Fara í efni

Yfirlit frétta

Úrkoma í norðurhluta Austfjarða
09.11.22 Fréttir

Úrkoma í norðurhluta Austfjarða

Spáð er skammvinnri en ákafri úrkomu á norðurhluta Austfjarða í kvöld, þar sem búast má við allt að 50 mm úrkomu í byggð. Úrkomuákefðin verður mest um 4-6 mm á láglendi og hiti á bilinu 0-5° C og því má búast við því að það rigni á láglendi en snjói til fjalla. Fram að helgi má svo búast við áframhaldandi rigningu en ekki er spáð mikilli ákefð og því gæti uppsöfnuð úrkoma á næstu dögum farið upp undir 100 mm.
Smásagnagerð með Bergrúnu Írisi á bókasöfnum Múlaþings
07.11.22 Fréttir

Smásagnagerð með Bergrúnu Írisi á bókasöfnum Múlaþings

Bergrún Íris er margverðlaunaður barnabókahöfundur og mun hún kenna börnunum undirstöðuatriðin í smásagnagerð.
Sveitarstjórnarfundur 9. nóvember
07.11.22 Fréttir

Sveitarstjórnarfundur 9. nóvember

Næsti fundur sveitarstjórnar Múlaþings nr. 29 verður haldinn miðvikudaginn 9. nóvember 2022 klukkan 14:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu, þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Jólablað Bóndavörðunnar í undirbúningi
28.10.22 Fréttir

Jólablað Bóndavörðunnar í undirbúningi

Stefnt er á útgáfu jólablaðs Bóndavörðunnar þann 25. nóvember. Óskað er eftir efni sem og auglýsingum.
Árleg ormahreinsun gæludýra í Múlaþingi
27.10.22 Fréttir

Árleg ormahreinsun gæludýra í Múlaþingi

Árleg ormahreinsun gæludýra í Múlaþingi verður sem hér segir:
Dagskrá í Múlaþingi á Dögum myrkurs
27.10.22 Fréttir

Dagskrá í Múlaþingi á Dögum myrkurs

Fjölbreyttir viðburðir verða í Múlaþingi og á Austurlandi öllu.
Íbúafundur á Karlsstöðum
27.10.22 Fréttir

Íbúafundur á Karlsstöðum

Heimastjórn Djúpavogs boðar til íbúafundar á Kaffi Braz, Karlsstöðum miðvikudaginn 2. nóvember klukkan 20:00 - 22:00. Þar munu fulltrúar í heimastjórn verða með stutt ávörp og svara síðan spurningum. Fundurinn er einkum ætlaður íbúum í dreifbýlinu við Berufjörð, þótt allir séu að sjálfsögðu velkomnir.
Jólamarkaður Jólakattarins
25.10.22 Fréttir

Jólamarkaður Jólakattarins

Eftir 2 ára hlé verður haldið upp á 15 ára afmæli Jólamarkaðar Jólakattarins sem haldinn verður á Valgerðarstöðum (fyrrum Barra) laugardaginn 10. desember næstkomandi frá klukkan 11-16.
Íbúafundur á Bragðavöllum
21.10.22 Fréttir

Íbúafundur á Bragðavöllum

Heimastjórn Djúpavogs boðar til íbúafundar á Bragðavöllum miðvikudaginn 26. október klukkan 20:00 - 22:00.
Nýbyggingar í Múlaþingi
19.10.22 Fréttir

Nýbyggingar í Múlaþingi

Mikill gangur er í nýbyggingu íbúðarhúsnæðis í Múlaþingi.
Getum við bætt efni þessarar síðu?