Fara í efni

Fréttir

Sirkusnámskeið á Egilsstöðum 30-31 júlí

Við viljum endilega minna á sirkuslistanámnskeiðið í íþróttahúsi Fellabæjar, námskeiðið er frítt en það þarf að skrá sig.
Lesa

Aðalskipulagsbreyting, náma í Stafdal

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum þann 9.júní 2021 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðar 2010-2030. Breytingin er auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur í sér skilgreiningu á efnistökusvæði í Stafdal í norðanverðum Efri Staf í Seyðisfirði.
Lesa

Miðbæjarskipulag Egilsstaða staðfest

Endurskoðun á gildandi deiliskipulagi fyrir Miðbæ Egilsstaða tók gildi 14. júlí síðastliðinn.
Lesa

Nýtt íbúðahverfi á Seyðisfirði

Deiliskipulag fyrir nýtt hverfi undir íbúðabyggð við Garðarsveg tók gildi þann 8. júlí síðastliðinn og er vinna við gatnagerð á svæðinu hafin.
Lesa

Smiðjuhátíð Tækniminjasafnsins

Smiðjuhátíð Tækniminjasafnsins verður haldin dagana 21. til 24. júlí. Að þessu sinni verður hátíðin haldin í og í kringum Herðubreið. Í boði verða námskeið fyrir börn og fullorðna, kvikmyndasýningar, tónleikar og að sjálfsögðu kótiletturnar margfrægu. Smellið á lesa meira fyrir dagskrá.
Lesa

Óskað eftir tilboðum í utanhússfrágang á Sláturhúsinu

Múlaþing óskar eftir tilboðum í utanhússfrágang á Sláturhúsinu Menningarmiðstöð á Egilsstöðum.
Lesa

Frelsi afhjúpað í dag!

Listaverk Sigurðar Guðmundssonar á Djúpavogi
Lesa

Vertu velkomin á LungA 2021!

Dagana 14. – 17. júlí 2021 verður LungA, listahátíð ungs fólks á Austfjörðum, haldin hátíðlega, en nú með breyttu sniði. Boðið verður upp á þrjár vinnusmiðjur yfir þrjá daga, en smiðjur LungA 2021 verða sex talsins: fjórar þriggja daga listasmiðjur, ein barnasmiðja og ein netsmiðja. Listasmiðjurnar enda svo á tónleikakvöldi og partýi laugardaginn 17. júlí frá klukkan 21:00 - klukkan 03:30 á Seyðisfirði.
Lesa

Reddingakaffi

Kynningin á Seyðisfirði verður í Herðubreið þann 11. júlí klukkan 14:00 og á Egilsstöðum þann 13. júlí klukkan 14:00 í Ný-ung.
Lesa

Breyting á Aðalskipulagi Seyðisfjarðar, Vesturvegur 4

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum þann 9.júní 2021 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðar 2010-2030. Breytingin er auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur í sér breytingu á landnotkun á lóð Vesturvegar 4, úr íbúðarsvæði með hverfisvernd yfir í blandaða landnotkun íbúðarbyggðar og verslunar og þjónustu með hverfisvernd.
Lesa
Getum við bætt efni þessarar síðu?