Fara í efni

Yfirlit frétta

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Covid
21.09.21 Fréttir

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Covid

Aðstaðan á Seyðisfirði verður opin eftir þörfum á tímabilinu frá 15.00 til 17.00 fram á kjördag. Hringja þarf í síma 896-4743 til að fá afgreiðslu. Sams konar kosning fer fram á Reyðarfirði við Fjarðabyggðarhöllina að framanverðu fimmtudaginn 23. september og hefst kl.10.30 og stendur til kl.17.00 og lengur ef þörf krefur.
Utankjörfundarkosning
17.09.21 Fréttir

Utankjörfundarkosning

Vakin er athygli á að hægt er að kjósa utan kjörfundar á skrifstofum Múlaþings á Borgarfirði og Djúpavogi og á Bókasafni Héraðsbúa á Egilsstöðum til og með 24. september, á opnunartíma skrifstofanna sem er þessi:
Stöðuhýsi á Seyðisfirði
17.09.21 Fréttir

Stöðuhýsi og hús til sölu

Múlaþing auglýsir timburhús á Djúpavogi og stöðuhýsi á Seyðisfirði til sölu
Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi – COVID-19
15.09.21 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi – COVID-19

Borið hefur á því að færri skila sér í sýnatökur undanfarið. Aðgerðarstjórn vill hvetja alla sem finna til einkenna að skrá sig í sýnatöku og halda sig heima þangað til niðurstaðan liggur fyrir. Með því takmörkum við hættuna á smiti.
Vegna Alþingiskosninga 25. september
14.09.21 Fréttir

Vegna Alþingiskosninga 25. september

Við Alþingiskosningarnar þann 25. september 2021 verða kjörstaðir í Múlaþingi eftirtaldir: Menntaskólinn á Egilsstöðum vegna kjördeilda sem taka til fyrrum sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs. Kjörfundur hefst kl. 09:00 og lýkur 22:00. Skrifstofa Múlaþings á Borgfirði eystra vegna kjördeildar sem tekur til fyrrum Borgarfjarðarhrepps. Kjörfundur hefst kl. 09:00 og stendur a.m.k. til 17:00. Tryggvabúð á Djúpavogi vegna kjördeildar sem tekur til fyrrum Djúpavogshrepps. Kjörfundur hefst kl. 09:00 og stendur a.m.k. til 19:00. Íþróttamiðstöðin á Seyðisfirði vegna kjördeildar sem tekur til fyrrum Seyðisfjarðarkaupstaðar. Kjörfundur hefst kl. 09:00 og stendur a.m.k. til 21:00.
Skrifstofan á Djúpavogi lokuð í dag
13.09.21 Fréttir

Skrifstofan á Djúpavogi lokuð í dag

Skrifstofa Múlaþings á Djúpavogi er lokuð í dag, 13. september Þau sem þurfa að kjósa utan kjörfundar í dag geta gert það á skrifstofu Sýslumannsins á Austurlandi á Egilsstöðum á opnunartíma frá kl. 10-15 og á Bókasafni Héraðsbúa milli kl. 15 og 16. Einnig er hægt að kjósa utan kjörfundar á öðrum sýsluskrifstofum á landinu. Frekari upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðslu veitir Sýslumaðurinn á Austurlandi í síma 458 2700.
Kjörskrá aðgengileg á skrifstofum Múlaþings
10.09.21 Fréttir

Kjörskrá aðgengileg á skrifstofum Múlaþings

Kjörskrá vegna Alþingiskosninga sem fram fara 25. september 2021 liggur frammi á skrifstofum Múlaþings á Borgarfirði eystra, Djúpavogi, Egilsstöðum og Seyðisfirði frá og með mánudeginum 13. september til föstudagsins 24. september 2021, á opnunartíma skrifstofanna.
Menning fyrir alla.
10.09.21 Fréttir

List fyrir alla

Vefurinn er kjörinn vettvangur fyrir fjölskyldur og skóla til að finna fræðslu og afþreyingu fyrir börn og ungmenni. Ef smellt er á Austurland kemur upp fjölbreyttur listi yfir staði þar sem börn og ungmenni geta notið menningar. Listinn frá Austurlandi er afar glæsilegur og margt spennandi þar að finna.
Frá Bókasafni Héraðsbúa
09.09.21 Fréttir

Frá Bókasafni Héraðsbúa

Næstu þrjár vikur verður utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Bókasafni Héraðsbúa vegna Alþingiskosninga. Það getur haft áhrif á þjónustu bókasafnsins á opnunartíma utankjörfundar og biðjumst við velvirðingar á því.
Fjarðabyggð / Leiknir / Höttur
09.09.21 Fréttir

Fjarðabyggð/Leiknir/Höttur kvenna upp í 1. deild í knattspyrnu

Sigraði Fjarðabyggð/Leiknir/Höttur leikinn 3-0 og mun því leika í 1. deild að ári. Er stelpunum óskað innilega til hamingju með frábæran árangur í sumar og það verður gaman að fylgjast með þeim næsta sumar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?