Fara í efni

Yfirlit frétta

Ljósmynd Jón Halldór Guðmundsson
07.12.20 Fréttir

Frá almannavarnarteyminu - ekkert virkt covid smit

Aðgerðastjórn bendir og á að í gegnum COVID mistrið megi nú glitta í fast land. Óvíst er þó hversu löng sigling er eftir. Þrautseigja og þolgæði okkar skipverja eru því ágæt einkunnarorð að styðjast við í þeirra stöðu. Því áréttar stjórnin hefðbundna möntru sína um að gæta að persónubundnum sóttvörnum, huga að fjarlægðarmörkum og grímunotkun, handþvotti og sprittun.
Fyrirlestur fyrir foreldra um líðan barna á tímum Covid-19
04.12.20 Fréttir

Fyrirlestur fyrir foreldra um líðan barna á tímum Covid-19

Foreldrar í Múlaþingi eru hvattir til þess að fylgjast með fyrirlestri og spjalli sem ber yfirskriftina „Foreldrahlutverkið og staða barna á tímum COVID-19“ miðvikudaginn 9. desember frá klukkan 14:00 til 15:00. Skráning á fyrirlesturinn fer fram hér. Áhersla verður lögð á líðan, orkudrykki og nikótínpúða en geta þátttakendur sent inn spurningar og tekið þátt í umræðunni. Fyrirlesturinn byggir á niðurstöðum úr tveimur könnunum sem lagðar voru fyrir á unglingastigi grunnskóla víða um land, þ.á.m á Héraði. Fyrri könnunin var lögð fyrir í febrúar síðast liðinn, fyrir Covid-19 faraldurinn, en sú seinni í október. Niðurstöðurnar gefa því nokkuð nákvæmar vísbendingar um áhrif faraldursins á unglingana.
Mynd frá vetrarlistahátíðinni List í ljósi á Seyðisfirði.
02.12.20 Fréttir

Laus störf

Vakin er athygli á lausum störfum hjá Múlaþingi. Múlaþing er nýtt sveitarfélag á Austurlandi sem varð til 4. október síðast liðinn með sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Íbúar eru rúmlega 5.000. Sveitarfélagið er landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins og nær yfir um 11 þúsund ferkílómetra. 
Tilkynning um ráðningu fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi
01.12.20 Fréttir

Tilkynning um ráðningu fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Eiður Ragnarsson hefur verið ráðinn fulltrúi sveitarstjóra á Djúpavogi. Um er að ræða 40% starf með fastri viðveru á mánudögum á skrifstofu Múlaþings á Djúpavogi. Fulltrúi sveitarstjóra er staðgengill sveitarstjóra og hefur umsjón með daglegum rekstri sveitarfélagsins á staðnum, í samráði við sveitarstjóra og yfirmenn viðkomandi sviða.
Mynd Ómar Bogason.
25.11.20 Fréttir

Grenndarkynning - Vesturvegur 4

Á fundi umhverfis- og framkvæmdarráðs þann 18. nóvember 2020 var ákveðið að láta fara fram grenndarkynningu sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á eftirfarandi tillögum: 202010499 - Vesturvegur 4 – umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Um er að ræða byggingarleyfi vegna breytinga á íbúðarhúsi við Vesturveg 4 á Seyðisfirði í verslunar- og þjónustuhús í samræmi við framlögð kynningargögn, dags. 11. október 2020.
Grenndarkynning - Skólavegur 1
25.11.20 Fréttir

Grenndarkynning - Skólavegur 1

Á fundi umhverfis- og framkvæmdarráðs þann 18. nóvember 2020 var ákveðið að láta fara fram grenndarkynningu sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á eftirfarandi tillögum: 202011018 – Skólavegur 1 – umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Um er að ræða byggingarleyfi fyrir aukaskólastofur við Skólaveg 1, Rauðaskóla á Seyðisfirði í samræmi við framlögð kynningargögn, dags. 6. október 2020. Ábendingum eða athugasemdum skulu senda í síðasta lagi þann 17. desember 2020 í tölvupósti á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is.
Útrýming á ofbeldi gegn konum
24.11.20 Fréttir

Útrýming á ofbeldi gegn konum

Átakið hefst þann 25. nóvember sem er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu á ofbeldi gegn konum og því lýkur þann 10. desember á mannréttindadeginum. Í samvinnu við Soroptimistaklúbb Austurlands hefur sveitarfélagið ákveðið að lýsa upp með appelsínugulu byggingar í hverjum þéttbýliskjarna sveitarfélagsins á meðan á átakinu stendur og sýna þannig samstöðu og standa með konum. 
Mynd Unnar Jósepsson.
23.11.20 Fréttir

Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 - 2030. Kynningarfundur.

Á morgun, þriðjudaginn 24. nóvember, klukkan 17:00 verður kynningarfjarfundur um skipulagslýsinguna. Vegna samkomutakmarkana og sóttvarnarráðstafana fer fundurinn fram í gegnum Facebook síðu Múlaþings. Áformað er að reisa snjóflóðavarnagarða á Seyðisfirði undir Bjólfshlíðum. Gert er ráð fyrir að varnargarðarnir verði þrír og nefnast þeir Bakkagarður, Fjarðargarður og Öldugarður. Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta öryggi íbúa Seyðisfjarðar gagnvart snjóflóðum. Fyrirhugaðar snjóflóðavarnir samræmast ekki gildandi aðalskipulagi og ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið. Áður en framkvæmdarleyfi er veitt þarf að gera breytingarnar á aðalskipulaginu þar sem gerð verður grein fyrir varnarmannvirkjunum og leggja fram deiliskipulag
Ljósmynd Jón Halldór Guðmundsson.
23.11.20 Fréttir

Ný og spennandi störf hjá Múlaþingi

Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest í störfin sem auglýst voru hjá Múlaþingi á dögunum. Sjá hér. Ástæða framlengingar er að athugasemdir bárust sveitarfélaginu um mjög skamman umsóknarfrest en fáar umsóknir bárust með þeim grunnkröfum sem gerðar voru.
Frá aðgerðarstjórn Austurlands
23.11.20 Fréttir

Frá aðgerðarstjórn Austurlands

Aðgerðastjórn áréttar nú í aðdraganda jóla að við gætum vel hvert að öðru og hringjum reglulega í ættingja, vini og kunningja, sér í lagi þá sem kunna að búa við einangrun, þá er dvelja á dvalar- og hjúkrunarheimilum, sjúkrahúsum og svo framvegis.
Getum við bætt efni þessarar síðu?