Fara í efni

Fréttir

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 10. október

Á landsbyggðinni er ekki alltaf auðvelt að nálgast þjónustu sérfræðinga en það eru ýmsar bjargir sem hægt er að nýta til að leita aðstoðar varðandi geðheilbrigði. Hér eru taldar upp örfáar, en að auki er hægt að fá samtal við og ráðgjöf hjá félagsþjónustu Múlaþings í síma 4 700 700.
Lesa

Kl. 14.45 : Uppfært : Tilkynning vegna skriðuhættu á Seyðisfirði, 7. október

// english // // polish // Vegna þeirrar rigningar sem spáð er eftir hádegi á Seyðisfirði verður ekki í boði fyrir íbúa á rýmingarsvæðum að fara inn í húsin sín í dag. Fulltrúar Rauða krossins, Múlaþings og lögreglu verða í Herðubreið. Allir velkomnir. Minnt er á hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717.
Lesa

Kl. 11 : Hættustig Almannavarna á Seyðisfirði, 7. október

Rýming mun vara fram yfir helgi. //Polski poniżej//
Lesa

Hættustig almannavarna á Seyðisfirði, hætta á skriðuföllum / rýmingar

Rýming mun vara fram yfir helgi. Herðubreið verður opin milli klukkan 14 og 16 í dag sem og aðra daga meðan rýming varir.
Lesa

Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga - Residents' meeting for Seyðfjörður

Fundurinn verður haldinn í Herðubreið fimmtudaginn 14. október næst komandi frá klukkan 16:00-18:00.
Lesa

Leiguíbúð 60 ára og eldri á Seyðisfirði

Múlaþing auglýsir til leigu íbúð Múlavegi 36 Seyðisfirði. Íbúðin er tveggja herbergja alls 67,1 m2. Eitt svefnherbergi, eldhús, stofa, þvottaherbergi og baðherbergi. Umsóknum má skila inn á heimasíðu Múlaþings undir: „Umsóknir/Húsnæði og búseta“ Umsókn um leiguíbúð (Ársalir, Hamrabakki, Múlavegur). Nánari upplýsingar veitir Hreinn Halldórsson í Síma 866 5582.
Lesa

Kynningarfundur vegna byggingarleyfisumsókna

Kynningarfundur fyrir hönnuði og byggingarstjóra á Teams.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðarstjórn Austurlands

Á Austurlandi eru nú 5 í einangrun og 9 í sóttkví. Ekki hafa greinst smit í fjórðungnum í rúmlega viku og munu því tölur yfir smitaða lækka töluvert á næstu dögum þar sem flestir klára sína einangrun. Það er mikið ánægjuefni að náðst hafi að takmarka útbreiðslu covid-19 eftir hópsmitið á Reyðarfirði og vill aðgerðastjórn þakka íbúum fyrir samstöðu og samstillt átak til að lágmarka smit.
Lesa

Teams fundur klukkan 16 Í DAG Í HERÐUBREIÐ

// ENGLISH // Haldinn verður teams fundur í bíósal Herðubreiðar í dag, þriðjudag, klukkan 16. Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands verða á fundinum í gegnum Teams og munu svara spurningum. Fundurinn er opinn öllum, en þeir íbúar sem voru látnir rýma heimili sín í gær eru sérstaklega hvattir til að mæta í Herðubreið.
Lesa

Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði

Í kjölfar mikillar úrkomu undanfarna daga fóru mælitæki Veðurstofunnar, sem vakta hlíðina ofan Seyðisfjarðar, að sýna að stór fleki í jaðri skriðusársins við Búðará væri kominn á hreyfingu.
Lesa
Getum við bætt efni þessarar síðu?