér.
Dagkskrá:
Erindi
1. 202012168 Skriðuföll á Seyðisfirði.
Lesa
29.01.2021
kl. 11:25
Haldinn á Facebook þann 1. febrúar 2021 klukkan 17:00
Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu mála. Fundurinn fer fram í gegnum Facebooksíðu Múlaþings
Íbúar geta sent inn spurningar fyrir fundinn á netfangið mulathing@mulathing.is
Lesa
29.01.2021
kl. 08:34
Stöðufundur var í gærmorgun með lögreglu, almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Veðurstofu, fulltrúum Múlaþings og fleirum. Farið var yfir stöðu hreinsunarstarfs og varnargarða, líkanreikninga vegna hættumats, vöktunar Veðurstofu, rýmingaráætlana og fleira.
Hreinsunarstarf er í ágætum farvegi og vinna við frágang varnargarðanna gengur vel. Það er lítur að öryggisþætti þeirra er að mestu lokið.
Lesa
27.01.2021
kl. 11:17
Vegna afleiðinga aurflóðanna á Seyðisfirði verður geðheilbrigðisþjónusta HSA með tvo starfsmenn næstu vikur á Heilsugæslu HSA á Seyðisfirði, á miðvikudögum milli 08:00 til 15:00. Opið er fyrir því að auka við þjónustuna ef þörf verður á.
Þeir sem telja sig þurfa sérhæfða aðstoð vegna áfallaeinkenna eru hvattir til að bera sig eftir henni.
Lesa
27.01.2021
kl. 10:47
Að gefnu tilefni er vakin athygli á lausum störfum í Múlaþingi.
Múlaþing er nýtt sveitarfélag á Austurlandi sem varð til 4. október sl. með sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Íbúar eru rúmlega 5.000. Sveitarfélagið er landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins og nær yfir um 11 þúsund ferkílómetra.
Lesa
26.01.2021
kl. 12:07
Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi hefur ákveðið að lækka almannavarnastig á Seyðisfirði úr hættustigi á óvissustig. Hættustig hefur verið í gildi frá 20. desember þegar það var lækkað úr neyðarstigi vegna skriðunnar sem féll 18. desember síðastliðinn.
Lesa
26.01.2021
kl. 08:17
Framkvæmdastjóri NTÍ verður til viðtals á Seyðisfirði, dagana 26. og 27. janúar næst komandi. Hægt er að bóka viðtal við framkvæmdastjóra til að fá nánari upplýsingar um lög og reglur NTÍ, koma á framfæri athugasemdum við kynnt tjónamat eða annað sem ástæða er til að ræða. Hægt er að bóka viðtal hér eða í síma 575-3300.
Lesa
25.01.2021
kl. 13:25
Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu á þeim húsum undir Múla sem lentu á milli skriðutauma þegar stóra skriðan féll 18. desember síðastliðinn. Forsendur sem settar voru fyrir afléttingu voru tvíþættar:
Lesa
25.01.2021
kl. 11:53
Félagsráðgjafi frá félagsþjónustu Múlaþings verður staðsettur alla mánudaga frá klukkan 10:00-14:00 í Íþróttahúsi Seyðisfjarðar, næstu vikurnar eða eftir þörfum. Hægt er að panta tíma í tölvupósti g.helga.elvarsdottir@mulathing.is. Hægt er að óska eftir samtölum, aðstoð við fjárhagsmál og annað.
Lesa
23.01.2021
kl. 14:13
Haldinn verður upplýsingafundur fyrir Seyðfirðinga mánudaginn 25. janúar kl. 17.00.
Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu mála. Fundurinn fer fram í gegnum Facebooksíðu Múlaþings. Farið verður yfir helstu atriði sem fram koma á fundinum á ensku og pólsku. Íbúar geta sent inn spurningar fyrir fundinn á netfangið mulathing@mulathing.is
Lesa