20.04.2021
kl. 14:34
Auglýst eftir efni. Bóndavarðan er bæjarblað Djúpavogs sem kemur út þrisvar á ári.
Lesa
20.04.2021
kl. 08:18
Miðvikudaginn 28. apríl verður dýralæknir í áhaldahúsinu á Seyðisfirði. Hundaeigendur eru beðnir að mæta með dýrin sín á milli klukkan 14 og 16. Kattaeigendur er beðnir að mæta með sín dýr á milli klukkan 16 og 18.
Vinsamlegast verið með grímur og virðum tveggja metra regluna.
Lesa
15.04.2021
kl. 16:46
Í gær 14. apríl 2021 samþykkti sveitarstjórn Múlaþings Jafnréttisáætlun sveitarfélagsins. Jafnréttisáætlun er mikilvægt verkfæri til að vinna að jafnri stöðu íbúanna á öllum sviðum samfélagsins.
Lesa
15.04.2021
kl. 15:36
Nafnabreyting hefur verið gerð á þjónustugátt íbúa Múlaþings og heitir núna „Mínar síður“
Á heimasíðu Múlaþings er hægt að nálgast link sem núna heitir „Mínar síður“ (sjá mynd)
Lesa
15.04.2021
kl. 11:23
Þann 1. maí breytist þannig útivistartíminn og þá verður hægt að vera lengur úti í leikjum í góða veðrinu.
Gildir útivistartíminn fyrir fæðingarárið, en ekki fæðingardag, og því gilda sömu reglur fyrir öll börn sem fædd eru á sama ári.
Hægt er að lesa ýmsar ástæður fyrir því að takmarka útivist barna og unglinga á heimasíðu Umboðsmanns barna. Þar er að auki áréttað að reglur um útivistartíma segja til um það hvað börn og unglingar mega vera lengi úti á kvöldin, en ekki hvað þau eiga að vera lengi úti.
Lesa
15.04.2021
kl. 08:47
Frétt inniheldur upplýsingar um innritun í leik- og grunnskóla Múlaþings fyrir skólaárið 2021-2022.
Lesa
14.04.2021
kl. 08:15
Gangskör var gerð að því af hálfu almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra að útbúa rýmingarskilti í kjölfar aurskriðna á Seyðisfirði í lok árs 2020. Skiltið er nú tilbúið og verður borið í öll hús á Seyðisfirði á næstu dögum. Á skiltinu má finna leiðbeiningar til íbúa um það hvað rétt myndi að taka með komi til rýmingar, að hverju skuli hyggja við rýmingu, hver tekur ákvörðun um rýmingu, afléttingu hennar og fleira.
Gert er ráð fyrir að sambærilegum skiltum verði síðar dreift í hús á Eskifirði og í Neskaupstað.
Lesa
13.04.2021
kl. 10:14
Leikskólakerfið Vala
Nú hafa leikskólarnir í Múlaþingi, allir nema leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla, byrjað að nota nýtt leikskólakerfi sem heitir Vala. Leikskólakerfi Völu auðveldar og einfaldar alla umsýslu varðandi leikskólann fyrir foreldra, stjórnendur, starfsfólk og sveitarfélagið. Vala býður upp á vefumhverfi og öpp hvort sem er fyrir starfsfólk eða foreldra.
Lesa
12.04.2021
kl. 11:40
Verðlaunahátíð ungra áhorfenda fer fram 25. apríl í herðubreið, Seyðisfirði
Evrópska kvikmynda akademían , Kvikmyndamiðstöð Íslands, MM/Sláturhús og Herðubreið Bíó bjóða öllum börnum á aldrinum 12 – 14 ára að taka þátt í kvikmyndahátíð sem meðlimir í dómnefnd.
Kvikmyndahátíðin nefnist Verðlaunahátíð ungra áhorfenda (e. Young Audience Award) og er haldin samtímis víðsvegar um Evrópu eða hátt í 40 löndum þann 25. apríl.
Lesa
12.04.2021
kl. 10:41
10. fundur Sveitarstjórnar Múlaþings verður haldinn í fjarfundi miðvikudaginn 14. apríl 2021 og hefst klukkan 14:00. Lesa meira fyrir dagskrá fundarins.
Lesa